Umsókn fyrir erlenda leikmenn

Umsókn fyrir erlenda leikmenn - KKÍ/FIBA hlutinn og UTL/VMST/Þjóðskrá hlutinn + UTN (fyrir 2023-2024)
Hvað þarf að gera til að skrá erlenda leikmenn rétt til viðkomandi aðila til að þeir séu löglegir hér á landi:

Fyrir alla leikmenn: 
Til að leikheimild af hálfu KKÍ sé gefin út þarf að vera búið að skila öllum umbeðnum gögnum + greiða viðeigandi leikheimildargjald
 
- - - - - - - - - - - - - - - - - - 

Varðandi USA-leikmenn - uppfært fyrir haustið 2023
Leikmenn geta komið til landsins annaðhvort eftir að hafa fengið veitingarbréf til staðfestingar á dvalarleyfi eða bara komið hingað sem ferðamenn. Skv. UTL er nóg núna að senda afrit eða ljósmynd af FBI sakavottorði.
 
Hvort leikmönnum er heimilt að æfa með liðunum án þess að vera komnir með atvinnuleyfi, þá er þeim heimilt að æfa með liðum að því gefnu að þeir séu með umsókn um dvalar og atvinnuleyfi í vinnslu, og þar af leiðandi lið komin með ákveðið grænt ljós frá UTL um að þeir komi til landsins en í lokin má ekki gefa út leikheimild fyrir þá fyrr en VMST hefur veitt atvinnuleyfi.


 
Almennt um ferlið þegar sótt er um leyfi fyrir erlenda leikmenn:

Í samráði við VMST hefur vinnuferli KKÍ við veitingu leikheimilda erlendra leikmanna utan EES-svæðisins verið breytt og hér eftir munu engar leikheimildir vera gefnar út án þess að viðkomandi hafi fengið SAMÞYKKT og útgefið atvinnuleyfi frá VMST.

Það þýðir að félög sem ætla sér að semja við nýja erlenda leikmenn (utan EES/Ekki Bosman-A) löglega þurfa að sækja um með flýtimeðferð hjá UTL. Í lok afgreiðslu UTL þegar dvalarleyfishlutinn er samþykktur, fer umsóknin yfir til VMST til samþykktar á atvinnuleyfi.
Þegar það er staðfest verður leikmaðurinn fyrst löglegur þegar KKÍ hefur staðfest leikheimild hans formlega.



A) Leikmenn frá Bandaríkjunum og öðrum ríkjum sem eru utan EES (Bosman-B): 
Umsókn til UTL á flýtimeðferð með öllum umbeðnum gögnum skv. þeirra lista + sækja um leikheimild til KKÍ tímanlega (LOC-umsókn + önnur gögn).

Það verður að taka flýtimeðferð hjá UTL til að tryggja að gögn séu í gildi við afgreiðslu UTL (td. sakavottorðið) auk þess svo að VMST fái kláraðar umsóknir frá UTL inn á sitt borð til að ganga fráatvinnuleyfisveitingunni sem allra fyrst.

Ef ekki er tekin flýtimeðferð gætu umsóknir tekið langan tíma og á meðan fær leikmaðurinn ekki leikheimild hjá KKÍ.

Sjá hvaða gögn þarf að skila til UTL neðst í þessum leiðbeiningum!




B) Leikmenn frá ríkjum innan EES (Bosman-A): Sjá lista yfir ríki EES hérna
Skráningarform hjá Þjóðskrá eingöngu + sækja um leikheimild til KKÍ tímanlega (LOC-umsókn + önnur gögn).

Annarsvegar eru þetta skráningarhluti um leyfi leikmanna til að vera á Íslandi / atvinnu- og dvalarleyfi (fer eftir þjóðerni þeirra), sem eru hlutir sem snúa ekki beint að KKÍ, og hinsvegar eru þetta leikheimildarhlutinn sem snýr að KKÍ og FIBA.

Almennar upplýsingar
Hér eru upplýsingar og gögn til að sækja um leikheimild fyrir erlenda leikmenn. Það sem þarf að huga að tímanlega er að umsókn um LOC til annara landa (e. Letter Of Clearance) getur tekið 1-7 virka daga að berast frá öðrum sérsamböndum og því best að óska eftir því tímanlega hjá starfsmönnum KKÍ. Félögin sjálf sjá um allt sem snýr að atvinnu- og dvalarleyfisumsókn til UTL (fyrir leikmenn utan EES (ESB) og leikmanna innan evrópska efnahagssvæðisins (Bosman-A) sem skrá þarf hjá Þjóðskrá.
 
