17 ágú. 2023Íslenska kvennalandsliðið lagði af stað til Svíþjóðar í dag en framundan eru tveir æfingaleikir við Svíþjóð sem fara fram á föstudag og laugardag. Er þetta liður í undirbúningi fyrir undakeppni EM 2025 sem byrjar í nóvember.
Dregið verður um hverjir andstæðingar Íslands verða um miðja september.  

Leikið verður í Södertalje þar sem NM fór fram í ár hjá yngri liðunum og verða færðar fréttir af streymi og tölfræði þegar nær dregur eftir því hvað verður í boði frá leikjunum.

Íslenska liðið er þannig skipað í vináttulandsleikjunum:
Þóra Kristin Jónsdóttir · AKS Falcon, Danmörku · 29
Emelía Ósk Gunnarsdóttir · Keflavík · 11
Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík · 6
Birna Valgerður Benónýsdóttir · Keflavík · 7
Thelma Dís Ágústsdóttir · Keflavík · 16
Sólrún Inga Gísladóttir · Haukar · Nýliði
Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur · 16
Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur · 10
Hanna Þráinsdóttir · ÍR · Nýliði
Þóranna Hodge-Carr · Iona Collage, USA · 5
Sara Líf Boama · Valur · Nýliði
Eva Wium Elíasdóttir · Þór Akureyri · Nýliði

Þjálfari: Benedikt Rúnar Guðmundsson
Aðstoðarþjálfarar: Halldór Karl Þórsson og Ólafur Jónas Sigurðsson
Sjúkraþjálfari: Sædís Magnúsdóttir
Fararstjóri KKÍ: Sigrún Ragnarsdóttir