29 nóv. 2019Um helgina munu þjálfarar landsliða fyrir sumarið 2020 boða sína æfingahópa fyrir U15, U16 og U18 landsliðin formlega til æfinga milli jóla og nýárs.

Á mánudaginn kemur 2. desember verða svo hóparnir tilkynntir formlega til félaganna og á kki.is opinberlega.

Yngri landslið Íslands verða boðuð til æfinga milli jóla og nýárs í ár að venju og æfa U15, U16 og U18 liðin þrjá daga hvert dagana 27.-30. des. auk þess sem mælingar verða teknar í samstarfi við meistaranema í íþróttafræði við HR.

Jólaæfingarnar eru upphafið af landsliðsverkefnum KKÍ en liðin leika í sumar á mótum, bæði NM U16 og U18 liða, U15 ára móti í Kaupmannahöfn sem og FIBA EM mótum hjá U16 og U18 liðunum. U20 hópar verða tilkynntir einnig í næstu viku en þeir æfingahópar geta tekið breytingu út tímabilið en U20 liðin taka eingöngu þátt á EM, strákar í júlí og stelpur í ágúst.


#korfubolti