15 apr. 2019Í kvöld eru tveir risaleikir í undanúrslitum Domino's deildar karla þegar Þór Þ. tekur á móti KR og ÍR fá Stjörnuna í heimsókn. Um er að ræða fjórðu leiki liðanna en KR og ÍR leiða sín einvígi 2-1.

Þau lið sem fyrr sigra þrjá leiki tryggja sér sæti í lokaúrslitunum í ár. Nái Þór Þ. og Stjarnan í sigur í kvöld mun þurfa oddaleik til að skera úr um hvaða lið fara í úrslitin og fara þeir fram á fimmtudaginn kemur ef til þeirra kemur.


🍕 Domino's deild kvenna í kvöld
🏆 Undanúrslit · Leikir 4
🗓 Mánudagurinn 15. apríl
🖥 LIFANDI tölfræði á kki.is

⏰ 18:30
🏀 ÞÓR Þ.-KR
📺 Sýndur beint á Stöð 2 Sport

⏰ 20:15
🏀 ÍR-STJARNAN
📺 Sýndur beint á Stöð 2 Sport

#korfubolti #dominosdeildin