3 jún. 2017Nú er keppni á Smáþjóðaleikunum 2017 lokið í San Marínó og bara lokahátíðin eftir í kvöld. Strákarnir töpuðu í dag fyrir Svartfjallalandi og urðu lokatölur 61:86. Lokastaðan í keppni karla var því þannig að Kýpur unnu leikana, Svartfjallaland varð í öðru sæti og Ísland í þriðja og fengu strákarnir brons. 

Stelpurnar tryggðu sér með sigri á Lúxemborg silfrið þar sem Malta vann alla leikina sína þrjá og Lúxemborg varð í þriðja sæti.

Liðin og aðrir keppendur og fararstjórar ferðast heim á morgun til Íslands eftir vel heppnaða ferð körfuboltalega séð, en fyrir utan vandræðin við ferðalagið í upphafi, þá komst allt á réttan kjöl í San Marínó og hafa allir íslensku keppendurnir notið leikanna og heimsóknarinnar til San Marínó. 

Næstu leikar fara fram árið 2019 og þá verða þeir haldnir í Svartfjallalandi.

#korfubolti