Athugið að hægt er að óska eftir LOC fyrir leikmann hjá KKÍ áður eða á meðan umsókn er afgreidd hjá UTL til að flýta fyrir því ferli og það þarf að gera tímanlega því það getur tekið nokkra virka daga að fá það sent að utan.

ATH! varðandi leikmenn frá Bretlandi/UK - Breyting 1. janúar 2021:
Frá 1. janúar 2021 munu breskir ríkisborgarar, sem í dag njóta frjálsrar farar sem ríkisborgarar EES/EFTA svæðisins, teljast til þriðju ríkis borgara þegar aðlögunartímabili vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu lýkur þann 31. desember 2020.

Þetta þýðir að frá áramótum 2021 munu þær reglur sem gilda um komu þriðju ríkis borgara einnig ná til komu breskra ríkisborgara, m.a. um ferðatakmarkanir og skráningar til UTL og VMST fyrir atvinnu- og dvalarleyfum.

ATHUGIÐ! hins vegar að breskir ríkisborgarar (og fjölskyldumeðlimir þeirra) sem hafa fasta búsetu á Íslandi eða eiga hér dvalar- eða búseturétt fyrir 31. desember 2020 munu halda þeim réttindum sínum eftir 1. janúar 2021 í samræmi við samning sem undirritaður var af EES/EFTA ríkjunum og Bretlands um útgönguskilmála.

Þetta þýðir að þeir bresku ríkisborgarar sem falla undir ákvæðið að ofan teljast sem BOSMAN-A áfram í reglugerð KKÍ um erlenda leikmenn.
ATH! að Írland eru undanþegnir og eru enn í EES sérstaklega.

Ef það eru Breskir leikmenn á landinu sem eru skráðir hjá Þjóðskrá og voru skráðir fyrir áramótin 2020/2021 þá munu þeir í raun halda sama réttinum sem þeir átt rétt þegar Bretland var innan EES.

Fyrir Írska ríkisborgara (IRL): Ef hann er sannarlega Írskur ríkisborgari (með IRL vegabréf) þá getur hann óskað eftir skráningunni hjá Þjóðskrá að skrá sig sem EES ríkisborgari á Íslandi. Það verður að hafa samband við Þjóðskrá um hvaða önnur gögn þeir mundu taka gilt (fyrir utan vegabréf) fyrir slíka skráningu.


 
KKÍ-hlutinn: Leikheimild
 
LOC (e. Letter Of Clearance) og önnur gögn til KKÍ:
Allir erlendir leikmenn þurfa LOC (e. Letter Of Clearance) frá fyrra landi þar sem þeir léku áður en þeir komu til ykkar.
 
Hægt er að sækja um LOC strax til annara landa og mælt er með því að setja það af stað tímanlega þar sem það getur tekið nokkra virka daga að berast frá öðrum samböndum. Á meðan getið þið unnið aðra hluti umsóknarinnar.

Senda þarf upplýsingar á kki@kki.is um óskir um LOC og senda:

 - AFRIT AF VEGABRÉFI leikmannsins
- Taka fram í hvaða landi hann var síðast og hjá hvaða liði hann lék þar svo skrifstofa KKÍ geti beint beiðni á réttan stað (ábyrgð félaga).
- Gefa upplýsingar um umboðsmann ef hann er til staðar og þá þarf eingöngu nafn umboðsmannsins (hann þarf að vera FIBA AGENT vottaður)
+
 - Eingöngu USA-leikmenn sem koma beint út háskóla/NCAA í USA þurfa einnig að fylla út 
„Self-Decleration“ og kvitta á hana (sjá hérna)

Þá er hægt að útbúa rafrænt í kerfi FIBA og sækja um LOC til þess lands sem við á. Athugið að við það framkallast greiðslulinkur sem fer í tölvupósti til þess aðila sem óskaði eftir LOC-inu og fyrir það þarf að greiða (rafrænt) sem fyrst svo að umsóknin fari í vinnslu frá FIBA til viðkomandi lands þar sem LOC-ið er. ATH AÐ ÞAÐ GETUR TEKIÐ NOKKRA VIRKA DAGA AÐ FÁ SVAR FRÁ LANDINU SEM VEITIR LOC-IÐ TIL ÍSLANDS (í gegnum FIBA).

