14 ágú. 2019

KKÍ auglýsir miðaafhendingu til þeirra sem hafa aðgangskort KKÍ fyrir landsleik karlaliðsins gegn Portúgal í forkeppni EuroBasket 2021.

Leikurinn fer fram laugardaginn 17. ágúst kl. 16:00 í Laugardalshöllinni.

Allir handhafar aðgönguskírteina/boðskorta KKÍ þurfa að nálgast miða sína fyrirfram eða til hádegis á leikdegi.  Vinsamlega komið þessum upplýsingum áfram til þeirra aðila innan þíns félags sem eru korthafar KKÍ korta.

Ekki verður hleypt inn á leikdegi gegn framvísun aðgönguskírteina/boðskorta við hurð, heldur verður aðeins tekið við fyrirfram útgefnum miðum á viðburðinn.

EINNIG ER SKÝRT TEKIÐ FRAM AÐ ENGA MIÐA VERÐUR HÆGT AÐ NÁLGAST EFTIR AFHENDINGARDAGINN SÍMLEIÐIS, MEÐ TÖLVUPÓSTI EÐA ÖÐRUM SKILABOÐUM TIL STARFSMANNA SAMBANDSINS.

Hvernig á að ná í miða?
Handhafar aðgönguskírteina/boðskorta geta sótt miðana sína rafrænt á netinu fram að leik með því að slá inn kennitölu sína (án bandstriks) á viðeigandi vefslóðunum hér fyrir neðan.

Handhafar appelsínugulra aðgöngukorta fyrir 1 nálgast miða hér:
1 miði: fyrir KKÍ-korthafa (appelsínugul kort): 
ÍSLAND-PORTÚGAL - https://tix.is/is/specialoffer/pitifa2lqbzx4

Handhafar blárra aðgöngukorta fyrir 2 nálgast miða hér:
2 miðar fyrir KKÍ-korthafa (blá kort):
ÍSLAND-PORTÚGAL - https://tix.is/is/specialoffer/3cwxunnccc4l4

Almenn miðasala fer fram á TIX:is:
Ísland - Portúgal: https://tix.is/is/event/8465/

Í reglugerð um aðgönguskírteini segir meðal annars:
„Þegar um bikarúrslit og landsleiki er að ræða getur KKÍ krafist þess að rétthafar skírteina sæki aðgöngumiða gegn framvísun skírteinis og gilda þá ekki aðgönguskírteinin sjálf. Slíkt fyrirkomulag skal auglýst á heimasíðu KKÍ sem og í tölvupósti til félaga KKÍ.“

#korfubolti