Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Íslandsmót 3x3 næstu helgi | dagskrá

18 okt. 2023Fyrsta Íslandsmótið í 3x3 verður leikið næstu helgi í Vallaskóla í umsjón Selfyssinga. Alls eru 16 lið skráð til leiks, 12 lið drengja og fjögur lið stúlkna. Búist er við miklu fjöri og skemmtilegu móti, en krýndir verða Íslandsmeistarar hjá U14-U15 drengjum, U14-U15 stúlkum og U16 drengjum. Leikjadagskrá hefur verið send út á skráð lið, en er einnig hægt að sjá hér neðar í fréttinni.Meira
Mynd með frétt

Jöfnun ferðakostnaðar í bikarkeppni

17 okt. 2023Á Körfuknattleiksþingi 2023 samþykktu aðildarfélögin að ferðakostnaður liða í bikarkeppni KKÍ skiptist á milli liða. Í samræmi við það ákvæði í 45. gr. reglugerðar um körfuknattleiksmót, hefur mótanefnd KKÍ nú gefið út hámarks ferðakostnað á einstaka leiðum, en hægt er að nálgast skjalið undir Mótamál > Ýmsar upplýsingar > Jöfnun ferðakostnaðar | bikarkeppni.Meira
Mynd með frétt

Subway deild kvenna: Leikir þriðjudag og miðvikudag · Lifandi tölfræði

17 okt. 2023Leikir þriðjudag og miðvikudag í Subway deild kvenna · Lifandi tölfræðiMeira
Mynd með frétt

Rúnar Birgir eftirlitsmaður á morgun í FIBA Europe Cup

17 okt. 2023Rúnar Birgir Gíslason verður á morgun í verkefni fyrir FIBA en þá verður hann við störf sem eftirlitsmaður á leik Bakken Bears og Manisa BBSK frá Tyrklandi. Um er að ræða leik í riðlakeppni FIBA Europe Cup karla. Leikurinn fer fram á heimavelli Bakken í Risskov í Danmörku og hefst kl. 18:30 á morgun miðvikudag. Þetta eru fyrstu leikir liðanna í riðlakeppninni en með þeim eru lið Norrköpin Dolphins frá Svíþjóð og FC Porto frá Portúgal. Hægt er að horfa á leikinn og aðra leiki í FIBA Europe Cup á heimasíðu keppninnar: www.fiba.basketball/europecup/23-24/Meira
Mynd með frétt

Lifandi tölfræði · Leikir 13.-15. október

13 okt. 2023Leikir í 1. deildum og Subwaydeildum helgina 13.-15. október · Lifandi tölfræðiMeira
Mynd með frétt

Lifandi tölfræði · Leikir kvöldsins 12. október

12 okt. 2023Leikir kvöldsins: Subway deild karla ​ STJARNAN - ÞÓR Þ https://fibalivestats.dcd.shared.geniussports.com/u/ISL/2364856/ HAUKAR - NJARÐVÍK https://fibalivestats.dcd.shared.geniussports.com/u/ISL/2364857/ HÖTTUR - BREIÐABLIK https://fibalivestats.dcd.shared.geniussports.com/u/ISL/2364858/ ÁLFTANES - GRINDAVÍK https://fibalivestats.dcd.shared.geniussports.com/u/ISL/2364859/Meira
Mynd með frétt

1. deild karla | Þór Ak.-KR frestað

12 okt. 2023Leik Þórs Ak. og KR sem var á dagskrá 1. deildar karla í kvöld hefur verið frestað að ráðleggingu Vegagerðarinnar. Leikurinn hefur verið settur á kl. 18:15 annað kvöld, föstudaginn 13. október.Meira
Mynd með frétt

1. deild karla | Selfoss-Skallagrímur seinkað

11 okt. 2023Leik Selfoss og Skallagríms hefur verið seinkað um 45 mínútur, eða til kl. 20:00. Óvænt lokun í Hvalfjarðargöngum seinkaði ferðalagi Skallagríms og því er leiknum seinkað.Meira
Mynd með frétt

Lifandi tölfræði · Leikir kvöldsins 11. október

11 okt. 2023Subway deild kvenna: VALUR - ÞÓR AK. https://fibalivestats.dcd.shared.geniussports.com/u/ISL/2364785/ 1. deild karla: SELFOSS - SKALLGRÍMUR https://fibalivestats.dcd.shared.geniussports.com/u/ISL/2364980/ Subway deild karla: VALUR - HAMAR https://fibalivestats.dcd.shared.geniussports.com/u/ISL/2364855/Meira
Mynd með frétt

Íslandsmót 3x3

11 okt. 2023Helgina 21.-22. október nk. verður haldið Íslandsmót í 3x3 körfubolta fyrir 2008-2010 árganga í Vallaskóla á Selfossi. Mótið er opið öllum áhugasömum ungmennum fæddum 2008 til 2010. Í hverju liði geta minnst verið þrír (3) og mest verið fjórir (4) leikmenn. Leikreglur og frekari upplýsingar má sjá hér fyrir neðan. Við biðjum ykkur að kynna þetta vel fyrir ykkar iðkendum. Þátttökugjald er kr. 6.000 pr. lið. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að smella á Meira >Meira
Mynd með frétt

Lifandi tölfræði · Subway deild kvenna 10. október

10 okt. 2023Leikir kvöldsins: KEFLAVÍK-FJÖLNIR https://fibalivestats.dcd.shared.geniussports.com/u/ISL/2364782/ NJARÐVÍK-GRINDAVÍK https://fibalivestats.dcd.shared.geniussports.com/u/ISL/2364783/ BREIÐABLIK-HAUKAR https://fibalivestats.dcd.shared.geniussports.com/u/ISL/2364784/ SNÆFELL-STJARNAN https://fibalivestats.dcd.shared.geniussports.com/u/ISL/2364786/Meira
Mynd með frétt

