7 des. 2016

Ísland leikur í A-riðli á lokamóti EM, EuroBasket 2017, sem fram fer í Helsinki dagana 31. ágúst til 6. september næsta haust.

 

Liðið sem drógst í riðilinn úr 1. styrkleikaflokki er lið Frakklands. Leikur Frakklands og Íslands fer fram á þriðja leikdegi, sunnudaginn 3. september.

 

Ísland hefur fjórum sinnum leikið gegn Frökkum og hafa báðar þjóðir unnið tvo leiki hvort. (50% sigurhlutfall Íslands). Sigurleikirnir komu árið 1980 en tapleikirnir 1987 og 1996.

 

Lið Frakka er flestum körfuboltaáhugamönnum vel kunnugt. Frakkland hefur 37 sinnum tekið þátt á lokamóti EM og þeir hafa verið í fremstu röð undanfarin ár og urðu meðal annars í öðru sæti á EuroBasket 2011, urðu Evrópumeistarar árið 2013 og unnu brons á HM 2014. Einnig hafa þeir verið á ÓL undanfarin ár og farið langt í hvert á síðustu leikum, til að mynda léku þeir í 8-liða úrslitunum á ÓL í Ríó í sumar þar sem þeir töpuðu fyrir Spánverjum.

 

Liðið er skipað miklum íþróttamönnum og leikmönnum sem eru að spila í sterkum deildum víða um heim. Meðal leikmanna frá ÓL í sumar má nefna leikmenn eins og Thomas Heurtel sem leikur með Andolu Efes S.K í Tyrklandi, Florent Piétrus sem leikur með SLUC Nancy í Frakklandi, Nando de Colo sem leikur með CSKA Moskow og Mickaël Gelabale sem leikur með Le Mans Sarthe í Frakklandi, en allir þrír síðast nefndu hafa leikið með NBA-liðum á ferlinum.

 

Leikmenn Frakka í NBA í vetur og sem eru og hafa verið leikmenn með landsliði þeirra að undanförnu í landsliðsverkefnum eru til að mynda eftirtaldir:

 

Tony Parker · San Antonio Spurs

Joakim Noah · New York Knicks

Nicolas Batum · Charlotte Hornets

Evan Fournier · Orlando Magic

Rudy Gobert · Utah Jazz

Boris Diaw · Utah Jazz

Joffrey Lauvergne · Denver Nuggets

Ian Mahinmi · Washington Wizards

Kevin Séraphin · Indiana Pacers

Alexis Ajinça · New Orleans Pelicans
Timothé Luwawu-Cabarrot · Philadelphia 76’ers

 

Þjálfari liðsins er Vincent Collet og hann hefur verið við stjórnvölinn með liðið frá árinu 2009 og því 

með mikla reynslu með liðinu frá stórmótum. Franska sambandið hefur nú gefið það út að hann verði áfram þjálfari landsliðsins.

Leikmannalisti Frakka sem lék íundankeppni ÓL2016

 

Miðasala á EM fer fram á tix.is en nú þegar hafa rúmlega 1.100 íslendingar keypt sér miðapakka til Finnlands sem munu styðja við liðið og eru enn til miðar. KKÍ hvetur alla sem áhuga hafa á að fara til Helsinki að kaupa miða í tíma til að tryggja sér bestu sætin og vera á „íslendingasvæðinu“ á hverjum leik og til að kaupa miða á besta verðinu áður en það verður uppselt í haust.

 

Dagskrá EuroBasket · A-riðill í Helsinki

31. ágúst - Ísland-Grikkland

1. september - Frídagur í riðlinum

2. september - Pólland-Ísland + landsleikur í fótbolta: Finnland-Ísland í undankeppni HM um kvöldið

3. september - Frakkland-Ísland

4. september - Frídagur í riðlinum

5. september - Ísland-Slóvenía

6. september · Finnland-Ísland

Liðskynningar fyrir EM í Finnlandi · Mótherjar Íslands
Frakkland
Grikkland
Finnland
Slóvenía