22 maí 2019Um helgina fer fram KKÍ Þjálfari 2.a. námskeiðið í Ólafssal að Ásvöllum í Hafnarfirði.

Rado Trifunović verður aðalkennarinn á námskeiðinu en hann er aðalþjálfari Evrópumeistara Slóveníu. Hann var aðstoðarþjálfari liðsins á EuroBasket 2017. Þar lék Slóvenía gegn Íslandi meðal annars í riðlakeppninni í Finnlandi og enduðu svo með að standa uppi sem Evrópumeistarar eftir úrslitakeppnina í Tyrklandi. Eftir mótið tók hann við sem aðalþjálfari.

Það þarf því ekki að fara mörgum orðum um hversu frábært það er að fá Rado til landsins en nú býðst íslenskum þjálfurum að sitja námskeið með honum ásamt íslenskum gestafyrirlesurum. 

Hér er hægt að skrá sig á þjálfaranámskeiðið.

Dagskrá námskeiðsins er eftirfarandi:

Föstudagur 24. maí
- - - - - - - - - - - - - - - 
17:00-17:10 Ágúst S. Björgvinsson (KKÍ) - settning
17:10-18:40 Finnur Freyr - uppbygging yngri landsliða
18:50-20:10 Radovan Trifunović - Uppbygging á landsliðs "Kúltúr" í slóvenska landsliðinu.


Laugardagur 25. maí
- - - - - - - - - - - - - - - 
09:00-10:20 Finnur Freyr - leik undirbúningur "Scouting", (íslenska landsliðið)
10:30-11:50 Radovan Trifunović - uppbygging á leikmönnum áhersla á bakverði 
11:50-12:30 Hádegismatur
12:30-13:50 Radovan Trifunović - Uppbygging á varnarleik
14:00-17:00 Opin æfing með yngri landsliðum KKÍ 
(U15-U16-U18 drengir og stúlkur)

Sunnudagur 26. maí
- - - - - - - - - - - - - - - 
09:00-10:20 Baldur Þór Ragnarsson - Líkamlegi þátturinn, (upphitun yngri landsliða KKÍ).
10:30-11:50 Radovan Trifunović - Sóknarleikur, frá hraðupphlaupum í sókn á hálfum velli
11:50-12:30 ádegismatur
12:30-13:50 Radovan Trifunović - ákvörðunartaka í lok leikja
14:00-14:30 Próf (20%)
14:00-17:00 Opin æfing með yngri landsliðum KKÍ 
(U16-U18 drengir og stúlkur)


#korfubolti