Hægt er að fletta upp viðukenndum umboðsmönnum FIBA hérna: www.fiba.com/find-basketball-agent
 

Almennt um komu leikmanna til Íslands:

Bosman-A leikmenn:
Hér má sjá lista yfir lönd sem eru innan ESS-ríkja (ESB) (tekið af vef UTL):  
https://island.is/dvalarrettur-adstandenda-ees-efta-borgara

Skráning:
Aðeins þarf að skrá viðkomandi leikmenn frá EES-ríkjum (ESB) hjá Þjóðskrá við komuna hingað til lands.
Umsóknin á við um ríkisborgara frá: Austurríki, Belgíu, Búlgaríu, Eistlandi, Frakklandi, Grikklandi, Hollandi, Írlandi, Ítalíu, Króatíu, Kýpur, Lettlandi, Liechtenstein, Litháen, Lúxemborg, Möltu, Portúgal, Póllandi, Rúmeníu, Spáni, Slóvakíu, Slóveníu, Sviss, Tékklandi, Ungverjalandi og Þýskalandi eða lista yfir EES ríki hverju sinni frá yfirvöldum.

LEIKMENN:
Rafrænt form sem leikmenn eiga að fylla út og fara svo í kjölfarið til Þjóðskrár með vegabréfið sitt og staðfesta (A-271):
https://www.skra.is/umsoknir/rafraen-skil/skraning-ees-eda-efta-borgara-i-thjodskra-til-lengri-tima-en-3-man/?lang=en 
(ath að hér skrá erlendir leikmenn sig inn með netfangi og hefja skráningarferlið rafrænt þannig)

FÉLAG (VINNUVEITANDI):
Vinnuveitandinn/félagið þarf svo að staðfesta með þessu formi (A-273)
https://www.skra.is/umsoknir/rafraen-skil/vinnuveitendagatt-ees-efta-borgarar/

Allt að 3 mánaða bið er eftir kennitölu og því borgar sig að sækja um sem fyrst.

Mælt er með að fara samdægurs eða daginn eftir komuna hingað í eigin persónu (leikmaðurinn) og hafa meðferðis.
 - umsóknina skiluð inn rafrænt til Þjóðskrár (formið hér að ofan í tengli)
 - afrit af vegabréfi leikmannsins
 - vita hvar heimilsfangið hans er/verður (td. Engjavegur 6, íbúð 101, 104 Rvk.). Þetta er mikilvægt því hann mun fá sendan póst heim.

Mæta: (Leikmaður og fulltrúi félags):
Þjóðskrá - Borgartúni 21, 2. hæð.
Til vara / utan af landi: Hægt að nota skrifstofu næsta lögregluembættis sem hægt er að einkenna sig inn formlega.


Tryggingar:
Félög þurfa að athuga hver tryggingarstaða evrópskra leikmanna er sem koma innan ESS-ríkja (ESB) og hvort þeir séu tryggðir sem atvinnumenn sjálfkrafa. Mismunandi er eftir löndum hvort aðilar hafi sjúkrasamlagskort eða ekki. Félög þurfa að tryggja að allt sé rétt til að lenda ekki í kostnaði ef meiðsl skyldu verða á tímabilinu.
 
Tveir möguleikar eru í boði:

i)
Leikmenn eru með evrópska sjúkrasamlagskortið áður en þeir koma til Íslans og geta framvísað afriti af því og þið sent til KKÍ með öðrum umbeðnum gögnum.

Félög skrá síðan leikmenn sína við komuna til Sjúkratrygginga Íslands á sama tíma og skráning inn til Þjóðskrár fer fram.
Leikmenn sem eru að flytja til Íslands og vilja verða sjúkratryggðir hér á landi þá sækja þeir um að verða skráðir í tryggingskrá þ.e. nota umsóknareyðublöðin sem eru hér að neðan.  
Sjá umsóknarformið hérna frá Sjúkratryggingum Íslands.

Sjúkratryggingar Íslands og evrópskir leikmenn:
Ef leikmenn eru tryggðir í heimalandi sínu áður en þeir koma til Íslands þá geta þeir/félög sótt um til Sjúkratrygginga Íslands beint.
 
