26 mar. 2019Í kvöld er komið að lokaumferð deildarkeppni Domino's deildar kvenna. Þá fara fram fjórir leikir kl. 19:15. Valur varð um helgina deildarmeistari og fær afhendan deildarmeistaratitil sinn í kvöld að Hlíðarenda. Ljóst er að Keflavík verður í öðru sæti og með heimaleikjarétt í 4-liða úrslitunum. Stjarnan verður í þriðja sæti þó KR sigri í kvöld og jafni Stjörnuna að stigum á innbyrðis viðureignum liðanna í vetur.

Spenna kvöldsins snýst um hvort það verður KR eða Snæfell sem nær fjórða og síðasta sætinu í úrslitakeppninni í kvöld.


Liðin eru jöfn að stigum en KR er með innbyrðisstöðu fyrir kvöldið. Snæfell leikur gegn Val á útivelli og KR fær Keflavík í heimsókn í Vesturbæinn. Það er því ljóst að Snæfell verður að vinna sinn leik og treysta á að KR tapi sínum leik á sama tíma til að fara uppfyrir KR í töflunni. Sigri KR eða tapi Snæfell fer KR áfram í úrslitakeppnina.

Stöð 2 Sport verður í Origo-höllinni að Hlíðarenda og sýnir beint leik Vals og Snæfells.

🍕 Domino's deild kvenna í kvöld
🗓 Þriðjudaginn 26. mars
4️⃣ leikir í kvöld 
🖥 LIFANDI tölfræði á kki.is
⏰ 19:15

🏀 VALUR-SNÆFELL ➡️📺Sýndur beint á Stöð 2 Sport
🏀 KR-KEFLAVÍK (KRTV.is)
🏀 BREIÐABLIK-STJARNAN
🏀 HAUKAR-SKALLAGRÍMUR (Haukar-TV á youtube)

#korfubolti #dominosdeildin