Íslenska kvennalandsliðið mætir í kvöld landsliði Bosníu í sínnum síðasta leik í riðlakeppninni í undankeppninni fyrir EM kvenna 2019. Lokamótið fer fram næsta sumar í Serbíu og Lettlandi.

Leikurinn hefst kl. 19:45 í Laugardalshöllinni og verður í beinni útsendingu á RÚV2.
Miðasala á leikinn er á Tix:is hérna.

Íslenska liðið er án stiga en Bosnía er í baráttu um 1.-2. sæti riðilsins ásamt Slóvakíu og Svartfjallalandi sem mætast einnig í kvöld.

Stelpurnar okkar munu mæta ákveðnar til leiks og ætla að klára keppnina með góðum leik. Í kvöld mun Helena Sverrisdóttir leika sinn 70. landsleik. Aðeins Birna Valgarðsdóttir (76 leikir) og aðstoðarþjálfari landsliðsins í dag, Hildur Sigurðardóttir (79 leikir) hafa leikið fleiri leiki fyrir Íslands hönd. 

Ein breyting hefur verið gerð á leikmannahópi liðsins frá því í leiknum gegn Slóvakíu en Sóllilja Bjarnadóttir frá Breiðablik kemur inn í liðið í stað Birnu Benónýsdóttur frá Keflavík.

Leikmannahópurinn er því þannig skipaður gegn Bosníu:

# Leikmaður Félag Staða Hæð F. ár Landsleikir
1 Bríet Sif Hinriksdóttir Stjarnan B 174 1996 1
3 Unnur Tara Jónsdóttir KR F 178 1989 4
4 Helena Sverrisdóttir Valur F 184 1988 69
5 Hildur Björg Kjartansdóttir Celta de Vigo F 188 1994 24
6 Hallveig Jónsdóttir Valur B 180 1995 13
8 Embla Kristínardóttir Keflavík B 170 1995 15
9 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir Skallagrímur F 181 1988 52
10 Gunnhildur Gunnarsdóttir Snæfell F 176 1990 28
13 Þóra Kristín Jónsdóttir Haukar B 173 1997 9
22 Berglind Gunnarsdóttir Snæfell F 177 1992 20
23 Sóllilja Bjarnadóttir Breiðablik B 175 1995 4
24 Guðbjörg Sverrisdóttir Valur B 180 1992 17

Þjálfari: Ívar Ásgrímsson
Aðstoðarþjálfari: Hildur Sigurðardóttir
Leikmannagreining: Sævaldur Bjarnason
Styrktarþjálfarar: Arnar Sigurjónsson og Bjarki Rúnar Sigurðsson
Sjúkraþjálfari: Sædís Magnúsdóttir

#korfubolti #eurobasketwomen