8 mar. 2018Í kvöld er komið að síðustu umferðinni í Domino's deild karla og verða allir sex leikir umferðarinnar á dagskránni í kvöld kl. 19:15.

Stöð 2 Sport verður með tvo leiki í beinni í kvöld, en þeir sýna frá báðum leikjum liðanna sem eiga möguleika á deildarmeistaratitlinum. Það eru lið Hauka og ÍR sem geta orðið deildarmeistarar í kvöld og ræðst það allt á úrslitum kvöldsins. Haukar fá Val í heimsókn í Hafnarfjörðinn og ÍR fara til Keflavíkur.

Lokaumferðin í kvöld · Domino's deild karla
⏰19:15

🏀Höttur-Njarðvík
🏀Tindastóll-Stjarnan · Netútsending á Tindastóll TV
🏀Keflavík-ÍR · Sýndur beint á Stöð 2 Sport
🏀Haukar-Valur · Sýndur beint á Stöð 2 Sport
🏀Grindavík-Þór Ak.
🏀Þór Þ. - KR

#korfubolti #dominos365