13 maí 2020

Miðvikudaginn 27. maí stendur KKÍ fyrir árlegum dagatalsfundi sínum í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Fundurinn hefst kl. 17:30.

Að venju verður farið yfir keppnisdagatal komandi keppnistímabils sem og aðra mikilvæga þætti sem snúa að mótahaldi, starfi og reglugerðum sambandsins. Öll félög eru eindregið hvött til að senda fulltrúa sinn á fundinn, en bent er á að aðeins einn fulltrúi frá hverju félagi getur mætt svo hægt verði að gæta að reglum um sóttvarnir. Fulltrúar félaga geta boðað komu sína á fundinn með því að senda tölvupóst á kki@kki.is.