13 jan. 2021Í kvöld hefst keppni að nýju í Domino's deild kvenna og fara fram fjórir leikir. Það er mikið fagnaðarerindi að körfuboltinn sé að hefjast á nýjan leik en keppni hefur verið stopp frá því snema í október eða í 99 daga.

Sérstök athygli er vakin á því að áhorfendabann gildir í keppni allra flokka og deilda í augnablikinu skv. nýjustu sóttvarnarreglum. Leikir kvöldsins verða í lifandi tölfræði á kki.is.

Stöð 2 Sport sýnir tvo leiki beint í kvöld. Fyrst er það Fjölnir-Haukar kl. 18:15 á dagskránni og svo tekur við Valur-Skallagrímur kl. 20:15. 

🍕 Domino's deild kvenna
🗓 Mið. 13. janúar
🆚 4 leikir
🖥 LIVEstatt á kki.is

⏰ 18:15
🏀 FJÖLNIR-HAUKAR ➡️📺 Sýndur beint á Stöð 2 Sport

⏰ 19:15
🏀 BREIÐABLIK-KEFLAVÍK
🏀 SNÆFELL-KR

⏰ 20:15
🏀 VALUR-SKALLAGRÍMUR➡️📺 Sýndur beint á Stöð 2 Sport

📲 #korfubolti 📲 #dominosdeildin