Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

KKÍ 59 ára í dag · Til hamingju með daginn!

29 jan. 2020Körfuknattleikssamband Íslands fagnar 59 ára afmæli sínu í dag en sambandið var stofnað þennan dag 29. janúar árið 1961. Að ári liðnu verður því stórafmæli á dagskrá þegar sambandið verður 60 ára og eru uppi hugmyndir um ýmsa skemmtilega viðburði tengda því tilefni árið 2021. KKÍ óskar félögunum sínum og körfuknattleikshreyfingunni allri til hamingju með daginn! #korfubolti​Meira
Mynd með frétt

Félagaskiptagluginn opinn til loka janúar 2020

28 jan. 2020​Samkvæmt reglugerð um félagskipti er nú opið fyrir félgaskipti leikmanna eldri en 20 ára og verður félagaskiptaglugginn opinn út mánuðinn eða til miðnættis þann 31. janúar. Eftir það lokar fyrir öll félagskipti út tímabilið. Það þýðir að engir leikmenn, íslenskir né erlendir, á öllum aldri, geta fengið félagaskipti eftir þann tíma. Það sama gildir um venslasamninga þar sem þeir lúta reglum um félagaskipti. Undanþága er þó sú að þau leyfi/beiðnir sem borist hafa innan tímarammans til KKÍ og verða í vinnslu fyrir lokun gluggans eru afgreidd áfram, t.d. þegar beðið er eftir leikheimild erlendis frá eða afgreiðslu UTL/VMST í þeim tilfellum sem þess þarf. Skila má gögnum alveg fram til lokunar gluggans á miðnætti þann 31. janúar en athygli skal vakin á því að leikmenn sem skila inn venjulegum félagaskiptum eftir kl. 16:00 á föstudeginum þann 31. janúar, hljóta fyrst leikheimild á mánudaginn 3. febrúar kl. 09:00 eftir að þau eru afgreidd.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · Þór Ak.-KR í kvöld í beinni á Stöð 2 Sport

27 jan. 2020Einn leikur fer fram í kvöld mánudag á Akureyri en þá mætast Þór Ak. og KR í Höllinni kl. 19:15. Um er að ræða frestaðan leik fyrir áramót sem setja þurfti á í kvöld. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport. Lifandi tölfræði á sínum stað á KKI.is.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · Tveir leikir í beinni í kvöld á Stöð 2 Sport

24 jan. 2020Í Domino's deild karla í kvöld fara fram þrír leikir. Tveir hefjast 18:30 og einn kl. 20:15 og verða tveir leikir sýndir, einn á hvorum leiktíma í kvöld. Í lok kvöldsins er svo komið að Domino's körfuboltakvöldi þar sem farið verður yfir leikina og gang mála í deildunum. Meira
Mynd með frétt

Domino's deildirnar í kvöld · Einn leikur beint á Stöð 2 Sport

23 jan. 2020Í kvöld fara fram þrír leikir í Domino's deild karla og einn leikur í Domino's deild kvenna. Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15. Stöð 2 Sport verður í Þorlákshöfn og sýnir leik Þórs Þ. og KR. ⛹ Leikir kvöldsins 🗓 Fim. 23. jan. 🖥 LIVEstatt á kki.is ⏰ 19:15 🍕 Domino's deild kvenna 🏀 SNÆFELL-SKALLAGRÍMUR ​ 🍕 Domino's deild karla 🏀 ÞÓR Þ.-KR ➡️📺 Sýndur beint á Stöð 2 Sport 🏀 FJÖLNIR-HAUKAR 🏀 NJARÐVÍK-GRINDAVÍK 📲 #korfubolti 📲 #dominosdeildinMeira
Mynd með frétt

Niðurstöður Aga-og úrskurðarnefndar 22 janúar 2020

22 jan. 2020Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í þremur málumMeira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna · KR-VALUR í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld

22 jan. 2020Í kvöld fara fram þrír leikir í Domino's deild kvenna kl. 19:15. Stöð 2 Sport sýnir frá toppslag KR og Vals í DHL-höllinni í Vesturbænum. Lifandi tölfræði frá öllum leikjum kvöldsins á kki.is. ​ 🍕 Domino's deild kvenna 🗓 Mið. 22. janúar 🆚 3 leikir í kvöld! 🖥 LIVEstatt á kki.is ⏰ 19:15 🏀 KR-VALUR ➡️📺Sýndur beint á Stöð 2 Sport 🏀 KEFLAVÍK-BREIÐABLIK 🏀 GRINDAVÍK-HAUKAR 📲 #korfubolti 📲 #dominosdeildinMeira
Mynd með frétt

Tindastóll-Valur Dominosdeild karla | Nýr leiktími

21 jan. 2020Leik Tindastóls og Þórs Ak. í Geysisbikar karla var frestað í gær vegna ófærðar, en leikurinn fer fram á Sauðárkróki kl. 19:15 í kvöld. Af þessum sökum hefur leik Tindastóls og Vals verið seinkað um einn dag, til föstudagsins 24. janúar kl. 18:30 á Sauðárkróki.Meira
Mynd með frétt

GEYSISBIKARINN 2020 · Undanúrslit karla og kvenna

21 jan. 2020Nú var verið að draga í undanúrslit karla og kvenna og ljóst hvaða lið munu mætast í Laugardalshöllinni 12. og 13. febrúar. Meira
Mynd með frétt

Geysisbikarinn: Tindastóll-Þór Akureyri | Leik frestað!

