Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Rúnar Birgir á fundi yfireftirlitsmanna

12 jún. 2019Rúnar Birgir Gíslason á fundi hjá FIBA þar sem yfireftirlitsmenn á sumarmótum FIBA Europe í sumar hittust.Meira
Mynd með frétt

Afreksbúðir 2019 · Fyrri helgin 8.-9. júní

11 jún. 2019Afreksbúðir KKÍ og Kristals, fyrir leikmann fædda árið 2005, fór fram um helgina í Orgio-höllinni hjá Val að Hlíðarenda. Um 55 leikmenn hjá hvoru kyni voru boðaðir til æfinga og æfðu fjórum sinnum um helgina, tvisvar laugardag og tvisvar sunnudag. Krakkarnir stóðu sig frábærlega um helgina og Kristall frá Ölgerðinni gaf öllum Errea-boli merkta ÍSLAND-KÖRFUBOLTI og KRISTALL sem krakkarnir voru mjög ánægð með.Meira
Mynd með frétt

U20 ára lið karla · Sumarið 2019

6 jún. 2019Ágúst S. Björgvinsson og aðstoðarþjálfarar hans, Halldór Steingrímsson og Oddur Benediktsson, hafa valið 12 manna landslið U20 karla fyrir verkefni sumarsins. Evrópumót FIBA Europe fer fram í Matoshinos á Portúgal dagana 12.-21. júlí.Meira
Mynd með frétt

U20 ára lið kvenna · Sumarið 2019

6 jún. 2019Þjálfari og aðstoðarþjálfarar U20 ára liðs kvenna hafa valið sitt endanlegt lið fyrir sumarið. 12 leikmenn fara á Evrópumót FIBA Europe sem fram fer í sumar í Prishtina í Kosóvó dagana 3.-11. ágúst. Þar hefur Ísland leik í riðli Pétur Már Sigurðsson er þjálfari liðsins og honum til aðstoðar eru Ólafur Jónas Sigurðsson og Danielle Rodriguez. Meira
Mynd með frétt

Æfingahópur barna með sérþarfir verðlaunuð af KKÍ, ÍF og Errea

5 jún. 2019Í gær, þriðjudaginn 4. júní, kom góður hópur saman í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Tilefnið var að að KKÍ, ÍF og Errea afhentu börnum með sérþarfir sem hafa æft körfubolta í vetur landsliðsbúning merktan hverjum og einum ásamt landsliðs hettupeysu merkta ÍSLAND-KÖRFUBOLTI og var mikil ánægja hjá krökkunum með gjafirnar. Þetta er í fyrsta sinn sem krakkar með sérþarfir æfa skipulega körfubolta en þau hafa æft hjá Haukum að Ásvöllum í Ólafssal. Kristinn Jónasson og Thelma Þorbergsdóttir komu verkefninu af stað og hafa stýrt því með dugnaði sínum og áhuga.Meira
Mynd með frétt

Smáþjóðaleikarnir 2019 · Kvennaliðið hlýtur silfur og karlaliðið brons

1 jún. 2019Nú eru öllum leikjum Íslands lokið á Smáþjóðaleikunum 2019 í Svartfjallalandi og eftir tvo sigurleiki hjá okkar liðum á karla og kvennaliði Kýpverja þá er ljóst að kvennaliðið hafnar í öðru sæti, með einn tapleik gegn heimastúlkum og fjóra sigurleiki og strákarnir lenda í þriðja sæti með tvo sigra og tvö töp, sigra gegn Möltu og Kýpur og töp gegn Lúxemborg og Svartfjallalandi. Verðlaunafhending fer fram í kvöld og birtum við myndir af því á facebook-síðu okkar á eftir ásamt umfjöllunum um leikina tvo.Meira
Mynd með frétt

Úrvalsbúðir · Fyrri helgin 1.-2 júní

31 maí 2019Um helgina hafa um 750 ungir leikmenn drengja og stúlkna verið boðuð til æfinga í Úrvalsbúðum KKÍ en síðustu sumur hefur KKÍ staðið fyrir æfingabúðum fyrir úrvalshóp ungmenna. Þangað hafa leikmenn verið boðaðir af þjálfurum sínum úr hverju félagi og fengið boðsbréf sent heim. Úrvalshópurinn er undanfari yngri landsliða Ísland þar sem unglingalandsliðsþjálfarar ásamt vel völdum gestaþjálfurum fara yfir ýmis tækniatriði og stjórna stöðvaæfingum þar sem meðal annars verða æfð skottækni, sendingar, boltameðferð og sóknarhreyfingar.Meira
Mynd með frétt

