Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Úrslit yngri flokka hefjast í dag

10 maí 2019Fyrri úrslitahelgi yngri flokka hefst í dag með undanúrslitaleikjum stúlknaflokks. Um helgina er leikið í Origo-höllinni í umsjón Valsmanna. Undanúrslit fara fram í kvöld í stúlknaflokki og svo á morgun eru undanúrslit í 9. flokki stúlkna, 9. flokki drengja og drengjaflokki. Úrslitaleikirnir fara svo fram á sunnudag.Meira
Mynd með frétt

1. deild kvenna og karla: Hrund og Róbert leikmenn ársins

10 maí 2019Í hádeginu fór fram verðlaunaafhending fyrir 1. deildir karla og kvenna á nýloknum tímabili. Veitt voru verðlaun fyrir lið ársins sem og einstaklingsverðlaun. Bestu leikmenn ársins voru valin Hrund Skúladóttir úr Grindavík og Róbert Sigurðsson úr Fjölni og þá var Lárus Jónsson þjálfari Þórs Ak. valinn þjálfari ársins í 1. deild karla og Jóhann Árni Ólafsson valinn besti þjálfari 1. deildar kvenna.Meira
Mynd með frétt

Domino´s deild karla og kvenna: Helena og Kristófer valin bestu leikmenn tímabilsins

10 maí 2019Lokahóf KKÍ var haldið í hádeginu í dag og voru veitt verðlaun til leikmanna, þjálfara og dómara fyrir sín afrek í vetur. Helena Sverrisdóttir og Kristófer Acox voru valin bestu leikmenn Domino's deildanna en þaú voru einnig valin bestu leikmenn síðasta tímabils. Þjálfarar ársins voru þeir Borche Ilievski hjá ÍR og Benedikt Guðmundsson hjá KR.Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðanefndar 09.05.19

9 maí 2019Aga- og úrskurðanefnd hefur komist að niðurstöðu í einu máli sem barst nefndinni til umfjöllunar. Mál nr. 59. Úrskurðarorð: „Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hinn kærði, Baldur Örn Jóhannesson, leikmaður Þórs Akureyri, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Þórs Akureyri gegn Njarðvík í drengjaflokki karla sem leikinn var þann 5. maí 2019.“Meira
Mynd með frétt

Landslið kvenna · Æfingahópurinn kominn saman fyrir Smáþjóðaleikana 2019

8 maí 2019Landsliðsæfingahópur kvenna er kominn saman og hóf æfingar á mánudaginn í Dalhúsum. Þær munu vera við æfingar næstu þrjár vikurnar en Benedikt Guðmundsson og aðstoðarþjálfarar hans völdu í upphafi 31 leikmann til að koma saman í upphafi verkefnisins. Nokrir leikmenn eru frá vegna meiðsla eða af öðrum ástæðum og því verða 25 leikmenn til taks í upphafi. Hópurinn verður svo minnkaður niður fljótlega eftir þessa æfingaviku og upp úr þeim hóp verður svo endanlegt lið valið sem tekur svo þátt á Smáþjóðaleikunum í ár en þeir fara að þessu sinni fram í Svartfjallalandi dagana 27. maí - 1. júní.Meira
Mynd með frétt

KR íslandsmeistari 2019 í Domino's deild karla · Meistarar 6. árið í röð

7 maí 2019Á laugardaginn varð KRÍslandsmeistari í Domino's deild karla árið 2019. KR og ÍR léku oddaleik í lokaeinvígi úrslitakeppninnar þar sem staðan var 2-2 og í oddaleiknum í DHL-höllinni hafði KR betur og lyfti íslandsmeistarabikarnum í leikslok á heimavelli sínum fyrir framan fullt hús. Þetta er 18. íslandsmeistaratitill KR og einnig sá 6. í röð sem er einsdæmi í íslenskri körfuboltasögu. Meira
Mynd með frétt

Úrslit 2019: Það ræðst í kvöld hverjir verða Íslandsmeistari í Domino's deild karla!

4 maí 2019Í kvöld er komið að stærsta leik ársins en þá verður leikinn hreinn úrslitaleikur um íslandsmeistaratitil karla í körfuknattleik árið 2019. KR og ÍR mætast í fimmta leik sínum um titilinn í lokaúrslitum Domino's deildar karla og verður leikið til þrautar að venju, en nú fer fram lokaleikurinn þar sem bæði lið hafa unnið tvo leiki hvort. Það lið sem vinnur í kvöld lyftir bikarnum í kvöld í DHL-höllinni í leikslok og verður krýnt Íslandsmeistari karla 2019. Leikurinn hefst kl. 20:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport ásamt því sem Domino's Körfuboltakvöld verður með upphitun fyrir leik og uppgjörsþátt eftir leik. Áhorfendur eru hvattir til að mæta tímanlega til að tryggja sér miða en búast má við húsfylli og að uppselt verði á leikinn.Meira
Mynd með frétt

Tilkynning til korthafa aðgönguskírteina KKÍ fyrir oddaleik KR og ÍR annað kvöld

3 maí 2019Framundan er oddaleikur KR og ÍR í úrslitum Domino’s deildar karla á morgun laugardaginn 4. maí. og má búast við að uppselt verði á leikinn annað kvöld sem hefst kl. 20:00. Líkt og reglugerð um aðgöngukort KKÍ auglýsir KR miðaafhendingu til korthafa í DHL-höllinni milli kl. 13.00-14:00 en eftir það þarf að kaupa sér miða á leikinn á meðan miðar eru í boði og ekki er uppselt á leikinn.Meira
Mynd með frétt

Úrslit 2019 í Domino's deild karla · ÍR-KR leikur 4 í kvöld

2 maí 2019Í kvöld er komið að fjórða leik KR og ÍR og fer hann fram í Hertz-hellinum, Seljaskóla, og hefst hann kl. 20:00. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og lifandi tölfræði verður á kki.is. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir ÍR. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður íslandsmeistari 2019. Það er því ljóst að KR þarf sigur til að tryggja sér oddaleik, og hann yrði þá á laugardaginn 4. maí í DHL-höllinni. Áhorfendur eru hvattir til að mæta tímanlega. Miðasala hefst 17:00. Hægt verður að fá borgara fyrir leik frá kl. 17:30 og opnað verður inn í sal 18:30. Góða skemmtun!Meira
Mynd með frétt

Landslið kvenna: Halldór Karl og Pálína María aðstoða Benedikt Guðmundsson

30 apr. 2019Benedikt Guðmundsson hefur fengið þau Halldór Karl Þórsson og Pálínu Maríu Gunnlaugsdóttur til að vera sér til aðstoðar með landslið kvenna næstu tvö árin. Framundan er fyrsta verkefni Benedikts en þá tekur landsliðið þátt á Smáþjóðaleikunum sem fram fara í lok maí í Svartfjallalandi. Í haust hefst svo undankeppni EuroBasket kvenna 2021 í nóvember en dregið verður í riðla í sumar. Halldór Karl aðstoðaði Benedikt hjá KR á síðasta tímabili með kvennaliðið sem vann sér sæti í Domino's deildinni það árið en í vetur þjálfaði hann lið Fjölnis í 1. deild kvenna. Auk þess hefur Halldór Karl verið aðstoðarþjálfari yngri liða KKÍ. Pálína María er í sínu fyrsta þjálfarahlutverki en hún er margreyndur landsliðsleikmaður og á að baki 36 landsleiki fyrir Íslands hönd með A-landsliði kvenna.Meira
Mynd með frétt

Ráðning starfsmanna á skrifstofu KKÍ

29 apr. 2019Í sumar munu þeir Stefán Þór Borgþórsson og Árni Eggert Harðarson láta af störfum hjá KKÍ og í mars auglýsti KKÍ eftir starfsmönnum á skrifstofuna.Meira
Mynd með frétt

Úrslit 2019 í Domino's deild karla · KR-ÍR leikur 3 í kvöld

29 apr. 2019KR og ÍR mætast í þriðja sinn í kvöld í lokaúrslitum Domino's deildar karla og fer leikurinn fram í DHL-höllinni í Vesturbænum. Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Húsið opnar 18:00 og BBQ-borgarar verða seldir frá kl. 17:30. Staðan í einvíginu um íslandsmeistaratitilinn er 1-1 en bæði lið hafa náð sér í einn sigur á útivelli. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki hampar titlinum í ár.Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefdnar 29.04.2019

29 apr. 2019Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir eftirfarandi mál á fundi sínum í vikunni.Meira
Mynd með frétt

Valur er íslandsmeistari í Domino's deild kvenna árið 2019!

