15 jún. 2023Í dag er komið að upphafi EM kvenna, EuroBasket Women's 2023, en Ísland tók þátt í undankeppninni með Spáni, Ungverjalandi og Rúmeníu og hafnaði í þriðja sæti riðilsins. Spánn og Ungverjaland lentu í fyrsta og öðru sæti undanriðilsins og leika á EM í ár. Það verður spennandi að fylgjast með framgöngu þeirra, en spænska liðið er talið líklegt til sigurs á mótinu og Ungverjar eru með sterkt lið einnig.

Leikið verður í tveim borgum í riðlakeppninni, í Ljubiana í Slóveníu, og Tel Aviv í Ísrael, og svo fara úrslitin fram í Slóveníu.

Hægt er að fylgjast með lifandi tölfræði frá öllum leikjum mótsins og hægt er að kaupa streymiáskrift á netinu einnig að öllum leikjum mótsins.

Heimasíða mótsins: Fréttir, leikir, tölfræði og myndir:
www.fiba.basketball/womenseurobasket/2023

Streymiáskrift:
www.courtside1891.basketball

Hægt er að fletta upp mótinu á samfélagsmiðlum undir merkinu:

#EuroBasketWomen