Nýjustu fréttir
Leikjaplan Domino's og 1. deilda
14 apr. 2021Búið er að birta leikjaplan Domino's og 1. deilda karla og kvenna á mótavef KKÍ.MeiraEru íþróttir barna orðnar að keppni fullorðinna?
13 apr. 2021Sveinn Þorgeirsson, sérfræðingur við íþróttafræðideild, flytur þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis. Í fyrirlestrinum verður fjallað um snemmbæra sérhæfingu í skipulögðum íþróttum, ávinning og nokkrar af þeim hættum sem fylgja ofuráherslu á slíka þjálfun í íþróttum barna. Æskilegar áherslur í starfi eru ræddar og því velt upp hvað sé best að gera við rána sem var til umræðu fyrr í vetur, - á að hækka hana eða jafnvel lækka? Umfjöllunin á erindi við þjálfara, kennara, unglinga og ekki síst foreldra sem gegna veiga miklu hlutverki allt frá upphafi.MeiraÚrskurður áfrýjunardómstóls KKÍ
9 apr. 2021Haldið er dómþing áfrýjunardómstóls Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) miðvikudaginn 7. apríl 2021. Meira/molten_bg5000.png)
-
UPPFÆRÐAR SÓTTVARNARREGLUR 9. MARS 2021
Að beiðni yfirvalda hafa leiðbeiningar HSÍ og KKÍ um framkvæmd æfinga og leikja verið uppfærðar. Helstu breytingar snúa að því að frá 10. mars verður nauðsynlegt að allir áhorfendur verði í númeruðum sætum á leikvelli. Áhorfendur verða að vera í því sæti sem þeim er úthlutað, ekki verður heimilt að skipta um sæti eða færa sig til í annað sæti á leikstað. Sætisnúmer skulu vera með í skráningu áhorfenda. Uppfærðar leiðbeiningar má nálgast á heimasíðu KKÍ.
Breytingar á leiðbeiningum, grein 6:
Allir gestir séu sitjandi í númeruðum sætum og ekki andspænis hvor öðrum. Númera skal sæti svo 1 m. er að lágmarki í næsta áhorfanda á alla kanta. Áhorfendur skulu sitja í því sæti sem þeim er úthlutað, ekki er leyfilegt að skipta á sætum. Allir gestir séu skráðir, a.m.k. nafn, kennitala, símanúmer og sæti. Geyma þarf upplýsingar um áhorfendur í tvær vikur eftir viðburð vegna rakningar.
Heimalið eru framkvæmdaraðilar á leikjum og það er því á þeirra ábyrgð að leikirnir fari fram samkvæmt leiðbeiningum sérsambandanna. Við viljum sérstaklega minna á grímuskyldu, en þó nokkuð hefur borist af ábendingum um að henni sé ekki sinnt eins og krafa er um. Minnt er sérstaklega á ábyrgð íþróttahreyfingarinnar í því að fá að taka á móti áhorfendum á kappleiki, en til að svo verði áfram þarf að tryggja að framkvæmd reglnanna verði góð. Áhorfendur verða að bera grímu á leikstað, og starfsmenn í gæslu þurfa að tryggja að reglum um grímuskyldu sé framfylgt. Nauðsynlegt er að vísa þeim einstaklingum sem vilja ekki eða ætla ekki að framfylgja reglunum af leikstað.
Mikilvægt er að íþróttahreyfingin taki sóttvarnir föstum tökum og sýni ábyrgð bæði á æfingum og í leikjum. Það er mikið undir hjá okkur sem og öðrum íþróttgreinum þegar sól hækkar á lofti og styttist í úrslitakeppni í öllum flokkum.