9 jan. 2020

Mál nr. 36_Úrskurður (002).pdfMál nr. 36_Úrskurður (002).pdfAga- og Úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í þremur málum

Agamál 34/2019-2020
"Með vísan til ákvæðis a. liðar 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Jamal K. Olasawere, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik ÍR gegn Grindavík í Dominos deild mfl. kk., sem fram fór þann 28. nóvember 2019. Það er tekið fram að málsmeðferð dróst á langinn, en slíkt getur almennt haft áhrif á ákvörðun agaviðurlaga, en í ljósi þess að um er ræða vægustu agaviðurlög skv. reglugerð um aga- og úrskurðarnefnd hafði það ekki áhrif í þessu máli."

Agamál 36/2019-2020
"Með vísan til ákvæðis j) liðar 13. gr. reglugerðarinnar, sbr. til hliðsjónar c) lið 13. gr. reglugerðarinnar, skal hinn kærði sæta tveggja leikja banni vegna hins kærða atviks. Hinn kærði, Jamal K. Olasawere, skal sæta tveggja leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik Tindastóls og Grindavíkur í Dominos deild karla sem fram fór á Sauðárkróki þann 19. desember 2019."

Hér má lesa úrskurðinn í heild sinni.

Agamál 38/2019-2020
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Flenard Whitfield, leikmaður Hauka, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Þórs Akureyri og Hauka í Dominos deild karla, sem leikinn var 5. janúar 2020.