27 júl. 2023Nú er íslenska karlalandsliðið í dag á leið í ferðalag út á æfingamótið í Ungverjalandi sem fram fer í borginni Kecskemét sem er í um 1 klst. akstri frá Búdapest.

Það mun liðið leika vináttulandsleiki við Ísrael og heimamenn Ungverja næstu daga. 
Við munum færa fréttir af lifandi tölfræði og öðru sem verður í boði þegar út er komið og senda ykkur.

Dagskráin:
29. júlí: 16.00 (ísl tími):   ISR-ISL
30. júlí: 15.00 (ísl tími):   HUN-ISL

Landslið Íslands verður þannig skipað á mótinu:

Nafn · Lið (skráð hjá KKÍ) · Landsleikir
Hilmar Smári Henningsson · Haukar · 9
Jón Axel Guðmundsson · Victoria Libertas Pesaro, Ítalíu · 25
Kristinn Pálsson · Aris Leuuwarden, Hollandi · 26
Orri Gunnarsson · Haukar · Nýliði
Pétur Rúnar Birgisson · Tindastóll · 11
Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Hamar · 60
Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll · 28
Sigurður Pétursson · Breiðablik · Nýliði
Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þorlákshöfn · 9
Tryggvi Snær Hlinason · Bilbao Basket, Spánn · 58
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · Oviedo, Spánn · 22
Ægir Þór Steinarsson (Fyrirliði) · Stjarnan · 80

Martin Hermannsson og Elvar Már Friðriksson verða hvíldir að þessu sinni fyrir mótið í ágúst og þá er Kári Jónsson meiddur og óvíst með hans þátttöku meira í sumar.

Þjálfari: Craig Pedersen
Aðstoðarþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Pavel Ermolinskij.
Sjúkraþjálfari: Valdimar Halldórsson
Fararstjórn: Kristinn Geir Pálsson og Jón Bender