29 jún. 2020

Stjórn KKÍ samþykkti á fundi sínum í síðustu viku hvar umferðir í Íslandsmóti minnibolta 10 og 11 ára verða leiknar á komandi leiktíð.

Í keppni 11 ára verða leiknar fimm umferðir, en fyrstu mótin fara fram helgina 26.-27. september 2020. Þá leika drengir hjá Fjölni í Grafaravogi og stúlkur hjá Vestra á Ísafirði, en þetta er í fyrsta sinn sem leikið verður samkvæmt þessu fyrirkomulagi á Vestfjörðum. Íslandsmóti 11 ára drengja og stúlkna lýkur á Akureyri í maí 2021.

Í keppni 10 ára verða leiknar fjórar umferðir, en fyrstu mótin fara fram helgina 10.-11. október 2020. Þá leika drengir í Keflavík og stúlkur hjá Haukum í Hafnarfirði. Íslandsmóti 10 ára drengja og stúlkna lýkur á Sauðárkróki í maí 2021.