20 jan. 2020Mótanefnd hefur frestað leik Tindastóls og Þórs Akureyrar í Geysisbikar karla sem leika átti í kvöld fyrir norðan á Sauðárkróki vegna ófærðar yfir Öxnadalsheiði en þar er vegurinn lokaður nú þegar og vonskuveður. Þetta er gert að höfðu samráði við sérfræðinga Vegagerðarinnar og Veðurstofunnar sem og í samráði við bæði félögin. Leikið verður annað kvöld þriðjudaginn 21. janúar.​ #korfubolti #geysisbikarinnMeira
Mynd með frétt

8-liða úrslit Geysisbikars karla og kvenna í kvöld · Stjarnan-Valur í beinni á RÚV2

20 jan. 2020Í kvöld fara fram síðustu leikirnir í 8-liða úrslitum Geysisbikars karla og kvenna. Einn leikur fer fram hjá konunum og fjórir hjá körlunum. RÚV sýnir beint frá Garðabænum frá leik Stjörnunnar og Vals í keppni karla kl. 19:30 í kvöld. ​​ Á morgun verður svo dregið í 4-liða úrslitin sem fram fara í Höllinni 12.-13. febrúar en úrslitaleikirnir fara fram laugardaginn 15. febrúar. Leikir kvöldsins:​Meira
Mynd með frétt

Körfuboltamót Breiðabliks

18 jan. 2020Breiðablik auglýsir Körfuboltamót Breiðabliks sem haldið verður í Smáranum dagana 2.-3. febrúar. Mótið er fyrir leikmenn í 1.-5. bekk og munu strákar spila á laugardegi og stelpur spila á sunnudegi. Leikreglur 8-10 ára: 4 leikmenn eru inn á Leiktíminn er 2 x10 mín. Leikreglur hjá 6-7 ára: 3 Leikmenn inn á Leiktíminn er 1 x 10 mín. Þátttökugjald er 3.000 kr. á leikmann. Skráning fer fram á netfanginu: ivar@breidablik.is ​Skráningafrestur er til 27. janúar. #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Sindri-Vestri | Leik seinkað

17 jan. 2020Vegna alvarlegs umferðarslyss á þjóðvegi 1 við Skaftafell seinkaði Vestra og dómurum talsvert á leið sinni austur á Höfn í Hornafirði. Vegna þessa hefur leik Sindra og Vestra verið seinkað til kl. 21:00 í kvöld, 17. janúar 2020.Meira
Mynd með frétt

Geysisbikarkeppni yngri flokka - 4 liða úrslit

17 jan. 2020Dregið var í 4 liða úrslit Geysisbikarkeppni yngri flokka á skrifstofu KKÍ fyrr í dag. Undanúrslitin verða leikin á tímabilinu 24. janúar – 4. febrúar. Liðin sem sigra í undanúrslitum munu leika til úrslita í Laugardalshöll 14., 15. eða 16. febrúar nk.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla: Grindavík-Haukar og Stjarnan-Tindastóll beint á Stöð 2 Sport

17 jan. 2020Í kvöld fara fram þrír leikir í Domino's deild karla og verða tveir leikir sýndir beint. Í lok kvölds er svo Domino's Körfuboltakvöld á sínum stað þar sem farið verður yfir gang mála. Þórs liðin, Þór Akureyri og Þór Þorlákshöfn mætast á Akureyri kl. 18:30. Á sama tíma mætast Grindavík og Haukar í Grindavík í beinni á Stöð 2 Sport. Kl. 20:15 mætast Stjarnan og Tindstóll og verður sá leikur einnig í beinni á Stöð 2 Sport. Körfuboltakvöld hefst svo kl. 22:10. Meira
Mynd með frétt

Niðurstöður Aga-og úrskurðarnefndar 15. janúar 2020

16 jan. 2020Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í Tveimur málum.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla og Minning um Ölla · Beint á Stöð 2 Sport

16 jan. 2020Í kvöld eru þrír leikir í Domnio's deild karla á dagskránni. Tveir leikir hefjast kl. 19:15 í kvöld, Reykjavíkurslagir KR og Fjölnis og Vals og ÍR og svo er það suðurnesjaslagurinn Njarðvík-Keflavík kl. 20:15 í beinni á Stöð 2 Sport. Upphitun verður í sérstöku Domino's Körfuboltakvöldi á undan beint frá Njarðvík og sérstakur minningarþáttur um Njarðvíkinginn Örlyg Sturluson verður á undan leiknum, en Örlygur lést af slysförum þennan dag fyrir 20 árum.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla í kvöld · 4 leikir í kvöld og Haukar-Keflavík í beinni

15 jan. 2020🆚 4 leikir í kvöld! 🍕 Domino's deild kvenna 🗓 Mið. 15. jan. 🖥 LIVEstatt á kki.is ⏰ 19:15 🏀 HAUKAR-KEFLAVÍK ➡️📺 Sýndur beint á Stöð 2 Sport 🏀 SKALLAGRÍMUR-GRINDAVÍK 🏀 VALUR-SNÆFELL 🏀 BREIÐABLIK-KR 📲 #korfubolti 📲 #dominosdeildinMeira
Mynd með frétt

Frestað á Akureyri

13 jan. 2020Mótanefnd hefur frestað leik Þórs Ak. og KR í Dominosdeild karla sem leika átti í kvöld, mánudaginn 13. janúar á Akureyri.Meira
Mynd með frétt

Seinkun í Grafarvogi og frestað í Stykkishólmi

10 jan. 2020Leik Fjölnis og Þórs Ak. í Dominosdeild karla hefur verið seinkað til kl. 20:00 í kvöld, en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Leik Snæfells og Sindra í 1. deild karla hefur verið frestað vegna ófærðar.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira