6 júl. 2023U20 ára landslið karla eru nú á Krít í Grikklandi þar sem A-deild Evrópumóts FIBA fer fram í ár í borginni Heraklion. Keppni hefst á laugardaginn en Ísland leikur í riðli með Frakklandi, Slóveníu og Þýskalandi og á fyrsta leik gegn Slóveníu. Eftir riðlakeppnina verður leikið um sæti 1.-8. og 9.-16. 

Aðeins 16 bestu þjóðir Evrópu leika í A-deild á hverju ári og því mikið afrek að leika í deild þeirra bestu en þetta er í þriðja sinn sem Ísland á lið í A-deild U20 karla.

Keppnin stendur yfir frá 8.-16. júlí.

Hægt er að sjá allt um mótið, dagskrá leikja, riðla og stöðu, lifandi tölfræði og opið beint streymi frá öllum leikjum á heimasíðu FIBA U20 EM mótsins:
www.fiba.basketball/europe/u20/2023

Íslenska U20 karla liðið er skipaði eftirtöldum leikmönnum:
Ágúst Goði Kjartansson · Uni Basket Padeborn, Þýskaland
Alexander Óðinn Knudsen · Haukar
Almar Orri Atlason · Bradley, USA
Elías Bjarki Pálsson · Njarðvík
Eyþór Lár Bárðarson · Tindastóll
Ísak Örn Baldursson · Fjölnir
Jonathan Cole Sigurdsson · Brunswick, USA
Kristján Fannar Ingólfsson · Stjarnan
Ólafur Ingi Styrmisson · Keflavík
Orri Gunnarsson · Haukar
Sölvi Ólason · Breiðablik
Tómas Valur Þrastarson · Þór Þorlákshöfn

Daníel Ágúst Halldórsson, Haukum, meiddist á NM og missir því af EM mótinu.

Þjálfari: Pétur Már Sigurðsson
Aðstoðarþjálfarar: Hlynur Bæringsson og Dino Stipcic