1. deild kvenna hefst í dag

7 okt. 2023Í dag hefst keppni í 1. deild kvenna þetta tímabilið með þremur leikjum. ÍR tekur á móti Ármanni, Hamar/Þór fær KR í heimsókn og Tindastóll sækir Aþenu heim. Fyrsta umferðin klárast svo á mánudag þegar ungmennalið Keflavíkur og Stjörnunnar mætast í Keflavík. Sjáumst á vellinum!Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 6 OKTÓBER 2023

6 okt. 2023Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

1. deild karla hefst í kvöld

6 okt. 2023Í kvöld hefst keppni í 1. deild karla þetta tímabilið með sex leikjum. Skallagrímur fær KR í heimsókn, Fjölnir tekur á móti Sindra, Ármann fær Selfyssinga til sín, Þróttur V. sækir ÍR heim, Þór Ak. ferðast í Hólminn og mætir Snæfelli og ÍA tekur á móti Hrunamönnum. Sjáumst á vellinum!Meira
Mynd með frétt

Lifandi tölfræði · Subway deild karla

5 okt. 2023Leikir kvöldsins, á morgun og sunnudag fyrstu umferð í Subway deild karla verða aðgengilegir í lifandi tölfræði hér fyrir neðan og á hefðbundinn hátt á forsíðu kki.is: Meira
Mynd með frétt

Venslasamningar

5 okt. 2023Nú hefur orðið sú breyting á að framkvæma þarf allar beiðnir um venslasamninga inni í Passport (https://passport.mygameday.app/account/). Áfram gilda öll ákvæði reglugerðar um venslasamninga, þó framkvæmd við að óska eftir venslum breytist. Vinsamlegast athugið að þið þurfið að klára þetta ferli fyrir fyrsta leik og að greiða venslagjald til KKÍ til að leikmaður öðlist hlutgengi með fósturfélagi. Ferlið er eftirfarandi: Fósturfélag fer inn í Passport, finnur leikmann og óskar eftir venslum. Móðurfélag fer inn í Passport og staðfestir venslin. KKÍ staðfestir venslin. Gæta þarf sérstaklega að því að leikmaður sem á að fara út á vensl þarf að vera skráður sem leikmaður móðurfélags, annars er ekki hægt að óska eftir venslum. Leikmaður sem er að fara á vensl á því ekki að skrá sig sem leikmaður fósturfélags, sú færsla á sér stað með því að fylgja leiðbeiningunum hér að neðan. Hafi leikmaður ekki þegar skráð sig þarf hann að fara hingað og ganga frá eigin skráningu í Gameday. Móðurfélag getur alltaf séð lista yfir alla þá einstaklinga sem hafa skráð sig og eru samþykktir undir Members > List Members, sem og undir Members > Pending Registration fyrir þá einstaklinga sem bíða samþykktar (yfirleitt vegna þess að það vantar félagaskipti, gögn fyrir erlenda leikmenn eða greiðslur) Vinsamlegast athugið að þó leiðbeiningarnar geti virst yfirgripsmiklar, þá eru skrefin einföld og taka ekki langan tíma. Ef þið lendið í vanda með ferlið, heyrið þá í okkur hjá KKÍ og við finnum út úr hlutunum saman.Meira
Mynd með frétt

Subway deild karla hefst í kvöld!

5 okt. 2023Í kvöld hefst keppni í Subway deild karla þetta tímabilið með fjórum leikjum. Nýliðar Hamars taka á móti Keflavík, Grindavík fær Hött í heimsókn, Haukar heimsækja Breiðablik og í sjónvarpsleik kvöldsins eru það Njarðvíkingar og Stjarnan sem mætast. Allir leikirnir hefjast kl. 19:15. Annað kvöld eru það svo Þorlákshafnar Þórsarar sem taka á móti Valsmönnum. Umferðinni lýkur svo á sunnudag þegar Íslandsmeistarar Tindastóls heimsækja nýliða Álftaness. Sjáumst á vellinum! ​Meira
Mynd með frétt

32 liða úrslit VÍS bikars | viðureignir

4 okt. 2023Dregið var í 32 lið úrslit VÍS bikarkeppni karla og kvenna í Laugardalnum í dag. Það er mikið ánægjuefni að VÍS skuli áfram vera bakhjarl bikarkeppni KKÍ, en samstarfið hefur gengið frábærlega með þessum öflugu styrktaraðilum VÍS bikarsins. Meira
Mynd með frétt

Sjáðu alla leiki og stöðu í Gameday appinu!

4 okt. 2023Nýju mótakerfi KKÍ fylgir Gameday appið, hvar hægt er að fylgjast með leikjadagskrá, úrslitum og stöðu allra flokka og deilda innan KKÍ. Appið er ókeypis og hægt að nálgast það með því að smella hér, eða með því að fylgja hlekk undir Mótamál í valmyndinni efst á kki.is.Meira
Mynd með frétt

Dregið í 32 liða úrslit í VÍS bikarnum í dag

4 okt. 2023Dregið verður í 32 liða úrslit VÍS bikars karla og kvenna í dag. Að þessu sinni eru 25 lið skráð hjá körlunum og 17 hjá konunum. Það verða því leiknar 9 umferðir í 32 liða úrslitum VÍS bikars karla og ein umferð kvennamegin.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira