26 júl. 2023

Viðar Örn Hafsteinsson lauk á dögunum FECC þjálfaranámi FIBA, en námið stendur yfir í þrjú sumur.

Um er að ræða mjög metnaðarfullt nám sem íslenskir þjálfarar sækja um til KKÍ, en annað hvert ár fær sambandið eitt til tvö sæti úthlutað. Stífar kröfur eru gerðar í hverri lotu um ýmis verkefni, bókleg og verkleg en mjög færir þjálfarar og fyrirlesarar taka þátt frá FIBA og kenna í prógramminu.

Viðar er tíundi íslenski þjálfarinn sem klárar FECC námið, en áður hafa Einar Árni Jóhannsson (2011), Hjalti Þór Vilhjálmsson (2013), Lárus Jónsson (2013), Ágúst S. Björgvinsson (2015), Ingi Þór Steinþórsson (2015), Hallgrímur Brynjólfsson (2018), Margrét Sturlaugsdóttir (2019), Sævaldur Bjarnason (2019) og Snorri Örn Arnaldsson (2022) lokið FECC náminu.

KKÍ óskar Viðari til hamingju með áfangann.