20 maí 2019Um helgina var leikið til úrslita á íslandsmótinu í 10. flokki drengja í Mustad-höllinni á seinni úrslitahelgi yngri flokka 2019.

Það var lið Breiðabliks sem stóð uppi sem Íslandsmeistari 2019.

Breiðablik sigraði Fjölni í undanúrslitunum en í hinum undanúrslitaleiknum var það Stjarnan sem hafði betur gegn Hrunamönnum/Þór Þorlákshöfn. Í úrslitaleiknum vann Breiðablik lið Stjörnunnar en lokatölur leiksins urðu 55:59.

Þjálfari liðsins er Sveinbjörn Jóhannesson.

Arnar Freyr Tandrason var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins en hann var með 26 stig og 10 fráköst og 4.

KKÍ óskar Breiðablik til hamingju með titilinn!

#korfubolti