13 des. 2016

Gunnhildur Gunnarsdóttir og Martin Hermannsson hafa verið valin körfuknattleikskarl og körfuknattleikskona ársins 2016 af KKÍ.  Þetta er í 20. skipti sem valið er tvískipt eða frá árinu 1998.

Val á körfuknattleikskonu ársins 2016:

Körfuknattleikskona ársins 2016
1. Gunnhildur Gunnarsdóttir
2. Helena Sverrisdóttir
3. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir

Aðrar sem fengu atkvæði koma hér í stafrófsröð:
Berglind Gunnarsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Ingunn Embla Kristínardóttir, Margrét Rósa Hálfdánardóttir, Pálína Gunnlaugsdóttir, Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Sandra Þrastardóttir og Sara Rún Hinriksdóttir.

Gunnhildur Gunnarsdóttir, Snæfell
Gunnhildur er ein mikilvægasti leikmaður íslenska landsliðsins og með óbilandi baráttu og dugnaði er hún ómissandi leikmaður bæði með landsliðinu og félagsliði sínu. Gunnhildur var fyrirliði og lykilleikmaður Snæfells á síðastliðnu tímabili þar sem liðið vann tvöfalt, urðu bikar- og Íslandsmeistarar. Liðið vann bikarinn í fyrsta sinn í sögu Snæfells og Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð. Þá var Gunnhildur ofarlega á tölfræðilistum deildarinnar í helstu tölfræðiþáttum á síðastliðnu tímabili og í úrvalsliði ársins á lokahófi KKÍ auk þess að hún var kjörin „varnarmaður ársins“ í deildinni. Á þessu tímabili hefur Gunnhildur byrjað vel í deildinni hér heima og er meðal bestu íslensku leikmanna deildarinnar í öllum tölfræðiþáttum. Gunnhildur hefur leikið alla landsleiki íslenska liðsins frá árinu 2012, eða 27 leiki samtals.

Helena Sverrisdóttir, Haukar
Helena Sverrisdóttir hefur verið valin fram að árinu í ár körfuknattleikskona árins síðastliðin 11 ár samflett. Helena lék á síðasta tímabili með Haukum hér heima eftir að hafa komið heim úr atvinnumennsku. Helena er lykilleikmaður íslenska landsliðsins undanfarin ár, og hefur jafnframt verið fyrirliði liðsins. Hún varð meðal efstu leikmanna í skoruðum stigum, fráköstum og stoðsendingum í undankeppni EM kvenna, en hún hefur verið frá keppni síðan í sumar, þar sem hún er barnshafandi og missti þar af leiðandi af síðustu leikjum landsliðsins í undankeppninni. Hún átti stórleik þegar Ísland sigraði Ungverjaland hér heima í febrúar og var besti maður vallarins. Að auki leiddi hún Domino´s deildina hér í stoðsendingum og framlagi og var efst Íslendinga í tölfræðiflokki stiga og frákasta. Þá var hún kjörin besti leikmaðurinn á lokahófi KKÍ.  

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Skallagrímur
Sigrún Sjöfn hefur átt mjög gott ár með landsliði og félagsliði. Hún lék með Grindavík á síðasta keppnistímabili hér heima og var meðal efstu leikmanna í helstu tölfræðiþáttum eftir tímabilið og var valin í Úrvalsliðið í lok tímabilsins. Sigrún skipti yfir í Skallagrím fyrir núverandi tímabil og hefur leikið mjög vel á fyrri hluta tímabilsins og er hún efst íslenskra leikmannanna í öllum helstu tölfræðiþáttunum, yfir stig, fráköst, stoðsendingar og framlag. Með landsliðinu hefur Sigrún Sjöfn verið meðal mikilvægustu leikmanna liðsins og ekki síst sóknarlega. Hún hefur leikið 44 landsleiki fyrir Ísland og var landsleikjahæsti leikmaður landsliðsins í síðasta leikglugga undankeppni EM sem lauk nú í nóvember.

Val á körfuknattleikskarli ársins 2016:

Körfuknattleikskarl ársins 2016
1. Martin Hermannsson 
2. Jón Arnór Stefánsson
3. Hlynur Bæringsson

Aðrir sem fengu atkvæði í stafrófsröð:
Darri Hilmarsson, Haukur Helgi Pálsson, Jón Axel Guðmundsson, Kári Jónsson, Logi Gunnarsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson.

Martin Hermannsson, Étoile de Charleville-Mézéres, (Frakklandi)
Martin er orðin einn af betri leikmönnum íslenska landsliðsins á sínu 22. aldursári og einn af framtíðarburðarásum landsliðsins. Martin lék á síðsta tímabili í LIU Brooklyn-háskólanum í NCAA háskóladeildinni í Bandaríkjunum þar sem hann hlaut viðurkenningar fyrir sína frammstöðu bæði tímabilin sín í skólanum. Í sumar lék Martin alla leiki íslenska landsliðsins í undirbúningi sumarsins og undankeppni EM, þar sem Martin var einn af betri leikmönnum liðsins og hjálpaði því að tryggja sér sæti á lokamóti EM, EuroBasket 2107, í annaði sinn í sögu KKÍ og annað sinn í röð. Martin fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína með landsliðinu í undankeppninni og var meðal efstu íslensku leikmannanna í stigaskori, stoðsendingum og framlagi að henni lokinni. Í haust ákvað Martin að halda til Frakklands og gerast atvinnumaður. Á tímabilinu til þessa í Frakklandi hefur liði hans Étoile de Charleville-Mézéres gengið mjög vel og í öðru sæti deildarinnar. Martin hefur ítrekað verið valin besti maður leiksins í sigurleikjum liðsins og er einn þeirra besti leikmaður liðsins og vinsæll meðal stuðningsmanna þess.

Jón Arnór Stefánsson, KR

Jón Arnór Stefánsson hefur hlotið nafnbótina Körfuknattleiksmaður ársins alls 12 sinnum frá því að hann hlaut hana fyrst árið 2002. Jón Arnór lék með Valencia á síðustu leiktíð, í deild sem óhætt er að segja að sé besta atvinnumannadeild Evrópu. Hefur lið Valencia verið eitt af stóru liðunum í deildinni undanfarin ár og léku í undanúrslitum deildarinnar í fyrra þar sem Jón Arnór var einn af mikilvægustu leikmönnum liðsins. Jón Arnór lék fjóra leiki í undankeppni EM í sumar þar sem liðið tryggði sér þátttökurétt á EuroBasket 2017, lokamóti EM, í annað sinn. Jón Arnór glímdi við meiðsli eftir tímabilið í fyrra og þurfti að hvíla nokkra leiki í sumar en þrátt fyrir það var hann mikilvægur hlekkur í liðinu og skilaði miklu til liðsins og annarra leikmanna með reynslu sinni og framlag hans í þeim leikjum sem hann lék var mikilvægt. Jón Arnór skipti yfir til KR hér heima eftir áralangan feril erlendis sem atvinnumaður og mun leika á nýju ári með vesturbæjarliðinu.

Hlynur Bæringsson, Stjarnan
Hlynur hefur verið einn af betri leikmönnum íslenska landsliðsins undanfarin ár. Hann hefur verið ómissandi í sinni leikstöðu og með betri leikmönnum íslenska liðsins. Hann á stóran þátt í því að liðið hefur tryggt sér þátttökurétt á lokamóti EM, tvö ár í röð, og verður í eldlínunni í Finnlandi næsta haust þar sem hann þarf að venju að verjast sér mun stærri leikmönnum í sömu leikstöðu. Hlynur leiddi íslenska liðið í stigum skoruðum og fráköstum og var annar í stoðsendingum í undankeppninni í sumar. Hlynur skipti í Stjörnuna fyrir núverandi tímabil eftir að hafa leikið undanfarin ár í Svíþjóð. Óhætt er að segja að Hlynur sé með betri leikmönnum deildarinnar þar sem hann er efstur íslendinga í framlagi og ofarlega í öðrum helstu tölfræðiflokkunum.

Körfuboltafólk ársins frá árinu 1998: 
1998: Helgi Jónas Guðfinnsson og Anna María Sveinsdóttir
1999: Herbert Arnarson og Guðbjörg Norðfjörð
2000: Ólafur Jón Ormsson og Erla Þorsteinsdóttir
2001: Logi Gunnarsson og Kristín Björk Jónsdóttir
2002: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir
2003: Jón Arnór Stefánsson og Signý Hermannsdóttir
2004: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir
2005: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir
2006: Brenton Birmingham og Helena Sverrisdóttir
2007: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir
2008: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir
2009: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir
2010: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir
2011: Jakob Örn Sigurðarson og Helena Sverrisdóttir
2012: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir
2013: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir
2014: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir
2015: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir
2016: Martin Hermannsson og Gunnhildur Gunnarsdóttir
 
Oftast valin Körfuboltamaður ársins:*
12 Jón Arnór Stefánsson (2002, 2003, 2004, 2005, 2007, 2008, 2009, 2010, 2012, 2013, 2014, 2015)
11 Helena Sverrisdóttir (2005, 2006, 2007, 2008, 2009, 2010, 2011, 2012, 2013, 2014, 2015)
4 Jón Kr. Gíslason (1987, 1989, 1992, 1993)
3 Kristinn Jörundsson (1973, 1975, 1977)
2 Jón Sigurðsson (1976, 1978)
2 Valur Ingimundarson (1984, 1988)
2 Guðmundur Bragason (1991, 1996)
2 Anna María Sveinsdóttir (1994, 1998)
2 Birna Valgarðsdóttir (2002, 2004)
1 Jakob Örn Sigurðarson (2011)
1 Gunnhildur Gunnarsdóttir (2016)
1 Martin Hermannsson (2016)
 
* Valið hefur verið tvískipt síðan 1998 en frá 1973 til og með 1997 var aðeins valin einn aðili, karl eða kona, en síðan þá hafa verið valin Körfuknattleiksmaður og Körfuknattleikskona ársins.