10 ágú. 2023Íslenska karlalandsliðiði heldur í dag til Tyrklands þar sem liðið tekur þátt í FIBA OLYMPIC PRE-QUALIFIERS mótinu í Istanbul. 

RÚV mun sýna beint frá leikjum Íslands á mótinu en leikið verður 12. ágúst gegn Tyrklandi, 13. ágúst gegn Úkraínu og 15. ágúst gegn Búlgaríu. 

Keppnisfyrirkomulagið er þannig að Ísland leikur þrjá leiki í fjögurra liða riðli. Efstu tvö liðin fara í undanúrslit og leika 18. ágúst. Þar mæta þau efstu tveim úr hinum riðli keppninnar í Tyrklandi. Þar eru Króatía, Belgía, Svíþjóð og Holland saman í riðli. Liðin sem sigra undanúrslitin fara í úrslitaleikinn 20. ágúst. Eingöngu sigurvegari mótsins fer í aðra umferð keppninnar sem leikin verður næsta sumar þar sem keppt verður um tvö laus sæti á ÓL2024 í París. 

Leiktímar að íslenskum tíma: 
TUR-ISL: 12. ágúst kl. 17:00 · Beint á RÚV
ISL-UKR: 13. ágúst kl. 15:00 · Beint á RÚV
BUL-ISL: 15. ágúst kl. 14:00 · Beint á RÚV

Ein breyting hópnum hefur verið gerð frá æfingamótinu í Ungverjalandi um daginn en Elvar Már Friðriksson, leikmaður PAOK í Grikklandi kemur inn í hópinn fyrir Sigurð Pétursson. Martin Hermannsson á því miður ennþá ennþá við meiðsli að stríða og gat ekki gefið kost á sér að þessu sinni.

ÍSLENSKA LIÐIÐ VERÐUR ÞANNIG SKIPAÐ Á MÓTINU:
Nafn · Lið (skráð hjá KKÍ) · Landsleikir

Elvar Már Friðriksson · PAOK, Grikklandi · 65
Hilmar Smári Henningsson · Haukar · 11
Jón Axel Guðmundsson · Victoria Libertas Pesaro, Ítalíu · 27
Kristinn Pálsson · Aris Leuuwarden, Hollandi · 28
Orri Gunnarsson · Haukar · 2
Pétur Rúnar Birgisson · Tindastóll · 13
Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Hamar · 62
Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll · 30
Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þorlákshöfn · 11
Tryggvi Snær Hlinason · Bilbao Basket, Spánn · 60
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · Oviedo, Spánn · 24
Ægir Þór Steinarsson (Fyrirliði) · Stjarnan · 82

Þjálfari: Craig Pedersen
Aðstoðarþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Pavel Ermolinskij

Teymi:
Valdimar Halldórsson · sjúkraþjálfari
Guðbrandur Sigurðsson · nuddari
Hallgrímur Kjartansson · læknir
Kristinn Geir Pálsson · fararstjóri
Jón Bender · liðssstjóri

Fjölmiðill:
Davíð Eldur Baldursson · karfan.is