Þá á ekki að þurfa kaupa sjúkratryggingu fyrir leikmanninn frá einkafyrirtæki nema að félagið vill tryggja hann ofan á það sem almannatryggingakerfið veitir réttindi til. Allir einstaklingar sem flytja til Íslands frá öðru EES landi geta sótt um að sleppa við 6 mánaða biðtímann eftir að komast inn í almennakerfið með því að sækja um strax. Ef þið hafið frekari spurningar þá hafið þið samband við Sjúkratryggingar Íslands.

Ef þeir eru í styttri dvöl en 6 mánuði og búsetuland þeirra samþykkir að tryggja þá á meðan þá geta þeir notast við evrópsku sjúkratryggingakortin þann tíma en þeir þurfa að kanna það hjá sínum opinberu tryggingum áður en þeir koma. Til vara má nota leiðina hér að neðan)

ii)
Félög tryggja erlenda leikmenn sem koma frá ESS-ríki (ESB) hjá sínum tryggingarfélögum líkt og gert er með t.d bandaríska leikmenn og hefur verið gert sl. ár (6 mánaða trygging þar kt. þeirra fer í almenna tryggingarkerfið).

Form ýmissa tryggingarfélaga er að finna hér fyrir neðan.


Aðrir erlendir leikmenn (USA og utan ESS-ríkja):

Almennt um erlenda leikmenn utan EES:
Í janúar 2017 tóku ný lög gildi á Alþingi er varðar komu erlendra leikmanna og umsóknarferli þeirra.
Nú er heimilt fyrir leikmenn að koma til landsins og dvelja hér á meðan umsókn er unnin og samþykkt af UTL.

51. gr.
Skylda til að sækja um dvalarleyfi áður en komið er til landsins.

Útlendingur sem sækir um dvalarleyfi í fyrsta skipti skal sækja um leyfið áður en hann kemur til landsins og er honum óheimilt að koma til landsins fyrr en umsóknin hefur verið samþykkt. Frá þessu er heimilt að víkja ef umsækjandi um dvalarleyfi er undanþeginn áritunarskyldu eða hann er staddur hér á landi og er:
     
a.  maki eða sambúðarmaki íslensks eða norræns ríkisborgara eða útlendings sem dvelst löglega í landinu samkvæmt ótímabundnu dvalarleyfi eða dvalarleyfi sem getur verið grundvöllur ótímabundins dvalarleyfis,
     
b.  barn íslensks eða norræns ríkisborgara eða útlendings sem dvelst eða fær að dveljast löglega í landinu samkvæmt ótímabundnu dvalarleyfi eða dvalarleyfi sem getur verið grundvöllur ótímabundins dvalarleyfis, þegar barnið er yngra en 18 ára,
   
c.  umsækjandi um dvalarleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar skv. 61. gr., dvalarleyfi vegna starfa íþróttafólks skv. 63. gr. eða dvalarleyfi fyrir sérhæfða starfsmenn á grundvelli samstarfs- eða þjónustusamnings skv. 64. gr.
     
Undantekningar c-liðar 1. mgr. gilda meðan umsækjandi hefur heimild til dvalar á grundvelli gildrar vegabréfsáritunar eða á meðan umsækjandi hefur heimild til dvalar án áritunar.
   
Heimilt er að víkja frá 1. mgr. í öðrum tilvikum en þar eru upp talin ef ríkar sanngirnisástæður mæla með því.
     
Ef umsækjandi um dvalarleyfi sem dvelur hér á landi sækir um dvalarleyfi án þess að vera undanþeginn því að sækja um leyfi áður en hann kemur til landsins skv. 1. og 2. mgr. skal hafna umsókninni á þeim grundvelli. Það sama á við ef umsækjandi kemur til landsins áður en umsókn er samþykkt.

Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari fyrirmæli um undanþágur skv. 3. mgr.


Skráning og tryggingar:
Sækja þarf um líkt og áður til UTL fyrir leikmenn frá USA og öðrum ríkjum utan ESS (ESB).
Hægt er að skila umsókn til UTL þegar leikmaður mætir til landsins og hann getur fyllt út á frumritið sjálfur sem skilað er inn til UTL og kvittað á þau (til að sleppa við póstsendingar frumrits með hraðpósti mili landa).

