Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Leikdagar í úrslitum Domino´s deildar karla

18 apr. 2019Í úrslitum Domino´s deildar karla verða lið KR og ÍR. Hefjast úrslitin 23. apríl.Meira
Mynd með frétt

Undanúrslit Domino's deildar karla · Oddaleikur í kvöld

18 apr. 2019Í kvöld ræðst það hvaða lið leikur til úrslita í Domino's deild karla í ár þegar Stjarnan og ÍR mætast í hreinum úrslitaleik um sigurinn í undanúrslitarimmu sinni. Staðan í einvígi liðanna er 2-2 og því allt undir í kvöld. Það lið sem sigrar fer í lokaúrslitin og mætir þar KR sem tryggðu sér sigur í sinni seríu á mánudaginn gegn Þór Þorlákshöfn. Vinna þarf þrjá leiki þar til að hampa íslandsmeistaratitlinum í ár. Leikurinn í kvöld hefst kl. 19:15 og Stöð 2 Sport sýnir beint frá Mathús Garðabæjar höllinni.Meira
Mynd með frétt

Leikdagar í úrslitum Domino´s deildar kvenna

17 apr. 2019Það verða Valur og Keflavík sem mætast í úrslitum Domino´s deild kvenna.Meira
Mynd með frétt

Álftanes sigurvegarar 2. deildar karla

17 apr. 2019Það var fullt hús og frábær stemning á Álftanesi í gær er úrslitaleikur 2. deildar karla fór fram.Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 17.04.2019

17 apr. 2019Aga- og úrskurðarnefnd komst að eftirfarandi niðurstöðu.Meira
Mynd með frétt

Undanúrslit Domino's deildar kvenna · Oddaleikur í kvöld

17 apr. 2019Í kvöld er komið að úrslitastundu í Domino's deild kvenna þegar Keflavík og Stjarnan mætast í hreinum úrslitaleik um sæti í lokaúrslitunum en staðan í einvígi liðanna er 2-2. Leikurinn hefst kl. 19:15 og fer fram í Blue-höllinni í Keflavík. Það lið sem sigrar í kvöld mætir Val í úrslitununum um íslandsmeistaratitilinn 2019. Stöð 2 Sport verður á vellinum og sýnir beint frá leiknum.Meira
Mynd með frétt

Þjálfaranámskeið í ágúst · Ettore Messina og Stan Van Gundy til landsins

16 apr. 2019KKÍ kynnir með stolti frábært þjálfaranámskeið í þjálfaramenntun KKÍ, hluta 3.b, sem fram fer í ágúst hér á landi þegar tvö risanöfn í þjálfaraheiminum mæta til landsins og miðla þekkingu sinni til íslenskra þjálfara. Þetta eru þeir Ettore Messina, aðstoðarþjálfari NBA-liðsins San Antonio Spurs og fyrrverandi landsliðsþjálfara Ítalíu sem verður annar aðalfyrirlesari námskeiðisins ásamt hinum litríka Stan Van Gundy, fyrrum aðalþjálfara Detroit Pistons og síðar yfirmanni körfuboltamála hjá félaginu. Hann er einnig fyrrum aðalþjálfara Miami Heat og Orlando Magic, en hjá Magic fór hann með liðið í úrslit NBA-deildarinnar árið 2009.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · Undanúrslit - Leikir 4

15 apr. 2019Í kvöld eru tveir risaleikir í undanúrslitum Domino's deildar karla þegar Þór Þ. tekur á móti KR og ÍR fá Stjörnuna í heimsókn. Um er að ræða fjórðu leiki liðanna en KR og ÍR leiða sín einvígi 2-1. Þau lið sem fyrr sigra þrjá leiki tryggja sér sæti í lokaúrslitunum í ár. Nái Þór Þ. og Stjarnan í sigur í kvöld mun þurfa oddaleik til að skera úr um hvaða lið fara í úrslitin og fara þeir fram á fimmtudaginn kemur ef til þeirra kemur.Meira
Mynd með frétt

Úrslit EuroCup í kvöld · Oddaleikur í Valencia

15 apr. 2019Í kvöld munu Valencia og Alba Berlin leika hreinan úrslitaleik um sigurinn í EuroCup í Valencia á Spáni. Martin Hermannsson og félagar í Alba tryggðu sér oddaleik með sigri á heimavelli á föstudaginn. Martin er annar íslenski leikmaðurinn til að leika til úrslita í keppninni með sínu félagsliði en Jón Arnór Stefánsson gerði það árið 2005 með Dynamo St. Petersborg þegar þeir unnu keppnina. Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 15.04.2019

15 apr. 2019Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir eitt mál.Meira
Mynd með frétt

