Nýjustu fréttir
Áhorfendur á leiki yngri flokka
24 feb. 2021KKÍ hefur gefið út uppfærðar leiðbeiningar um framkvæmd leikja í yngri flokkum.MeiraÁhorfendur á kappleiki
24 feb. 2021Ný reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi á miðnætti leyfir nú áhorfendur á kappleikjum. Þrátt fyrir þær afléttingar, þá á eftir að útfæra nokkur atriði úr reglugerðinni inn í leiðbeiningar HSÍ og KKÍ um æfingar og keppni. Unnið er að lausn og útfærslu leiðbeininga með ÍSÍ og heilbrigðisráðuneytinu, en meðan svo er gilda fyrri leiðbeiningar HSÍ og KKÍ um framkvæmd leiks.MeiraLandsliðs karla: Sigrar sinn riðil í forkeppninni og leika næst í ágúst!
22 feb. 2021Íslenska karlalandsliðið er nú komið heim og leikmenn til sinna félaga í Evrópu eftir ferðlag í dag frá Kosovó. Ísland vann báða sína leiki í bubblunni í þessum landsliðsglugga en leikið var gegn Slóvakíu og Lúxemborg. Í hinum riðlinum fóru Portúgal og Hvíta-Rússland áfram ásamt Slóvakíu úr okkar riðli. Þessi fjögur lið fara í fjóra riðla og fá hvert tvö lið að auki úr undankeppni EuroBasket 2022 sem líkur í kvöld. Þá verður ljóst hvaða lið við eigum möguleika á að mæta í síðari umferð forkeppninnar sem fram fer í ágúst.Meira/molten_bg5000.png)
-
VÍS er nýr samstarfsaðili KKÍ · VÍS BIKARINN
VÍS er nýr bakhjarl Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ). Þrátt fyrir óvissu vegna alheimsfaraldursins er það gleðiefni að framundan sé bikarkeppni KKÍ en þá verður barist um VÍS BIKARINN. Því er ljóst að körfuboltinn verður rauðari en hann hefur nokkurn tímann verið!
Þetta er í fyrsta skipti sem VÍS styður við KKÍ með þessum hætti. KKÍ hefur unnið frábært starf undanfarin ár og hafa vinsældir körfuboltans aukist jafnt og þétt. Ljóst er að mikil samlegð er í áherslum KKÍ og VÍS í lýðheilsu. VÍS beinir því spjótunum að forvörnum, samfélaginu til heilla ─ en íþróttir eru frábær forvörn, fyrir líf og sál.