1 júl. 2020

KKÍ stendur fyrir keppni í 2. deild kvenna tímabilið 2020-2021 eins og síðustu ár.

Í vetur verður keppt helgarnar 17.-18. október og 17.-18. apríl, en hægt verður að skrá sig á aðra helgina eða báðar, allt eftir því hvað hentar hverju liði.

Nokkrar breytingar hafa verið innleiddar á keppni 2. deildar kvenna frá því sem áður hefur verið, en þar má helst telja:

  • styttri leikir, 2x7 mín leikir með gangandi klukku
  • skráning á hvora keppnishelgi fyrir sig

Vonir standa til að þessar breytingar auðveldi hópum að skrá sig til leiks í 2. deild kvenna og fjölgi þannig þátttökuliðum. Öll lið sem skrá sig til leiks verða að vera innan ÍSÍ.

Skráning fyrir fyrri keppnishelgina stendur yfir 10.-30. september næstkomandi, en sá skráningargluggi verður auglýstur sérstaklega þegar nær dregur.