Smáþjóðaleikarnir 2019 · Ísland lagði lið Mónakó í keppni kvenna

31 maí 2019Einn leikur fór fram í dag í keppni kvenna á Smáþjóðaleikunum en íslenska liðið lék gegn liði Mónakó. Stelpurnar okkar tóku sér fyrsta leikhlutann í að hitna og koma sér í gang en staðan var 26:23 fyrir Ísland. Í öðrum leikhluta var allt annað að sjá vörn okkar stelpna sem settu í lás og sóttu mun ákveðnara hinum megin á vellinum. Staðan í hálfleik 51:28 og ljóst í hvað stefndi. Næsti leikhluti fór 18:13 og sá síðasti 22:18 og öruggur 91:59 sigur í höfn. Allir leikmenn liðsins komust á blað í leiknum í dag. Embla Kristínardóttir var stigahæst með 14 stig. Helena Sverrisdóttir setti 12 og tók 9 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir setti einnig 12 stig og tók 4 fráköst og Hallveig Jónsdóttir var með 10 stig. Meira
Mynd með frétt

KKÍ Þjálfaranámskeið 2.a. í Ólafssal í Schenker Höllinni í Hafnarfirði.

31 maí 2019Um helgina fór fram KKÍ Þjálfaranámskeið 2.a. í Ólafssal í Schenker Höllinni í Hafnarfirði.Meira
Mynd með frétt

Smáþjóðaleikarnir 2019 · Leikdagur 4

31 maí 2019Í dag er einn leikur á dagskránni á Smáþjóðaleikunum 2019. Kvennaliðið leikur gegn Mónakó kl. 09:00 að íslenskum tíma í dag en strákarnir eiga frídag í dag og leika lokaleik sinn á morgun laugardag, gegn Kýpur, líkt og stelpurnar sem mæta einnig Kýpur. ​​ #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Smáþjóðaleikarnir 2019 · Úrslit á leikdegi þrjú

30 maí 2019Keppni hélt áfram á Smáþjóðaleikunum 2019 í Svartfjallalandi í dag og áttu okkar lið tvo leiki í dagskránni. Stelpurnar byrjuðu daginn á leik gegn Lúxemborg en fyrirfram var búist við að þær ásamt Svartfjallalandi yrðu okkar helstu andstæðingar á mótinu. Stelpurnar okkar byrjuðu vel og fylgdu því eftir frá fyrstu mínútu og höfðu töglin og höldin á andstæðingum sínum. Staðan eftir fysta leikhluta var 19:9 og svo 36:21 í hálfleik. Hildur Björg byrjaði vel með 16 stig í hálfleik og Hallveig kom sterk inn með 8 stig og 7 fráköst. Í seinni hálfleik héldu okkar stelpur áfram og lönduðu flottum sigri 76:48. Þær eiga eftir tvo leiki á mótinu, gegn Mónakó á morgun og svo á laugardaginn gegn Kýpur.Meira
Mynd með frétt

Smáþjóðaleikarnir 2019 · Leikdagur 3

30 maí 2019Í dag er komið að þriðja leikdegi á Smáþjóðaleikunum 2019 sem fram fara í Svartfjallalandi. Fyrst leika stelpurnar kl. 11:15 að íslenskum tíma gegn Lúxemborg og svo strákarnir kl. 18:00 að íslenskum tíma gegn Svartfjallalandi. Því miður er ekki lifandi tölfræði en hún er tekin á leikvellinum fyrir liðin og setjum við inn hálfleikstölur og lokatölur á facebook-síðu KKÍ jafn óðum og hægt er. #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Smáþjóðaleikarnir 2019 · Úrslit á leikdegi tvö

29 maí 2019Í dag hélt keppni í körfuknattleik áfram og áttu okkar lið sitthvorn leikinn. Niðurstaðan varð einn sigur og eitt tap. Strákarnir hófu leik gegn Möltu. Okkar menn byrjuðu vel og voru 22:14 yfir eftir fyrsta leikhluta og 34:21 í hálfleik. Seint í þriðja leikhluta var Ísland 49:30 yfir en Malta setti síðustu 8 stigin og minnkaði muninn. Þeir héldu áfram að sækja í framhaldinu og voru komnir með nokkura stiga forskot þegar rúmar þrjár mínútur lifðu af leiknum. Ísland sýndi mikin karakter með að koma sér inn í leikinn aftur og voru þrem stigum yfir þegar rúmar 6 sekúndur voru eftir. Malta jafnaði og lokaskot Íslands geigaði og því þurfi að framlengja. Meira
Mynd með frétt

Smáþjóðaleikarnir 2019 · Leikdagur 2

29 maí 2019Í dag miðvikudag 29. maí er komið að öðrum leikdegi liðanna okkar á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi. Karlalandsliði hefur leik kl. 15:30 að staðartíma (13:30 að íslenskum) og leikur gegn Möltu. Kvennalandsliðið mætir heimastúlkum svo strax á eftir kl. 17:45 (15:45 að íslenskum tíma). Lifandi tölfræði á að vera frá leikjunum á heimasíðu leikanna, montenegro2019.me en því miður voru leikirnir í gær ekki beint en vonandi ná mótshaldarar að laga það fyrir leiki dagsins. Fréttir af leiknum og myndir detta svo inn á facebook-síðu KKÍ og Instagram KKÍ á morgun á meðan leikjunum stendur.Meira
Mynd með frétt

Smáþjóðaleikarnir 2019 · Úrslit dagsins

28 maí 2019Í dag fóru fram fyrstu leikir mótsins hjá okkar landsliðum. Stelpurnar hófu leik gegn Möltu á þessum leikum. Stelpurnar okkar komu virkilega vel stemmdar til leiks og höfðu þjálfarar liðsins, þeir Benedikt og Halldór Karl, undirbúið liðið vel því okkar stelpur vissu heilmargt um leikstíl og leikmenn liðsins og sáu meistarar síðustu leika aldrei til sólar gegn Íslandi. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 21:9 og í hálfleik var staðan 41:16 okkar stelpum í vil sem voru að leika mjög góða vörn og sóttu á mörgum leikmönnum. Skemmst er frá því að segja að öruggur sigur var niðurstaðan, 61:35. Stigahæstar í dag voru Þóra Kristín Jónsdóttir, Haukum og Hallveig Jónsdóttir, Val, sem voru með 11 stig hvor. Helena Sverrisdóttir, Val, var svo með 10 stig og 9 fráköst.Meira
Mynd með frétt

STJARNAN ER ÍSLANDSMEISTARI Í MINNIBOLTA 11 ÁRA DRENGJA 2019!

28 maí 2019Helgina 18.-19. maí var leikið úrslitamót í minnibolta 11 ára drengja 2019 í Höllinni á AkureyriMeira
Mynd með frétt

ÍR ER ÍSLANDSMEISTARI Í MINNIBOLTA 11 ÁRA STÚLKNA 2019!

28 maí 2019Helgina 18.-19. maí var leikið úrslitamót í minnibolta 11 ára stúlkna 2019 í Síðuskóla á AkureyriMeira
Mynd með frétt

Smáþjóðaleikarnir 2019 · Fyrsti leikdagur á morgun þriðjudag

27 maí 2019Á morgun þriðjudag er komið að fyrsta leikdegi liðanna okkar á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi. Kvennalandsliðið mætir landsliði Möltu í fyrsta leik kl. 11:00 að staðartíma (09:00 heima á Íslandi). Strákarnir okkar eiga svo leik kl. 13:15 að staðartíma gegn Lúxemborg (11:15 að íslenskum tíma). Lifandi tölfræði á að vera frá leikjunum á heimasíðu leikann montenegro2019.meMeira
Mynd með frétt

Smáþjóðaleikarnir 2019 · Íslenski hópurinn í körfuknattleik á leikunum

26 maí 2019Í dag heldur íslenski hópurinn sem fer á Smáþjóðaleikana 2019 á vegum ÍSÍ og KKÍ en alls fara 35 einstaklingar í keppni í körfuknattleik, leikmenn, þjálfarar og fylgdarlið. Fréttir af mótinu verða hér á kki.is og á samfélagsmiðlum KKÍ. Heimasíða leikanna er: montenegro2019.me Karlalandsliðið leikur fjóra leiki á mótinu, gegn landsliðum Möltu, Lúxemborg og Svartfjallalands fyrstu keppnisdagana 28.-30. maí. Frídagur verður þann 31. maí og svo er lokaleikur liðsins 1. júní gegn liði Kýpur. Kvennaliði leikur fimm leiki á mótinu gegn liði Möltu, Svartfjallalandi, Lúxemborg, Mónakó og Kýpur og leikið er alla daga 28. maí-1. júní í keppni kvenna.Meira
Mynd með frétt

Kosningar og þing hjá FIBA Europe um helgina

23 maí 2019Árlegt þing FIBA Europe stendur nú yfir í München í Þýskalandi. Þingið í ár er kosningaþing en á fjögurra fresti er kosið í helstu embætti hjá sambandinu. Þrír einstaklingar bjóða sig fram til forseta en það er sitjandi forseti Turgay Demirel frá Tyrklandi, Cyriel Coomans fra Belgíu, sem er einn af þrem varaforsetum sambandsins, og Dejan Tomasevic frá Serbíu sem er framkvæmdarstjóri körfuknattleikssambands Serbíu. Kosið er í 21 sæti i stjórn sambandsins en það eru 38 einstaklingar í kjöri. Hver aðildarþjóð FIBA Europe má tilnefna einn einstakling í stjórnina. Hannes S. Jónsson formaður KKI hefur verið í stjórninni á því kjörtímabili sem nú er að ljúka og er hann aftur í framboði. Hannes og Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir varaformaður KKÍ eru fulltrúar Íslands á þinginu en því lýkur á laugardag með kosningum. #korfuboltiMeira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira