Heimaæfingar KKÍ


Landsliðsfólk KKÍ, bæði leikmenn og þjálfarar, hafa svarað kallinu með aðstoða við að búa til æfingar fyrir unga leikmenn sem aðra á öllum aldri til að geta æft sig á heima hvenær sem er. Um er að ræða styrktaræfingar og boltaæfingar í bland.1: Boltaæfingar með Craig Pedersen

Um er að ræða grunnboltaæfingar sem hægt er að framkvæma á litlu svæði heima eða úti í garði eingöngu með bolta til að auka boltameðhöndlun.


➡️https://www.facebook.com/kki.islands/videos/3293174057379149/2. Styrktaræfingar · Lovísa Björt Henningsdóttir

Lovísa Björt útskrifaðist úr Maris háskólanum í Bandaríkjunum sl. vor og hefur leikið með uppeldisfélagi sínu Haukum í vetur í Domino's deildinni. Þá lék hún sína fyrstu A-landsliðsleiki með kvennalandsliðinu í nóvember sl. Hér eru fjórar styrktaræfingar frá Lovísu sem auðvelt er að gera heimafyrir.

Æfingar: 4 mismunandi æfingar
Tími: 1 mín. hver æfing
Hvíld milli æfinga: 10 sek. og beint í næstu æfingu.
Hringir: 4 hringir


➡️Æfing 1: https://www.facebook.com/watch/?v=239680257207152
➡️Æfing 2: https://www.facebook.com/watch/?v=746080462594571
➡️Æfing 3: https://www.facebook.com/watch/?v=2537586859679175
➡️Æfing 4: https://www.facebook.com/watch/?v=2817439451672107

 


3. Dripl- og gabbhreyfingar · Elvar Már Friðriksson

Landsliðsmaðurinn Elvar Már var valinn besti bakvörðurinn í sænsku úrvalsdeildinni tímabilið 2019-2020 en hann lék með Boras Basket. Elvar Már skilaði 16.7 stigum og 7.7 stoðsendingum að meðaltali í leik og leiddi deildina í stoðsendingum gefnum og að meðaltali.

Hér sýnir Elvar Már okkur nokkrar af sínum uppáhalds hreyfingum sem hægt er að æfa heima og bæta í vopnabúrið hjá leikmönnum á öllum aldri.

➡️https://www.facebook.com/watch/?v=286786115661307

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira