Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Ísland hefur leik á FIBA ESPORTS OPEN III föstudaginn 23. apríl

14 apr. 2021KKÍ í samvinnu við Rafíþróttasamtök Íslands mun Ísland taka þátt í FIBA Esport Open III þar sem keppt verður á Playstation í leiknum NBA2K í lok næstu viku. Þetta er í fyrsta sinn sem KKÍ og Ísland tekur þátt í rafíþróttamóti á vegum FIBA. Verið er að setja saman 7 manna landslið Íslands sem mun svo keppa á föstudeginum 23. apríl í riðli með þrem öðrum liðum. Alls eru fjórir riðlar með fjórum liðum í Evrópudeildinni. Tvö efstu liðin í hverjum riðli fara áfram í 8-liða úrslitin sem leikin verða á laugardeginum 24. apríl og fjögur bestu fara í lokaúrslit á sunnudegi. Meira
Mynd með frétt

Leikjaplan Domino's og 1. deilda

14 apr. 2021Búið er að birta leikjaplan Domino's og 1. deilda karla og kvenna á mótavef KKÍ.Meira
Mynd með frétt

Eru íþróttir barna orðnar að keppni fullorðinna?

13 apr. 2021Sveinn Þorgeirsson, sérfræðingur við íþróttafræðideild, flytur þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis. Í fyrirlestrinum verður fjallað um snemmbæra sérhæfingu í skipulögðum íþróttum, ávinning og nokkrar af þeim hættum sem fylgja ofuráherslu á slíka þjálfun í íþróttum barna. Æskilegar áherslur í starfi eru ræddar og því velt upp hvað sé best að gera við rána sem var til umræðu fyrr í vetur, - á að hækka hana eða jafnvel lækka? Umfjöllunin á erindi við þjálfara, kennara, unglinga og ekki síst foreldra sem gegna veiga miklu hlutverki allt frá upphafi.Meira
Mynd með frétt

Úrskurður áfrýjunardómstóls KKÍ

9 apr. 2021Haldið er dómþing áfrýjunardómstóls Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) miðvikudaginn 7. apríl 2021. Meira
 • UPPFÆRÐAR SÓTTVARNARREGLUR 9. MARS 2021  Að beiðni yfirvalda hafa leiðbeiningar HSÍ og KKÍ um framkvæmd æfinga og leikja verið uppfærðar. Helstu breytingar snúa að því að frá 10. mars verður nauðsynlegt að allir áhorfendur verði í númeruðum sætum á leikvelli. Áhorfendur verða að vera í því sæti sem þeim er úthlutað, ekki verður heimilt að skipta um sæti eða færa sig til í annað sæti á leikstað. Sætisnúmer skulu vera með í skráningu áhorfenda. Uppfærðar leiðbeiningar má nálgast á heimasíðu KKÍ.

  Breytingar á leiðbeiningum, grein 6:
  Allir gestir séu sitjandi í númeruðum sætum og ekki andspænis hvor öðrum. Númera skal sæti svo 1 m. er að lágmarki í næsta áhorfanda á alla kanta. Áhorfendur skulu sitja í því sæti sem þeim er úthlutað, ekki er leyfilegt að skipta á sætum. Allir gestir séu skráðir, a.m.k. nafn, kennitala, símanúmer og sæti. Geyma þarf upplýsingar um áhorfendur í tvær vikur eftir viðburð vegna rakningar.

  Heimalið eru framkvæmdaraðilar á leikjum og það er því á þeirra ábyrgð að leikirnir fari fram samkvæmt leiðbeiningum sérsambandanna. Við viljum sérstaklega minna á grímuskyldu, en þó nokkuð hefur borist af ábendingum um að henni sé ekki sinnt eins og krafa er um. Minnt er sérstaklega á ábyrgð íþróttahreyfingarinnar í því að fá að taka á móti áhorfendum á kappleiki, en til að svo verði áfram þarf að tryggja að framkvæmd reglnanna verði góð. Áhorfendur verða að bera grímu á leikstað, og starfsmenn í gæslu þurfa að tryggja að reglum um grímuskyldu sé framfylgt. Nauðsynlegt er að vísa þeim einstaklingum sem vilja ekki eða ætla ekki að framfylgja reglunum af leikstað.

  Mikilvægt er að íþróttahreyfingin taki sóttvarnir föstum tökum og sýni ábyrgð bæði á æfingum og í leikjum. Það er mikið undir hjá okkur sem og öðrum íþróttgreinum þegar sól hækkar á lofti og styttist í úrslitakeppni í öllum flokkum.

Skrifstofa KKÍ

img-responsive

Hannes S. Jónsson

Formaður KKÍ

Hannes hefur verið formaður KKÍ frá árinu 2006. Hann sér um daglegan rekstur og fjármál ásamt því að vera í forsvari fyrir sambandið.

hannes.jonsson@kki.is
vs: 514-4107 · s: 698-7574

img-responsive

Kristinn Geir Pálsson

Afreksstjóri KKÍ

Kristinn er afreksstjóri KKÍ og umsjónarmaður landsliðsmála. Hann sér um öll landslið KKÍ, skipulag og undirbúning þeirra, auglýsingar og markaðsmál, ásamt ýmsum öðrum fjölbreyttum verkefnum KKÍ.

kristinn@kki.is
vs: 514-4102 · s: 693-7107

Snorri Örn Arnaldsson

Mótastjóri KKÍ

Snorri Örn er mótastjóri KKÍ og sér um að leikir og mót fari fram og skipuleggur alla leikdaga og keppnishelgar ásamt ýmsu öðru tengdu viðamiklu mótahaldi KKÍ.

snorri@kki.is
vs: 514-4103 · s: 695-5080

img-responsive

Sigrún Ragnarsdóttir

Skrifstofustjóri KKÍ

Sigrún sér um daglegan rekstur skrifstofu KKÍ ásamt ýmsum verkefnum tengdum mótamálum, afreksmálum og fræðslumálum.

sigrun@kki.is
vs: 514-4100 · s: 863-3419

img-responsive

Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir

Starfsmaður mótamála KKÍ

Sólveig vinnur við skipulagningu móta og leikja yngri flokka og annara verkefna tengdum mótamálum.

solveig@kki.is
vs: 514-4106 · s: 863-3426

Hafðu samband!

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira