Úrvalsbúðir

UPPFÆRT 5. ágúst 
Eins og staðan er í dag og að óbreyttu mun KKÍ standa fyrir Úrvalsbúðum í ágúst skv. dagskrá eina helgi í sumar, helgina 15.-16. ágúst, svo framarlega sem það fylgir sóttvarnarreglum yfirvalda. (sjá nánar neðar).

Það gengur vel að undirbúa helgina og tilhlökkun hjá okkar þjálfurum að halda Úrvalsbúðirnar. KKÍ mun gera allt í sínu valdi til að tryggja að farið verði að fullu eftir sóttvarnarreglum sem í gildi eru. 

Við minnum á að það er óheimilt fyrir foreldra að koma inn í íþróttahúsin og biðjum við ykkur að virða það vel og verða starfsmenn KKÍ
á staðnum til að aðstoða alla iðkendur og leiðbeina. Að því sögðu er vert að minna á að það er ekki hægt að greiða á staðnum.

Við biðjum um millifærslu í heimabanka í staðin en fjölmargir foreldrar hafa greitt þátttökugjaldið nú þegar  en ennþá eru einhverjir sem eiga það eftir og við biðjum alla þá að gera það í síðasta lagi á morgun föstudaginn 14. ágúst fyrir kl. 15:00. Við merkjum svo við alla sem mæta við komuna og sömuleiðis alla þá sem hafa greitt fyrirfram.

Mjög mikilvægt er að senda kvittun með nafni og fæðingarári barns á kki@kki.is svo hægt sé að merkja við greiðslur rétt. 

kt. 7101691369
rn. 121-26-1369
netfang: kki@kki.is
Þátttökugjald: 5.000 kr. 

Um Úrvalsbúðir
Síðustu sumur hefur KKÍ staðið fyrir æfingabúðum fyrir úrvalshóp ungmenna. Þangað hafa leikmenn verið boðaðir af þjálfurum sínum úr hverju félagi og fengið boðsbréf sent heim.

Úrvalsbúðirnar í ár sumarið 2020 eru fyrir ungmenni fædd 2007, 2008 og 2009.
Æfingabúðirnar verða haldnar eina helgi í sumar.

Úrvalshópurinn er undanfari yngri landsliða Íslands (U15) þar sem unglingalandsliðsþjálfarar ásamt vel völdum gestaþjálfurum fara yfir ýmis tækniatriði og áherslur og stjórna stöðvaæfingum þar sem meðal annars verða æfð skottækni, sendingar, boltameðferð og sóknarhreyfingar.

Yfirþjálfarar Úrvalsbúðana eru þau Ingi Þór Steinþórsson hjá drengjum og Ólöf Helga Pálsdóttir hjá stúlkum.


SKRÁNING Í BÚÐIRNAR FER FRAM HÉRNA


Dagsetningar Úrvalsbúða 2020 · Ein helgi þetta árið

Stúlkur:
15.-16. ágúst · Ólafssalur að Ásvöllum, Hafnarfirði (Haukahúsið)

Drengir:
15.-16. ágúst · Dalhús, Grafarvogi (Fjölnishúsið)

Æfingatímar verða eftirfarandi á hvorum stað
leikmenn f. 2009 kl. 09.00 – 11.00  Æfing laugardag og sunnudag 
leikmenn f. 2008 kl. 11.30 – 13.30  Æfing laugardag og sunnudag 
leikmenn f. 2007 kl. 13.30 - 14.30  Fyrirlestur á laugardeginum
+
leikmenn f. 2007 kl. 14.30 – 16.30  Æfing laugardag og sunnudag


Bréf stúlkna 2020
Bréf drengja 2020


FYRIRKOMULAG 

1) Aðkoma iðkenda · Inngangur 
Foreldrar eru beðnir um að skutla börnum sínum að inngangi íþróttahússins. Við viljum biðja foreldra að fara ekki úr bílum sínum nema nauðsyn beri til. Foreldrar mega ekki koma inn í íþróttahúsið. Tekið verður á móti öllum iðkendum af starfsmönnum KKÍ og þeim leiðbeint á réttan stað.
2) Iðkendur þurfa að koma klæddir til æfinga
Við viljum biðja iðkendur að koma í íþróttafötum tilbúin til æfinga. Körfuboltaskór og vatnsbrúsi skal vera í litlum poka sem er tekin með inn í íþróttasalinn. Þar klæða iðkendur sig í körfuboltaskóna. Ekki verður í boði að nota búningsklefa.

2) Aðkoma næstu æfingahópa
Iðkendur f. 2008 sem mæta í æfingatíma númer tvö, mæta í íþróttahúsið 10 mínútum fyrir ofangreindan tíma, mikilvægt er að koma ekki fyrr svo hópar mætist ekki.

Elsti hópurinn, iðkendur f. 2007, byrja á fundi í fundarsal og því nægur tími fyrir hóp 2 að klára æfinguna sína og yfirgefa húsið á meðan fundurinn fer fram hjá þeim elstu. Sama á við sunnudag, engin fundur er þá, en þá er aftur klukkutími milli æfingahópanna tveggja.

3) Lok æfinga  · Útgangur
Þegar æfingu lýkur fara iðkendur strax út úr íþróttahúsinu. 

4) Sótthreinsun bolta
Þjálfarar og starfsmenn KKÍ hreinsa bolta og áhöld milli æfinga hópana þriggja
(árg. 2009-2008-2007)

5) Þátttökugjald og greiðsla
Við viljum biðja foreldra að millifæra þátttökugjaldið á reikning KKÍ. Vegna sóttvarna og til að lágmarka umgang í íþróttahúsinu eru allir foreldrar eru beðnir um að ganga frá þátttökugjaldinu í heimabanka með millifærslu og kvittun í tölvupósti í síðasta lagi föstudaginn 14. ágúst.

Mjög mikilvægt er að senda kvittun með nafni og fæðingarári barns á kki@kki.is svo hægt sé að merkja við greiðslur rétt. 

kt. 7101691369
rn. 121-26-1369
netfang: kki@kki.is
Þátttökugjald: 5.000 kr.
 

Aðrar aðgerðir og leiðbeiningar sem notast verður við:
· Eingöngu þjálfurum, fulltrúm KKÍ og starfsfólki íþróttahússins sem og iðkendum sem fæddir eru 2004 og síðar er heimilt að vera í inní íþróttasal
· Foreldrum er óheimilt að horfa á æfingarnar og að koma inn í íþróttahúsið
· Foreldrar eru beðnir um að koma börnum sínum á staðinn og sækja fyrir utan íþróttahúsið eins og kostur er
· Ekki verði notast við búningsklefa hvort sem er fyrir eða eftir æfingarnar og iðkendur koma klæddir
· Handspritt sé aðgengilegt á öllum stöðum þar sem iðkendur og þjálfarar eru
· Þjálfarar noti ekki sömu bolta til kennslu og iðkendur
· Iðkendur og þjálfarar útiloka alla snertingu sín á milli og haldi fjarlægð í 2 metrum eins og hægt er
· Iðkendur drekki eingöngu vökva úr sínum eigin drykkjarílátum. Hver og einn aðili ætti að vera með sitt eigið ílát (brúsa, flösku eða annað).

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira