27 jún. 2023

Íslensku landsliðin í U16 ára drengja og stúlkna ferðuðust til Finnlands í dag þar sem þau munu keppa á NM 2023 og eru búin að koma sér fyrir úti. Keppt verður í Kisakallio að venju fyrir utan Helsinki að venju og hefjast leikar á fimmtudaginn og lýkur 4. júlí. Íslensku liðin leika fimm leiki á mótinu hvert, gegn Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Noregi og Eistlandi.

Hægt verður að fylgjast með lifandi tölfræði frá mótinu sem og kaupa streymisaðgang einnig fyrir áhugasama gegn vægu gjaldi.


Streymi: gegn gjaldi
https://solidsport.com/nordicchamps

Statt: frítt
https://www.basket.fi/basket/

Þá verður karfan.is á mótinu og flytur fréttir frá mótinu einnig á sínum veitum.

Dómarar Íslands á mótinu eru þeir Ingi Björn Jónsson, Daníel Steingrímsson ogAnton Elí Einarsson og þá er Aðalsteinn Hjartarson dómaraþjálfari og verður með utanumhald og eftirgjöf auk dómarafræðslu fyrir alla dómara landana. 

U16 drengja · Íslenska liðið er þannig skipað:
Atli Hrafn Hjartarson · Stjarnan
Bjarki Steinar Gunnþórsson · Stjarnan
Björn Skúli Birnisson · Stjarnan
Eiríkur Frímann Jónsson · Skallagrímur
Frosti Valgarðsson · Haukar
Guðlaugur Heiðar Davíðsson · Stjarnan
Haukur Steinn Pétursson · Stjarnan
Heimir Gamalíel Helgason · Njarðvík
Kristófer Breki Björgvinsson · Haukar
Logi Guðmundsson · Breiðablik
Magnús Sigurðsson · Ármann
Orri Guðmundsson · Breiðablik

Þjálfari: Snorri Örn Arnaldsson
Aðstoðarþjálfarar: Sigurður Friðrik Gunnarsson og Friðrik Hrafn Jóhannesson

U16 stúlkna · Íslenska liðið er þannig skipað:
Arndís Rut Matthíasdóttir · KR
Ásdís Elva Jónsdóttir · Keflavík 
Bára Björk Óladóttir · Stjarnan
Brynja Líf Júlíusdóttir · Höttur
Elísabet Ólafsdóttir · Stjarnan
Hanna Gróa Halldórsdóttir · Keflavík
Heiðrún Björg Hlynsdóttir · Stjarnan
Ísold Sævarsdóttir · Stjarnan
Jóhanna Ýr Ágústsdóttir · Þór Þorlákshöfn
Kolbrún María Ármannsdóttir · Stjarnan
Lilja Skarpaas Þórólfsdóttir · Ármann
Ólöf María Bergvinsdóttir · Grindavík

Þjálfari: Danielle Rodriguez
Aðstoðarþjálfarar: Daði Steinn Arnarsson og Viktor Marinó Alexandersson

#korfubolti