14 maí 2019Um helgina var leikið úrslitamót í minnibolta 10 ára drengja 2019 í Mathús Garðabæjar-höllinni

Það var lið Njarðvíkur sem stóð uppi sem Íslandsmeistari 2019.

Njarðvík vann alla fimm leiki helgarinnar og vann Stjörnuna 25:24 í lokaleiknum og stóð því uppi sem Íslandsmeistari.

Þjálfari liðsins er Jón Arnór Sverrisson.

KKÍ óskar Njarðvík til hamingju með titilinn!

#korfubolti