19 jún. 2023

Í gær hófu okkar stúlkur NM 2023 með sigri á Noregi 90:62. Emma Hrönn Hákonardóttir var stigahæst með 20 stig og næstar voru í stigaskorun þær Hildur Björk Gunnsteinsdóttir með 13 stig, Dzana Crnac var með 12 stig, Anna Margrét Hermannsdóttir var með 11 stig og Sara Líf Boama var með 10 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar.

Næsti leikur er gegn Danmörku kl. 14:00 (að íslenskum tíma) en þær töpuðu fyrir Svíþjóð í gær í sínum fyrsta leik. Þá mættust Eistland og Finnland í sínum fyrsta leik sem Finnlandi vann.

Hægt er að fylgjast með tölfræði á heimasíðu mótsins hérna og sjá stöðu, tölfræði og annað frá mótinu.

Dagskrá liðsins:
18. júní: Ísland 90:62 Noregur
19. júní: Ísland-Danmörk
20. júní: Ísland-Finnland
21. júní: Ísland-Svíþjóð
22. júní: Ísland-Eistland

Heimasíða mótsins:
nordicchampionship.cups.nu/en/start

Lifandi tölfræði:
FIBA Livestats · Genius Sports

Yfirlit: Dagskrá og úrslit og staða:
nordicchampionship.cups.nu/2023,en/result/categories/41576432

Streymi: (gjald)
baskettv.se/nordicchamps-swe

Áfram Ísland!