29 apr. 2019Á laugardaginn varð Valur Íslandsmeistari í Domino's deild kvenna árið 2019. Valsstúlkur unnu Keflavík í lokaeinvígi úrslitakeppninnar 3-0 og lyfti bikarnum í leikslok á heimavelli sínum að Hlíðarenda. Þetta er fyrsti íslandsmeistaratitill Valskvenna. Helena Sverrisdóttir var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar í leikslok en hún var með 25.0 stig, 11.9 fráköst og 7 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni. Birgir Örn Birgis afhenti svo einnig Guðbjörgu Sverrisdóttur, fyrirliða Vals, ávísun frá Domino's til KKD. Vals upp á eina milljón krónur í verðlaunafé. KKÍ óskar Val til hamingju með titilinn!Meira
Mynd með frétt

Úrslit 2019 í Domino's deild kvenna · Valur-Keflavík leikur 3 í kvöld

27 apr. 2019Í kvöld mætast í þriðja sinn Valur og Keflavík og verður leiki í Origo-höll Vals í kvöld. Leikurinn hefst kl. 18:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Staðan í einvíginnu er 2-0 fyrir Val en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari 2019. Meira
Mynd með frétt

Úrslit 2019 í Domino's deild karla · ÍR-KR leikur 2 í kvöld

26 apr. 2019Í kvöld er komið að leik tvö í lokaúrslitum Domino's deildar karla. Þá mætast ÍR og KR í Hertz-hellinum, Seljaskóla kl. 20:00. Húsið opnar kl. 18:00 og eru áhorfendur hvattir til að mæta tímanlega. Leikurinn verður í beinni útsendingu á sínum stað á Stöð 2 Sport og lifandi tölfræði á kki.is. Staðan í lokaeinvíginu er 1-0 fyrir ÍR en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður íslandsmeistari 2019. Meira
Mynd með frétt

Úrslit 2019 í Domino's deild kvenna · Keflavík-Valur leikur 2 í kvöld

24 apr. 2019Í kvöld er komið að öðrum leik Keflavíkur og Vals í úrslitaviðureign Domino's deildar kvenna. Leikið verður í Blue-höllinni að Sunnubraut í Keflavík og hefst leikurinn kl. 19:15. Staðan í einvíginu eftir fyrsta leik er 1-0 fyrir Val. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki hampar titlinum stóra og verður Íslandsmeistari 2019. Stöð 2 Sport verður með beina útsendingu og lifandi tölfræði á kki.is á sínum stað. Meira
Mynd með frétt

Úrslit 2019 í Domino's deild karla · KR-ÍR leikur 1 í kvöld

23 apr. 2019Í kvöld er komið að því að úrslitaeinvígi Domino's deildar karla tímabilið 2018-2019 hefjist. Þar verða það KR og ÍR sem leika til úrslita um íslandsmeistaratitilinn í ár og mun það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki hampa titlinum. Allir leikir úrslitanna verða í beinni á Stöð 2 Sport og verður leikurinn í kvöld sýndur kl. 19:15 beint frá DHL-höllinni.Meira
Mynd með frétt

Úrslit 2019: Valur-Keflavík · Leikur 1 í kvöld

22 apr. 2019Í kvöld er komið að því að úrslitaeinvígi Domino's deildar kvenna tímabilið 2018-2019 hefjist. Það verða Valur og Keflavík sem leika til úrslita um íslandsmeistaratitilinn í ár og mun það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki hampa titlinum. Allir leikir úrslitanna verða í beinni á Stöð 2 Sport og verður leikurinn í kvöld sýndur kl. 19:15. ❓ Hvort liðið verður íslandsmeistari 2019? 🏆 ÚRSLIT 🍕 Domino's deild kvenna 1️⃣ Leikur 1 🗓 Mán. 22. apríl 🖥 LIFANDI tölfræði á kki.is 🎪 Origo-höllin, Hlíðarenda 📺 Sýndur beint á Stöð 2 Sport ⏰ 19:15 🏀 VALUR-KEFLAVÍK #korfubolti #dominosdeildinMeira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 19.04.2019

19 apr. 2019Aga- og úrskurðarnefnd komst að eftirfarandi niðurstöðu.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira