15 apr. 2019Í kvöld munu Valencia og Alba Berlin leika hreinan úrslitaleik um sigurinn í EuroCup í Valencia á Spáni. Martin Hermannsson og félagar í Alba tryggðu sér oddaleik með sigri á heimavelli á föstudaginn. Martin er annar íslenski leikmaðurinn til að leika til úrslita í keppninni með sínu félagsliði en Jón Arnór Stefánsson gerði það árið 2005 með Dynamo St. Petersborg þegar þeir unnu keppnina.

Leikurinn í Valencia hefst kl. 19:30 að íslenskum tíma (20:30 CET) og hægt er að fylgjast með honum í lifandi tölfræði hérna á www.eurocupbasketball.com.

Þeir sem hafa aðgang að EuroSport sjónvarpsrásinni ná honum einnig þar í beinni en einnig er hægt að kaupa sér aðgang á netinu á €6.99 hérna frá mótshöldurunum.

KKÍ óskar Martin góðs gengis í kvöld í lokaleiknum.

#korfubolti