27 júl. 2017

Ísland lagði lið Belga 83:76 í fyrri vináttulandsleik liðanna í Smáranum í kvöld. Bæði lið eru að undirbúa sig fyrir EuroBasket í lok ágúst og byrjun september og æfa og leika þessa dagana hér á landi.

 

Liðin mætast síðan á laugardaginn að nýju á Akranesi kl. 17:00 í seinni leik liðanna. Þá munu verða gerðar fimm breytingar á leikmannahóp liðsins frá í kvöld.

Einn nýliði lék sinn fyrsta landsleik í kvöld en það var Sigtryggur Arnar Björnsson, Tindastól, og stóð hann sig vel í kvöld.

 

Stigahæstur í kvöld var Martin Hermannsson sem var með 15 stig en hann var einnig með flest fráköst eða 5. Logi Gunnarsson, Hlynur Bæringsson og Kristófer Acox skoruðu allir 10 stig og Elvar Már Friðriksson var með 7 stoðsendingar og hæsta framlag íslensku leikmannanna.

 

#korfubolti