UTL-skjöl: Umsóknir um atvinnu- og dvalarleyfi:
Skila þarf inn báðum eyðublöðum líkt og áður sem hér eru að neðan:

· D-207-Atvinnuleyfi-EN-27  (ísl: útgáfa: D-107 Umsókn um dvalarleyfi á grundvelli atvinnuþátttöku)
· Umsóknareyðublöð fyrir tímabundin atvinnuleyfi: Fyrir íþróttafólk


MIKILVÆGT!
Það er allt að 6 mánaða bið eftir afgreiðslu UTL á atvinnu- og dvalarleyfum og því verður að kaupa sérstaklega flýtimeðferð hjá UTL (sem kostar 45.000 kr.) og þá tekur ferlið mun skemmri tíma. Að öðrum kosti þarf að huga að endurnýjun sjúkratryggingar ef umsókn er ekki kláruð á fyrstu 6 mánuðunum svo leikmaðurinn sé ekki ótryggður að keppa/æfa og einnig að FBI vottorð eru aðeins gild í 3 mánuði (og þufa að opnast á fyrstu 30 dögum frá sendingu). Að öðrum kosti gæti skapast flækjustig að þegar umsókn leikmanns verður afgreidd, að þá vanti gögn og kalla þarf eftir þeim að nýju. Reglur UTL segja að gögn verði að liggja fyrir þegar umsóknin er afgreidd.

ATH! að auki: Leikmenn utan Schengen-svæðisins mega ekki vinna aðra vinnu nema að VMST (Vinnumálastofnun) samþykki þá umsókn sérstaklega!

FBI-vottorð frá veitu:
ATH! að sækja um FBI-vottorð í USA áður en komið er til landsins í gegnum veitum (mælum með tveimur valkostum, veitunni Accurate Biometrics, sjá hér að neðan eða beint frá FBI rafrænt)

1) UTL mælir með rafrænu sakavottorði frá FBI:www.edo.cjis.gov
Hér eru leiðbeiningar um ferlið í 7 skrefum lið fyrir lið.
Það er opið í 90 daga og hægt að opna það oftar en einu sinni á meðan veitan hér fyrir neðan er fín líka en frá þeim dugir rafrænt vottorð einungis í 30 daga og bara hægt að opna einu sinni. Leikmenn verða sér út um fingrafaraspjald og senda með umsókn til veitunnar úti. Sjá leiðbeiningar.

2) Til vara: Tengill á veituna sem við mælum ef þarf og umsóknarform þeirra (skref fyrir skref): www.accuratebiometrics.com
Leikmenn verða sér út um fingrafaraspjald og senda með umsókn til veitunnar úti. Sjá leiðbeiningar.

Haustið 2019 er orðin sami afgreiðslufrestur frá bæði FBI/veitunni. Biðjið um að senda rafrænan link með sakavottorðinu beint á forsvarsmann félags sem framsendir á UTL eða leikmanninn sjálfan sem sendir áfram á ykkur (A.T.H. að opna alls ekki linkinn því þá er vottorðið ógilt).

Sæki leikmaður ekki um vottorð fyrir komuna til Íslands er hægt að fara 1 dag í viku til að fá fingraför og þá er hægt að láta þau fylgja með umsókn út til veitunnar og senda gögnin út með hraðpósti ásamt umsókninni til veitunnar:

Umsókn um sakavottorð frá Íslandi (Sé leikmaður hér á landi)
Hægt er að sækja um fingraför leikmanna á lögreglustöðinni Vínlandsleið 2-4 (Grafarholt) í Reykjavík á þriðjudögum kl. 13:00-13:30 eingöngu (birt með fyrirvara um breytingar afgreiðslutíma lögreglu á þessari þjónustu). Best er að hafa samband til að fá þessars upplýsingar 100% réttar.
Leiðbeiningar á íslensku: Fingraför tekin á Íslandi (word-skjal)

Önnur sakavottorð:
Framvísa þarf einnig sakavottorði frá þeim löndum sem leikmaðurinn hefur dvalið í í yfir 6 mánuði á síðastliðnum 5 árum.
Félög þurfa að finna út úr því eftir því frá hvaða landi hver leikmaður er að koma hverju sinni og í samvinnu við leikmanninn að sækja um þau vottorð ef UTL óskar eftir.