Undanúrslit Domino's deildar kvenna · Leikir 2 í kvöld

14 apr. 2019Í kvöld er boðið upp á frábært körfuboltakvöld þegar tveir leikir fara fram í undanúrslitum kvenna. Báðir leikir kvöldsins verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Fyrri leikur kvöldsins er 4. leikur KR og Vals í DHL-höllinni kl. 18:00 og svo á eftir honum tekur við 4. leikur Stjörnunnar og Keflavíkur í Garðabænum kl. 20:00. Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 13.04.2019

13 apr. 2019Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir eftirfarandi mál.Meira
Mynd með frétt

Undanúrslit Domino's deildar karla · KR-ÞÓR Þ. í kvöld - Leikur 3

13 apr. 2019KR og Þór Þ. mætast í kvöld í sínum þriðja leik í undanúrslitum karla í Domino's deildinni. Leikurinn hefst kl. 20:00. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og verður KR með BBQ-borgara á sínum stað frá kl. 18:00 í félagsheimilinu fyrir áhugasama. Staðan í einvígi liðanna er 1-1 og því spennandi leikur framundan í kvöld.​Meira
Mynd með frétt

Martin Hermannsson leikur til úrslita í EuroCup í kvöld

12 apr. 2019Martin Hermannsson og liðsfélagar í Alba Berlin leika annan leik sinn gegn spænska liðinu Valencia í kvöld kl. 18:00 að íslenskum tíma. Staðan í lokaúrslitum keppinnar er 1-0 fyrr Valencia en það lið sem fyrr vinnur tvo leiki verður EuroCup-meistari 2019. Nái Alba Berlin að sigra í kvöld verður leikið til úrslita í hreinum úrslitaleik í Valencia á mánudaginn. Leikurinn í kvöld fer fram á heimavelli Alba í Mercedes Benz-Arena, sem er sama höll og landsliðið lék í á EuroBasket 2015. Lifand tölfræði er að finna á heimasíðu keppninnar og þeir sem hafa aðgang að Eurosport rásinni geta horft á leikinn beint. #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · STJARNAN-ÍR leikur 3 í kvöld

12 apr. 2019Komið er að þriðja leik Stjörnunnar og ÍR í undanúrslitum Domino's deildar karla. Leikurinn fer fram í Mathús Garðabæjar höllinni í Ásgarði kl. 19:15. Stöð 2 Sport verður á staðnum og sendir beint út frá leiknum. Staðan í einvígi liðanna er 1-1 og sjá má stöðuna, dagskrá einvígja í undanúrslitunum hérna á úrslitakeppnissíðu Domino's deildar karla.Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 11.04.2019

11 apr. 2019Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir eftirfarandi mál.​Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna · VALUR-KR í kvöld · Leikur 3

11 apr. 2019Í kvöld kl. 18:00 er komið að þriðja leik Vals og KR í undanúrslitum Domino's deildar kvenna. Leikurinn fer fram í Origo-höllinni að Hlíðarenda og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Staðan er 2-0 fyrir Val en það lið sem fyrr nær í þrjá sigurleiki fer áfram í lokaúrslitin í ár.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna · Keflavík-Stjarnan í kvöld

10 apr. 2019Í kvöld er komið að þriðja leik liðanna í undanúrslitum Domino's deildar kvenna. Liðin mætast í Blue-höllinni í Keflavík kl. 19:15 og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Staðan í einvíginu er 2-0 fyrir Stjörnuna en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer í lokaúrslitin.Meira
Mynd með frétt

Fjölnir-Grindavík í kvöld · Lokaúrslit 1. deildar kvenna

10 apr. 2019Í kvöld er komið að þriðja leik Fjölnis og Grindavíkur í lokaúrslitum 1. deildar kvenna. Staðan í einvígi liðanna eftir tvo leiki er 2-0 fyrir Grindavík. Fjölnir þarf því að vinna næstu þrjá leiki en sigri Grindavík einn leik til viðbótar fara þær upp um deild og leika í Domino's deildinni að ári. Leikurinn hefst kl. 19:15 og fer fram á heimavelli Fjölnis í Dalhúsum í Grafarvogi. Lifandi tölfræði á kki.is. #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

1. deildir · Úrslitakeppnir karla og kvenna

9 apr. 2019Úrslitakeppnir 1. deilda karla og kvenna standa nú yfir og eru lokaúrslitin í fullum gangi. Hjá konum hefur Grindavík 2-0 forskot á Fjölni en liðin mætast í Grafarvoginum á morgun miðvikudag kl. 19:15. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki leikur í Domino's deild kvenna á næsta tímabili. Hjá körlunum leika Fjölnir og Hamar til úrslita og mætast liðin í kvöld í leik tvö í Hveragerði kl. 19:15. Fjölnir vann fyrsta leik liðanna en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki leikur í efstu deild að ári.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira