Þjálfarastig 1

KKÍ þjálfari 1 – Þjálfun barna

KKÍ þjálfari 1 er grunnnámskeið í Menntakerfi KKÍ og er hluti af þjálfaramenntun ÍSÍ. Námskeiðið er 60 kennslustundir sem skiptist upp í þrjá hluta KKÍ 1a, KKÍ 1b og KKÍ 1c og er námskeiðið að mestu í umsjón fræðslustjóra KKÍ. Á námskeiðinu er farið yfir helstu grunþætti körfuknattleiks eins og skot, sendingar, knattrak, fótavinnu og undirstöðu varnarleiks. Á námskeiðinu er lögð áhersla á að þátttakendur sjálfir taki þátt í þeim æfingum sem fram fara á námskeiðinu og miðla til hvors annars.

Að loknu námi útskrifast þátttakendur sem KKÍ þjálfari 1 og veitir námið rétt til þess að vera aðalþjálfari allra flokka til og með minnibolta 11 ára sem og aðstoðarþjálfari upp í 10. flokk.

 

Uppbygging námskeiðsins KKÍ þjálfari 1

 

KKÍ þjálfari 1A

KKÍ þjálfari 1 skiptist í þrjú námskeið A, B og C. KKÍ 1A er skipt upp í nokkra hluta, Áhersla er lögð á þjálfun minnibolta, byrjenda og barna 12 ára og yngri. Farið er yfir kennslufræði og nálgun á þjálfun barna með það að markmiði að þau haldi áfram og læri leikinn. Á námskeiðinu þjálfa þátttakendur eina stöð í úrvalsbúðum KKÍ, en fyrirkomulag þess verður kynnt frekar við upphaf námskeiðsins.

Dagskrá KKÍ þjálfari 1A

Föstudagur

17:30-18:00        Setning og þjálfaranám KKÍ.
18:00-19:30        Kennslufræði minnibolta og skipulag þjálfunar, Bóklegt 
19:30-19:50        Matur 
19:50-21:20        Undirbúningur þjálfunar og hugarfar þjálfara í minnibolta, Bóklegt

Laugardagur

10:00-10:50     Vörn (Varnarstöður 1, 2, 3, 4 og 5),Verklegt
11:00-11:50         Skot, fótavinna, þreföld ógnun og skotleikir, Verklegt
11:50-12:30         Matur
12:30-13:20         Boltaæfingar, knattrak og leikir, Verklegt 
13:30-14:20         Upphaf sóknar, V-hlaup (e. V-cut) og sendingar, Verklegt
14:30-15:20         SSG og stignun þeirra, Verklegt
15:20-16:00         Umræður

Sunnudagur

09:00                 Úrvalsbúðir (þátttakendur þjálfa í úrvalsbúðum, fá dagskrá á föstudegi)        

Þátttakendur mæta í íþróttafötum í körfuboltaskóm í alla verklega tíma. Til að ljúka námskeiðinu þarf að sitja alla hluta þess.

KKÍ þjálfari 1B

Námskeiðið er kennt í fjarnámi milli þjálfara 1A og 1C. Í þessum hluta er farið í leikreglur, mótafyrirkomulag KKÍ, sögu körfuknattleiks og unnið verkefni í tímaseðlagerð. Einkunnagjöf námskeiðs er staðið/fall.

Leikreglur:
Farið er í leikreglur með fyrirlestri á netinu. Þjálfarar þurfa svo að standast bóklegt reglupróf. Ef þjálfarar vilja einnig sækja sér dómararéttindi þarf að bæta við verklegu dómaraprófi.

Mótafyrirkomulag KKÍ:
Þjálfarar kynnast mótafyrirkomulagi með fyrirlestri á netinu. Vinna þarf stutt verkefni og standast einfalt krossapróf.

Saga körfuknattleiks:
Þjálfarar fá senda fyrirlestra um sögu körfuknattleiks. Þjálfarar þurfa að standast krossapróf úr sögunni.

Tímaseðill:
Þjálfarar gera tímaseðil með FIBA Europe þjálfaraforritinu. Skila þarf inn tímaseðli fyrir 60 mínútna æfingu í minnibolta.

Þjálfarafyrirlestrar á Youtube
Þjálfarar horfa á fyrirlestur um þjálfun barna og unglinga af Youtube og vinna stutt verkefni upp úr fyrirlestrinum.

Grein á netinu
Þjálfara lesa grein á netinu um þjálfun barna og vinna stutt verkefni upp úr greininni.

KKÍ Þjálfari 1C

KKÍ þjálfari 1C er helgarnámskeið og fjarnám. Áhersla er lögð á þjálfun barna 14 ára og yngri í KKÍ 1C náminu. Hér er lögð meiri áhersla á samvinnu leikmanna en var gert í 1A. KKÍ þjálfari 1C gildir sem 40% af lokaeinkunn KKÍ þjálfara 1. Þjálfarar sem hafa lokið öllum prófum og verkefnum 1 A, B og C námi, ásamt því að hafa lokið ÍSÍ 1 útskrifast með KKÍ 1 þjálfara réttindi.

Dagskrá námskeiðsins er þessi:

Laugardagur
09:00-09:10 Setning
09:10-10:40 Skipulag þjálfunar 14 ára og yngri
10:50-12:20 Skipulag þjálfunar
12:20-13:00 Matarhlé
13:00-14:00 Vörn 1-á-1
14:10-15:20 1-á-1 sem kennslutæki

Sunnudagur
09:00-10:00 Skottækni og fótavinna
10:10-11:25 Hraðaupphlaup
11:25-12:00 Matarhlé
12:00-13:10 Taktík - Liðssókn - Hreyfingar án bolta
13:20-14:50 Taktík - Liðsvörn - maður á mann
14:50-15:20 Umræður
15:20-15:50 Skriflegt próf

Eftir námskeið fer þjálfari og fylgist með fjórum æfingum hjá börnum yngri en 12 ára, fylgst er með a.m.k tveimur mismunandi þjálfurum. Þjálfari þarf svo að vinna stutt verkefni upp úr æfingum sem fylgst var með.

Þegar þjálfari hefur lokið og skilað öllum verkefnum verður þjálfari boðaður í útskrift og afhent þjálfaréttindi KKÍ þjálfari 1.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira