14 des. 2016

Ísland leikur í A-riðli á lokamóti EM, EuroBasket 2017, sem fram fer í Helsinki dagana 31. ágúst til 6. september næsta haust.

 

Liði sem kemur úr 3. styrkleikaflokki er Finnland. Finnar og Ísland ákváðu í sameiningu að Ísland yrði meðskipuleggjandi Finnlands að riðlinum þeirra í Helsinki. Hver gestgjafaþjóð hafði leyfi til að semja við eina þjóð og Finnar og Ísland því saman í riðili fyrir dráttinn sjálfan. Leikur Finnlands og Íslands fer fram á lokadegi riðlakeppninnar þann 6. september.

 

Ísland og Finnland hafa mæst í 31 skipti á körfuboltavellinum með landslið karla og hefur Ísland unnið þrjá leiki og frændur okkar Finnar hafa því unnið hina 28 leikina (9.6% sigurhlutfall Íslands).

 

Finnska landsliðið hefur verið í mikilli sókn undanfarin 5-6 ár og má marka uppgang þeirra frá árinu 2011 þegar síðasta NM fór fram í Sundasvall í Svíþjóð. Þar unnu þeir mótið sannfærandi og hafa síðan þá komst á hvert lokamót EM auk þess sem þeir léku í fyrsta sinn á HM 2014. Þjálfari þeirra, Henrik Dettmann, endurskipulagði afreksstarfið þeirra hjá sambandinu og hefur fylgt ákveðnum reglum eftir sem hefur leitt til aukins árangurs þeirra á síðustu árum. Finnar eiga marga góða leikmenn sem leika í sterkum deildum og hefur kjarninn í þeirra liði leikið saman undanfarin ár. Þeirra þekktasti leikmaður er án efa Petteri Koponen sem leikur með Barcelona á Spáni. Meðal annara leikmanna má nefna Sasu Salin, leikmann Gran Canaria á Spáni, Shawn Huff, leikmann Le Portel í Frkklandi og Gerald Lee sem leikur í finnsku deildinni.

 

Ljóst er að lokaleikurinn á EM verður stórkostlegur, þar sem finnskir körfuknattleiksaðdáendur eru fjölmargir og eldheitir stuðningsmenn, og munu verða fjölmargir á leiknum. Þeir hafa sannað sig sem eina af dyggustu og skemmtilegustu aðdáendum síðustu ára. Nokkuð öruggt er að það verður uppselt í Höllinni á leik Finna og Íslands og mikið fjör alla keppnina á „Fan-Zone“ svæði Finna og Íslands sem verður í miðbæ Helsinki.

 

Miðasala á EM fer fram á tix.is en nú þegar hafa rúmlega 1.100 íslendingar keypt sér miðapakka til Finnlands sem munu styðja við liðið og eru enn til miðar. KKÍ hvetur alla sem áhuga hafa á að fara til Helsinki að kaupa miða í tíma til að tryggja sér bestu sætin og vera á „íslendingasvæðinu“ á hverjum leik og til að kaupa miða á besta verðinu áður en það verður uppselt í haust.

Dagskrá EuroBasket · A-riðill í Helsinki

31. ágúst - Ísland-Grikkland

1. september - Frídagur í riðlinum

2. september - Pólland-Ísland + landsleikur í fótbolta: Finnland-Ísland í undankeppni HM

3. september - Frakkland-Ísland

4. september - Frídagur í riðlinum

5. september - Ísland-Slóvenía

6. september · Finnland-Ísland

Liðskynningar fyrir EM í Finnlandi · Mótherjar Íslands
Frakkland
Grikkland
Finnland
Slóvenía