MYNDIR: FLICKR myndasafn KKÍ

Icelandair logo             Bílaleiga Akureyrar
 

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Landslið karla: Eistland-Ísland í dag

29 júl. 2021Í kvöld leikjur landslið karla sinn annan vináttulandsleik gegn Eistlandi í æfingaferðinni í Tallinn. Leikurinn í gær var leikinn fyrir luktum dyrum og léku 14 leikmenn beggja liða og ákváðu þjálfararnir að leika 4x12 mín. Leikurinn í gær reyndist vel allir leikmenn tóku þátt og voru mínútum dreift milli leikmanna. Kári Jónsson snéri ökkla lítilega en er að jafna sig og leikur í kvöld aftur. Leikurinn var jafn og leiddi Ísland eftir 1. og 2. leikhluta og þar með í háflleik. Eistar áttu góðan þriðja leikhluta og nýttu til að mynda 7/11 þriggjastiga skotum sínum sem fór langt með leikinn fyrir þá að þessu sinni. Góðir leikur hjá okkar strákum í heild og þjálfarateymið ánægt með frammistöðu leikmanna og hvernig gekk að gera það sem lagt var upp með. Ægir Þór Steinarsson var með 14 stig og Elvar Már Friðriksson var með 13 en aðrir dreifðu öðru skori sín á milli.Meira
Mynd með frétt

Landslið karla: Tveir vináttulandsleikir gegn Eistlandi framundan

27 júl. 2021Íslenska landslið karla í körfuknattleik var kallað saman í lok síðustu viku til æfinga og hefur æft saman yfir helgina. Til að byrja með æfði hluti hópsins saman miðvikudag og fimmtudag en þá voru leikmenn úr þeim hóp boðaðir áfram og bættust við fleiri leikmenn á föstudeginum sem hafa æft saman síðan þá. Framundan eru mjög mikilvægir leikir í ágúst, dagana 12.-17. ágúst, í lokaumferð forkeppni að HM 2023. Þar leikur liðið í sóttvarnar „bubblu“ í Svartfjallalandi alla fjóra leiki sína gegn Svartfjallalandi og Danmörku í þriggja liða riðli. Tvö efstu liðin í riðlinum fara áfram í sjálfa undankeppnina sem hefst í nóvember. Meira
Mynd með frétt

U20 karla: Leika um 3. sætið á morgun

22 júl. 2021U20 lið karla lék sinn þriðja leik í dag gegn Svíþjóð. Strákarnir okkar töpuðu gegn Finnum í fyrsta leik og unnu svo Eistland í gær. Í dag lék þeir gegn Svíum. Ísland-Eistland: Strákarnir í U20 unnu frábæran sigur á heimamönnum í þar sem Styrmir Snær Þrastarson fór mikinn. Eistar skoruðu 6 fyrstu stigin en síðan tóku strákarnir leikinn yfir og leiddu til loka. Þegar upp var staðið var sigurinn öruggur og liðsheildin virkilega góð. Öll fjögur liðin eru því með einn sigur og eitt tap eftir gærdaginn og því réðst það í dag um hvaða sæti liðin myndu leika.Meira
Mynd með frétt

U20 kvenna: Tveir leikir búnir · tap í gær og sigur í dag

22 júl. 2021U20 kvenna lék fyrsta leik sinn í gær af þrem í Svíþjóð þar sem heimastúlkur, Ísland og Finnland hittust og leika þrjá leiki innbyrðis sín á milli. Leikurinn í gær gegn Finnlandi var jafn framan af. Í lok þriðja leikhluta. Lokatölur 77:66 fyrir Finnland. Ísland lék vel á löngum köflum, lék frábæra vörn en með betri hittni úr opnum skotum hefði liðið haft fullt erindi í að vinna leikinn. Ásta Júlía Grímsdóttir var með 21 stig og Anna Ingunn Svansdóttir var með 18 stig, en báðar tóku þær sex fráköst hvor. Í dag mættu íslensku stelpurnar liði Svía í fyrr leik sínum gegn þeim, en liðið mætast aftur á morgun. Stelpurnar tóku forystuna snemma leiks og léku vel á báðum endum vallarins. 55:45 sigur niðurstaðan í dag.Meira
 • UPPFÆRÐAR LEIÐBEININGAR UM ÆFINGAR OG KEPPNI (25. MAÍ 2021)


  Leiðbeiningar KKÍ og HSÍ hafa vegna æfinga og keppni í COVID-19 hafa nú verið uppfærðar og eru aðgengilegar á heimasíðu KKÍ.

  Þessar leiðbeiningar hafa tekið gildi og taka mið af þeim afléttingum sem hafa orðið á samkomutakmörkunum. Heimilt er nú að taka við allt að 300 áhorfendum í hvert hólf, sé til þess nægt rými. Hægt er að sjá nýjustu upplýsingar vegna COVID-19 á heimasíðu KKÍ.

  Helstu breytingar frá fyrri takmörkunum eru:
  · Hámark þátttakenda í æfingum og í keppni fara úr 75 í 150.
  · Hámarksfjöldi á hverju svæði á áhorfendasvæðum fer úr 150 í 300.
  · Tryggt verði að fjarlægð milli ótengdra gesta sé a.m.k. 1 metri á alla kanta.
  · Heimilt verður að selja veitingar í hléum, en gæta þarf þó að hópamyndun.

  Við viljum þó minna á grímuskyldu, almenn fjarlægðarviðmið (2m almenn, 1m í stúku) og sýnilegar sóttvarnir.

  Eins og áður skulu allir gestir sitja í númeruðum sætum og vera skráðir, a.m.k. nafn, símanúmer og kennitala.
  Skráin skal varðveitt í tvær vikur og eytt að þeim tíma liðnum. 

Skrifstofa KKÍ

img-responsive

Hannes S. Jónsson

Formaður KKÍ

Hannes hefur verið formaður KKÍ frá árinu 2006. Hann sér um daglegan rekstur og fjármál ásamt því að vera í forsvari fyrir sambandið.

hannes.jonsson@kki.is
vs: 514-4107 · s: 698-7574

img-responsive

Kristinn Geir Pálsson

Afreksstjóri KKÍ

Kristinn er afreksstjóri KKÍ og umsjónarmaður landsliðsmála. Hann sér um öll landslið KKÍ, skipulag og undirbúning þeirra, auglýsingar og markaðsmál, ásamt ýmsum öðrum fjölbreyttum verkefnum KKÍ.

kristinn@kki.is
vs: 514-4102 · s: 693-7107

Snorri Örn Arnaldsson

Mótastjóri KKÍ

Snorri Örn er mótastjóri KKÍ og sér um að leikir og mót fari fram og skipuleggur alla leikdaga og keppnishelgar ásamt ýmsu öðru tengdu viðamiklu mótahaldi KKÍ.

snorri@kki.is
vs: 514-4103 · s: 695-5080

img-responsive

Sigrún Ragnarsdóttir

Skrifstofustjóri KKÍ

Sigrún sér um daglegan rekstur skrifstofu KKÍ ásamt ýmsum verkefnum tengdum mótamálum, afreksmálum og fræðslumálum.

sigrun@kki.is
vs: 514-4100 · s: 863-3419

img-responsive

Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir

Starfsmaður mótamála KKÍ

Sólveig vinnur við skipulagningu móta og leikja yngri flokka og annara verkefna tengdum mótamálum.

solveig@kki.is
vs: 514-4106 · s: 863-3426

Hafðu samband!

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira