12 jan. 2018Í dag hefjast Maltbikarúrslit yngri flokka en það eru tveir úrslitaleikir á dagskránni í kvöld í Laugardalshöllinni, en það eru úrslitaleikir í 10. flokki drengja og stúlkna.

Bein útsending á netinu:
KKÍ sendir út beint á YouTube-rás (youtube.com/user/KKIkarfa) sinni beint frá öllum úrslitaleikjum yngri flokka föstudag og sunnudag, að undanskildum leikjum Unglingaflokks karla og Stúlknaflokks, sem verða í beinni á RÚV á sunnudaginn.

Leikskrá:
Leikskrá fyrir öll liðin sem keppa dagana 10.-14. janúar er að finna á netinu í rafrænu formi.

Aðgangseyrir á bikarúrslit yngri flokka:
Aðgangseyrir verður 1.000 kr. fyrir 16 ára og eldri sem koma í Laugardalshöllina til að horfa á leikina. Sá miði gildir á alla sjö bikarúrslitaleiki helgarinnar föstudag og sunnudag.

Dagskráin í kvöld · Föstudagur 12. janúar
⏰18:00 · 10. flokkur drengja 
🏀Fjölnir-Stjarnan

⏰20:15 · 10. flokkur stúlkna
🏀Keflavík-Grindavík

#maltbikarinn #korfubolti