13 feb. 2020

KR-ingar leika til úrslita í úrslitum Geysisbikars kvenna er þær lögðu Val í mögnuðum framlengdum leik 99-104.

Frá upphafi var mikil barátta í báðum liðum og liðin voru að skora mikið og fá á sig mikið af villum.

Í lokin virtust KR-ingar vera að landa þessu en Valskonur með ótrúlegri spilamennsku náðu að knýja fram framlengingu.

Í framlengingunni voru bæði lið að sýna flotta takta og skora mikið. En að lokum var það KR sem kláraði leikinn er þær fóru fimm stig yfir og þeim mun náði Valur ekki.

Stigahæst hjá KR var Hildur Björg Kjartansdóttir með 37 stig og hjá Val var Kiana Johnson með 30 stig.

KR-ingar eru komnir í Höllina og mæta annað hvort Skallagrím eða Haukum.

Tölfræði leiksins