8 ágú. 2023Dregið verður í riðla fyrir EM karla, EuroBasket 2025, í höfuðstöðvum FIBA í Þýskalandi kl. 09:30 í dag. Þá verður einnig dregið í keppni FIBA Europe Cup þar sem Tindastóll er meðal þátttökuliða í forkeppni þeirra keppni. Dregið verður í riðla fyrir EM-kvenna í september.

Bein útsending frá drættinum: www.youtube.com/watch?v=OtfuSJlh0jo

Nánar um dráttinn og keppnina hjá körlunum ásamt um keppnisfyrirkomulagið nánar má finna á:
www.fiba.basketball/eurobasket/2025/qualifiers

EuroBasket-riðlakeppnin verður haldið á Kýpur, í Finnlandi, Lettlandi og Póllandi og úrslitin verða í Lettlandi í kjölfarið. Með góðum árangri í undankeppni HM síðastliðin tvö ár tryggði Ísland sér sæti beint í undankeppni EM sem hefst í febrúar 2024 og dregið verður í á eftir. 

Ísland á möguleika á að lenda með liðum úr styrkleikaflokki 2, 3 og 6 en Ísland er í 7. flokknum. Áttundi flokkurinn eru liðin sem komu upp í gegnum forkeppni að undankeppni EM og fer með styrkleikaflokkum 1, 4, og 5.

Þrjú efstu liðin fara áfram í lokakeppnina en Ísland á eingöngu möguleika á að vera með einum gestgjafa sem er Pólland, en ef Ísland leikur með Póllandi í riðli, verða það tvö efstu liðin fyrir utan Pólland sem gefa sæti á EuroBasket úr riðlinum.

Liðin sem geta því orðið næstu andstæðingar Íslands í undankeppninni verða eftir styrkleikaflokkum eftirfarandi lönd, eitt úr hverjum styrkleikaflokki:

2: Litháen, Grikkland, Ítalía, Þýskaland
3: Tékkland, Pólland, Tyrkland, Svartfjallaland
6: Ungverjaland, Eistland, Holland, Búlgaría
7: ÍSLAND

Svona líta styrkleikaflokkarnir út í heild sinni:
Styrkleikaflokkur 1: Spánn, Frakkland, Serbía, Slóvenía
Styrkleikaflokkur 2: Litháen, Grikkland, Ítalía, Þýskaland
Styrkleikaflokkur 3: Tékkland, Pólland, Tyrkland, Svartfjallaland
Styrkleikaflokkur 4: Finnland, Króatía, Úkraína, Lettland
Styrkleikaflokkur 5: Belgía, Georgía, Ísrael, Bosnía
Styrkleikaflokkur 6: Ungverjaland, Eistland, Holland, Búlgaría
Styrkleikaflokkur 7: Bretland, ÍSLAND, Svíþjóð, Makedónía
Styrkleikaflokkur 8: Portúgal, Danmörk, Slóvakía, Kýpur

Leikið verður árið 2024 dagana 19.-27. febrúar og 18.-26. nóvember og svíðan 17.-25. febrúar 2025 og verða leiknir tveir leikir í hverjum landsliðsglugga.

#korfubolti