Það sem þarf að uppfylla til að leikmaður fái leikheimild hjá KKÍ er eftirfarandi:

Umsókn um leikheimild hjá KKÍ:
· Afrit af vegabréfi            Skannað inn og sent í tölvupósti
· LetterOf Clearance         KKÍ sækir um LOC fyrir öll lönd/leikmenn með erlent ríkisfang
· Self Decleration (.pdf)     Fyrir leikmenn beint úr USA-háskóla eingöngu. Undirritað af leikmanninum sjálfum (rafrænt skjal)
· Sjúkratrygging                Staðfesting á sjúkrakostnaðartryggingu (þarf fyrir UTL líka og er í þeim gögnum)
· Greiðsla til KKÍ               Félag þarf að greiða FIBA A-licence skráningargjald til KKÍ (staðgreitt)
· Staðfesting frá VMST     Um að búið sé að veita atvinnuleyfi til leikmannsins hjá Vinnumálastofnun
· Staðfesting um sóttvarnir Leikmaður og forsvarsmaður félags undirrita yfirlýsingu og skila til KKÍ

Letter of Clearance umsóknir - Almennt fyrir allar umsóknir
Gefa þarf KKÍ upplýsingar um leikmanninn með afriti af vegabréfi (þá kemur fram nafn hans, fæðingardag og ár) og svo upplýsingar um fyrra lið hans og í hvaða landi hann lék síðast. Að auki þarf að fylgja upplýsingar um umboðsmann leikmannsins (ef hann er til staðar) og þá er nóg að taka fram nafn hans (og þá er hægt að fletta honum upp rafrænt í umsókn/kerfi FIBA). Þegar þessar upplýsingar og gögn liggja fyrir er hægt að útbúa LOC-umsóknina rafrænt.

KKÍ sér um að sækja um öll LOC til allra annara landa. Frá og með leiktíðinni 2019-2020 er sótt um þau rafrænt í gegnum vefsíðu FIBA og þurfa félög að greiða „Administrative-fee" fyrir LOC-umsókn sem eru 250 CHF. (Svissneskir frankar). Félög fá greiðslugátt frá kerfinu eftir að skrifstofa KKÍ hefur sett ferlið í gang. LOC eru veitt eftir að gjaldið er greitt og fyrra félag hefur samþykkt umsóknina.


ATH!
Vert er að taka fram að í öllum tilfellum er gott að sækja um LOC tímanlega, því KKÍ sækir um það til viðkomandi sérsambands í því landi þar sem leikmaður lék síðast og getur tekið tíma, allt eftir því hve fjótt viðkomandi samband afgreiðir málið og fær svar frá fyrra félagi um að leikmaður sé laus allra mála hjá því sambandi. ATHUGIÐ að sérsambönd geta áskilið sér allt að sjö (7) virka daga til að afgreiða LOC. Á meðan það vantar til KKÍ fær leikmaður ekki leikheimild.

Munið að tilkynna brottfarir leikmanna þegar þeir yfirgefa landið, hvort sem er á miðju tímabili eða í lok þess, til Þjóðskrár Íslands á netföngin skra@skra.is og utl@utl.is í cc:.


Umsóknarferli um atvinnu- og dvalarleyfi fyrir leikmenn utan EES · Eyðublöð og leiðbeiningar
Almennar leiðbeiningar um umsóknarferli fyrir atvinnu- og dvalarleyfi má finna á heimasíðu Útlendingastofnunar (www.utl.is) en hér fyrir neðan má finna nánari leiðbeiningar er KKÍ hefur sett saman til að einfalda forráðamönnum að sækja um atvinnu- og dvalarleyfi fyrir erlenda leikmenn.

Skref 1:
Erlendur leikmaður fyllir út nauðsynleg umsóknareyðublöð frá UTL sem nálgast má hér (2 skjöl)
· D-107 Umsókn um dvalarleyfi á grundvelli atvinnuþátttöku
· Umsóknareyðublöð fyrir tímabundin atvinnuleyfi: Fyrir íþróttafólk


Fylla skal út þær upplýsingar í umsóknina er snúa að félaginu (heimilisfang á Íslandi, upplýsingar um liðið og fl.) Mjög mikilvægt er að sá aðili er sér um þetta fyrir félagið lesi yfir gögnin áður en þau fara til Útlendingastofnunar og eins og kemur fram hér að ofan þá þarf að klára að fylla út umsóknareyðublöðin þar sem leikmaðurinn er ekki með allar nauðsynlegar upplýsingar. Skila í frumriti til UTL.

Skref 2:
Erlendur leikmaður sækir um FBI sakavottorð áður en hann heldur til Íslands – UTL mælir með rafrænu sakavottorði frá FBI: https://www.edo.cjis.gov/#/
Það er opið í 90 daga og hægt að opna það oftar en einu sinni á meðan veitan hér fyrir neðan er fín líka en frá þeim dugir rafrænt vottorð einungis í 30 daga og bara hægt að opna einu sinni. Leikmenn verða sér út um fingrafaraspjald og senda með umsókn til veitunnar úti. Sjá leiðbeiningar.

