Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

EuroBasket bikarinn á Íslandi!

3 júl. 2025EuroBasket eða EM í körfuknattleik karla 2025 fer fram í haust og munu strákarnir okkar spila í Katowice í Póllandi. EuroBasket bikarinn er á ferð um Evrópu „trophy tour“ og stoppar hjá átta þjóðum af þeim tuttuguogfjórum sem komast á mótið. Meira
Mynd með frétt

U18 stúlkna á EuroBasket

3 júl. 2025U18 lið stúlkna hélt út til Vilnius í Litháen í dag til að taka þátt í U18 EuroBasket Women B division. Fyrsti leikur er á morgun gegn heimakonum kl 15:00 að staðartíma.Meira
Mynd með frétt

Brons á Norðurlandamótinu

3 júl. 2025U18 ára lið drengja vann í vikunni til bronsverðlauna á norðulandamótinu sem fram fór í Svíþjóð. Að loknu móti var Björn Skúli Birnisson valinn í úrvalslið mótsins.Meira
Mynd með frétt

U16 drengir og stúlkur á leið á NM

30 jún. 2025​U16 ára lið drengja og stúlkna héldu bæði út í morgun til Finlands að taka þátt í Norðurlandamótinu.Meira
Mynd með frétt

NM U18 drengja hefst á morgun

25 jún. 2025NM U18 Drengja fer fram í Södertalje í Svíþjóð og hélt hópurinn út í dag.Meira
Mynd með frétt

Riðlakeppni EuroBasket kvenna er lokið

23 jún. 2025Riðlakeppni EuroBasket kvenna er lokið og ljóst hvaða lið mætast í 8 liða úrslitum mótsins en þau verða spiluð á þriðjudag og miðvikudag. Á þriðjudaginn mætast Frakkland-Lithaen og Ítalía-Tyrkland, á miðvikudaginn Spánn-Tékkland og Belgía-Þýskaland. 8 liða úrslitin ásamt undanúrslitum og úrslitum fara fram í Piraeus í Grikklandi.Meira
Mynd með frétt

Silfur á Norðulandamótinu

23 jún. 2025Undir 18 ára stúlknalið Íslands lauk leik í morgun á Norðurlandamótinu í Södertalje með sigri gegn Noregi, 52-102.Meira
Mynd með frétt

Rúnar Birgir á EuroBasket í haust

18 jún. 2025Þau ánægjulegu tíðindi bárust KKÍ nú fyrir skömmu að Rúnari Birgi Gíslasyni hefur verið raðað sem eftirlitsmanni á EuroBasket karla í haust. Það verða því ekki bara strákarnir okkar sem taka þátt í mótinu fyrir Íslands hönd í Póllandi heldur verður okkar fulltrúi í einu hinna landanna sem eru gestgjafar í mótinu.Meira
Mynd með frétt

NM U18 stúlkna hefst á morgun

13 jún. 2025NM U18 Stúlkna fer fram í Södertalje í Svíþjóð og hélt hópurinn út í dag. Meira
Mynd með frétt

Skráning opnar í deildarkeppni, bikarkeppni og 2. deild karla fyrir tímabilið 2025-2026

10 jún. 2025Opnað hefur verið fyrir skráningu í 2. deild karla og deildarkeppni yngri flokka fyrir tímabilið 2025-2026. Einnig er skráning í bikarkeppni yngri flokka opin. Skráning stendur til klukkan 23:59 þann 14. júní 2025. Meira
Mynd með frétt

Ármann meistari í 10. flokki stúlkna í 2. deild

2 jún. 2025Ármann varð meistari í 10. flokki stúlkna í 2. deild 25. maí síðastliðinn með sigri á Haukum b. Leikurinn fór fram í Kennaraháskólanum og fór leikurinn 83-69 Ármanni í vil. Til hamingju Ármann!Meira
Mynd með frétt

Breiðablik Íslandsmeistari í 8. flokki drengja

28 maí 2025Breiðablik varð Íslandsmeistari í 8. flokki drengja en mótið fór fram í Grafarvogi helgina 24.-25. maí. Til hamingju Breiðablik!Meira
Mynd með frétt

Valur Íslandsmeistari í 8. flokki stúlkna

28 maí 2025Valur varð Íslandsmeistari í 8. flokki stúlkna en mótið fór fram á Hlíðarenda helgina 24.-25. maí. Til hamingju Valur!Meira
Mynd með frétt

Stjarnan Íslandsmeistari í MB11 ára drengja

28 maí 2025Stjarnan varð Íslandsmeistari í MB11 ára drengja en mótið fór fram á Akureyri helgina 24.-25. maí. Til hamingju Stjarnan!Meira
Mynd með frétt

Njarðvík Íslandsmeistari MB 11 ára stúlkna

28 maí 2025Njarðvík varð Íslandsmeistari í MB11 ára stúlkna en mótið fór fram á Akureyri helgina 24.-25. maí. Til hamingju Njarðvík!Meira
Mynd með frétt

Stjarnan Íslandsmeistari í 10. flokki stúlkna

28 maí 2025Stjarnan varð Íslandsmeistari í 10. flokki stúlkna 26. maí síðastliðinn með sigri á Fjölni. Stjarnan vann fyrsta leikinn í Umhyggjuhöllini en Fjölnir jöfnuðu í leik tvö sem fór fram í Dalhúsum þannig að blása þurfti til úrslitaleiks. Úrslitaleikurinn fór síðan fram í Umhyggjuhöllinni og fór leikurinn 87-66 Stjörnunni í vil. Þjálfari liðsins er Yngvi Gunnlaugsson.Meira
Mynd með frétt

Stjarnan Íslandsmeistari í 9. flokki drengja

28 maí 2025Stjarnan varð Íslandsmeistari í 9. flokki drengja 24.maí síðastliðinn með sigri á Keflavík. Stjarnan vann fyrsta leikinn í Umhyggjuhöllini en Keflavík jöfnuðu í leik tvö sem fór fram í Blue-höllinni þannig að blása þurfti til úrslitaleiks. Úrslitaleikurinn fór síðan fram í Umhyggjuhöllinni og fór leikurinn 80-71 Stjörnunni í vil í æsispennandi leik. Þjálfari liðsins er Baldur Þór Ragnarsson.Meira
Mynd með frétt

Stjarnan c meistari í 10. flokki drengja í 4. deild

28 maí 2025Stjarnan c varð meistari í 10. flokki drengja í 4. deild 23. maí síðastliðinn með sigri á ÍR. Leikurinn fór fram í TM hellinum og fór leikurinn 84-103 Stjörnunni c í vil. Til hamingju Stjarnan!Meira
Mynd með frétt

Þór Þ. meistari í 11. flokki drengja í 3. deild

28 maí 2025Þór Þ. varð meistari í 11. flokki drengja í 3. deild 23. maí síðastliðinn með sigri á Aftureldingu. Leikurinn fór fram í Icelandic Glacial höllinni og fór leikurinn 88-73 Þór Þ. í vil. Til hamingju Þór Þ.!Meira
Mynd með frétt

Haukar Íslandsmeistari í ungmennaflokki karla

28 maí 2025Haukar urðu Íslandsmeistarar í Ungmennaflokki karla 22.maí síðastliðinn með sigri á Stjörnunni/KFG. Stjarnan/KFG unnu fyrsta leikinn á Ásvöllum en Haukar unnu síðan annan leikinn sem fór fram í Umhyggjuhöllinni þannig að blása þurfti til úrslitaleiks. Úrslitaleikurinn fór fram á Ásvöllum og fór leikurinn 100-89 Haukum í vil. Þjálfari liðsins er Friðrik Ingi Rúnarsson.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira