11 jan. 2021

Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðin tímabundið til starfa á skrifstofu KKÍ, en hún mun helst aðstoða við skipulagningu móta yngri flokka, auk annarra mótaverkefna. Sólveig hóf störf í dag, 11. janúar og er ráðin til sex mánaða með ráðningarstyrk frá VMST.
 
Sólveig ætti að vera flestum körfuboltaunnendum góðkunn, enda lék hún í úrvalsdeild kvenna í nokkur ár og er auk þess einn af landsleikjahærri leikmönnum kvennalandsliðsins.
 
Sólveig er með póstfangið solveig@kki.is.
 
Við bjóðum Sólveigu velkomna til starfa.