7 apr. 2017

Sameiginlegt lið Hrunamanna og Laugdæla bar sigur úr býtum í 2. deild karla en í gærkvöldi fór fram úrslitaleikur deildarinnar. Lögðu þeir Gnúpverja að velli 101-73 fyrir framan fjölmenni í íþróttahúsinu á Flúðum.

Bæði lið hafa þar með unnið sér rétt til að leika í 1. deild karla á n.k. keppnistímabili.

Stigahæstur í leiknum hjá Flúðum var Florijan Jovanov með 32 stig og Russell Johnson var með 18. Hjá Gnúpverjum var Hraunar Guðmundsson stigahæstur með 15 stig og Ásgeir Sigurður Nikulásson setti 12 stig.

Til hamingju Hrunamenn/Laugdælir með titilinn og til hamingju bæði lið að vera komin upp um deild.