16 feb. 2020

Loka úrslitaleikur helgarinnar var leikur Keflavíkur og KR í 9. flokki stúlkna. Eftir jafnar fyrstu mínútur tóku Keflavíkingar öll völd á vellinum og keyrðu upp muninn.

Á endanum vann Keflavík 25 stiga sigur 70-45 en þær leiddu mesta allan leikinn.

Í leikslok var Jana Falsdóttir valin maður leiksins en hún var einu frákasti frá þrennu. Hún va rmeð 20 stig, 11 stolna bolta og níu fráköst.

Tölfræði leiksins

Til hamingju Keflavík