31 maí 2019Einn leikur fór fram í dag í keppni kvenna á Smáþjóðaleikunum en íslenska liðið lék gegn liði Mónakó. Stelpurnar okkar tóku sér fyrsta leikhlutann í að hitna og koma sér í gang en staðan var 26:23 fyrir Ísland. Í öðrum leikhluta var allt annað að sjá vörn okkar stelpna sem settu í lás og sóttu mun ákveðnara hinum megin á vellinum. Staðan í hálfleik 51:28 og ljóst í hvað stefndi. Næsti leikhluti fór 18:13 og sá síðasti 22:18 og öruggur 91:59 sigur í höfn. 

Allir leikmenn liðsins komust á blað í leiknum í dag. Embla Kristínardóttir var stigahæst með 14 stig. Helena Sverrisdóttir setti 12 og tók 9 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir setti einnig 12 stig og tók 4 fráköst og Hallveig Jónsdóttir var með 10 stig.

Lokastatt leiksins er að finna á Facebook-síðu KKÍ sem og myndir frá leiknum í dag.


Lokaleikur liðsins er á morgun í fyrramálið (kl. 06:30 að íslenskum tíma) sem er óvenju snemmt og því miður leiktími sem þarf til að hægt sé að ljúka keppninni bæði hjá körlum og konum. Þá mætir liðið liði Kýpur sem hafa tapað öllum leikjum sínum á mótinu og með sigri verður Ísland í öðru sæti á leikunum og mun fá silfurverðlaun.

Strákarnir leika kl. 10:45 eða kl. 08:45 að íslenskum tíma einnig gegn liði Kýpur en það er leikur upp á 3. sætið.

#korfubolti