7 mar. 2024

Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í tveimur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.

Agamál 31/2023-2024

Með vísan til ákvæðis c-liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskarðarmál skal hinn kærði, Oliver Þór Stefánsson, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Aftureldingar og Þór/Hamar í 10. flokki drengja, sem fram fór þann 24. febrúar 2024.

Agamál 32/2023-2024

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Kristófer Kári Arnarsson, leikmaður Þróttar Vogum, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Þórs Akureyri gegn Þrótti Vogum, sem fram fór þann 3 mars 2024.