29 nóv. 2019

Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í einu agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.

Agamál 25/2019-2020
„Með vísan til ákvæðis 4. mgr. 8. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, er kæra sem barst þann 21. nóvember sl., þar sem kærð var háttsemi í leik Hamars B og Breiðabliks B í 3. deild karla mfl., sem leikinn var þann 16. nóvember sl., vísað frá aga- og úrskurðarnefnd.“