Veitan sem hægt er að nota einnig heitir Accurate Biometrics (http://www.accuratebiometrics.com/fingerprinting_FBI_Procedures_By_Mail.html). Þegar fyllt er út umsóknareyðublaðið skal velja „Web Portal Service“ og að senda skuli niðurstöðurnar á utl@utl.is (eða netfang forráðamanns félagsins sem framsendir niðurstöðurnar til UTL – athugið að ekki er heimilt að opna linkinn þar sem hann virkar aðeins einu sinni og starfsmaður UTL þarf að vera sá sem sækir niðurstöðurnar). Þessir linkar eru oftast virkir í um 30 daga frá því þeir eru sendir og því hægt að opna þá einu sinni á þeim tíma.

Skref 3: 
Forráðamaður félags fyllir út umsókn um sjúkratryggingu á Íslandi frá því tryggingarfélagi er liðið er í viðskiptum við og látin fylgja ásamt afriti af vegabréfi leikmannsins.

Sjóvá: http://www.sjova.is/files/2008_11_11_Application_for_sickness_cost_forms_signature.pdf
Vís: http://vis.is/media/1719/medical_cost_insurance-e.pdf
TM: https://www.tm.is/media/Eydublod_TM/Application.pdf
Vörður: http://www.vordur.is/GetAsset.ashx?id=4893

Skref 4:
Forráðamenn félagsins fylla út húsnæðisvottorð ásamt eiganda húsnæðisins sem nálgast má hér:
http://utl.is/files/Yfirlysing_huseiganda-isl_utfyllanlegt.pdf 

Skref 5: 
Forráðamaður félagsins fer með gögnin í frumriti til Útlendingastofnunar (UTL). Gögnin sem þarf að skila inn eru eftirfarandi:

  1. Dvalarleyfisumsókn (í frumriti)
  2. Atvinnuleyfisumsókn (í frumriti)
  3. Ráðningasamningur (í frumriti)
  4. Umboð frá forráðamanni félagsins sem sér um umsóknina (í frumriti)
  5. Afrit af vegabréfi leikmanns (ljósrit)
  6. Staðfesting á tryggingu leikmanns (ljósrit)
  7. Húsnæðisvottorð (frumrit)
  8. Kvittun fyrir greiðslu afgreiðslugjalds (Það verður AÐ PANTA FLÝTIMEÐFERÐ til að tryggja hraða afgeriðslu og að öll vottorð séu í gildi þegar umsókn er afgreidd + að Vinnumálastofnun fái umsókn leikmannsins á réttum tíma, reikningsnúmer 0515-14-410424, kt. 670269-6399).


Texti til leikmanna við að fylla út gögn:
Hér má sjá dæmi um texta sem hægt er að nota til að leiðbeina erlendum leikmanni í gegnum ferlið ef hann gerir þetta að utan og sendi gögn heim (átti við áður en lög breyttust og vinna þurfti umsóknir fyrir komu leikmanna).

Dear (player name)

My name is XXX and I‘m helping XXX team get a residence and work permit for you in Iceland.

Step one: 
Attached is a pdf-document that you will have to print out and fill in all boxes marked with yellow. Remember to signed everything at the bottom page. As soon as you have filled this out send this to my address with overnight delivery (DHL, Fed-ex and so on). My address is xxxxxxxx

Step two: 
Apply for a FBI Criminal record – the instructions can be found here on this website: https://www.edo.cjis.gov/#/
Go trough the steps as described.

Another option is also this company that provides FBI-records:
http://www.accuratebiometrics.com/fingerprinting_FBI_Procedures_By_Mail.html
 
Please pick „Web Portal Service“ and have the results e-mailed to utl@utl.is Please do this as soon as possible. We will refund you the cost when you get to Iceland. If you have the Criminal Record sent to your email, be sure not to open the link when it arrives as it must only be done by an Icelandic Immigration Office Personell.

Step three:
Print out the application for a Health insurance in Iceland and scan and e-mail that to me. Please e-mail me also a copy of your passport. The application can be found here: xxxxxx (setja hér inn link á umsóknareyðublað frá tryggingafélagi liðsins).

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira