Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Subway deild karla · Leiktíðin 2022-2023 hefst í kvöld!

6 okt. 2022Í kvöld hefst leiktíðin 2022-2023 í Subway deild karla en þá fara fram fjórir leikir. Á morgun föstudag lýkur svo fyrstu umferðinni með tveim leikjum. Þór Þ. tekur á móti Breiðablik kl. 18:15 og verður hann í beinni á Stöð 2 Sport. KR og Grindavík og ÍR og Njarðvík eigast síðan við kl. 19:15 og svo kl. 20:15 mætast Valur og Stjarnan og verður hann einnig í beinni á Stöð 2 Sport. Á morgun föstudag eigast við nýliðar Hauka og nýliðar Hattar kl. 18:15 og seinni leikurinn er viðureign Keflavíkur og Tindastóls sem hefst kl. 20:00 og verða báður þessir leikir sýndir beint á Stöð 2 Sport. Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 5. OKTÓBER 2022

6 okt. 2022Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í fjórum agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Meistarar meistaranna karla 2022 á sunnudag · Valur-Stjarnan

30 sep. 2022Sunnudaginn 2. október fer fram árlegur leikur Subway-íslandsmeistara karla og VÍS-bikarmeistara karla frá síðasta tímabili. Í ár eru það íslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar Stjörnunnar sem eigast við og fer leikurinn fram í Origo höllinni að Hlíðarenda og hefst hann kl 20:15. Allur ágóði af miðasölu rennur í minningarsjóð Ölla. Miðasala fer öll fram á STUBB og athugið að aðgöngukort KKÍ gilda ekki á leikinn. #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Subway deild karla | spá fyrir tímabilið 2022-2023

29 sep. 2022Kynningarfundur Subway deildar kvenna fór fram í dag, hvar spá komandi keppnistímabils í deildinni, ásamt spá fyrir 1. deild kvenna var kynnt. Keppni í Subway deild kvenna hefst þriðjudaginn 20. september og 1. deildar kvenna 21. september. Þetta árið var niðurstaðan eins og sést hér að neðan, en einnig er hægt að skoða glærukynninguna með spánni hérna.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 28 SEPTEMBER 2022

29 sep. 2022Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í fjórum agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Leikstað breytt á ÍR-Fjölnir í kvöld

28 sep. 2022Leikur ÍR og Fjölnis í Subway deild kvenna hefur verið færður úr nýju húsi ÍR við Skógarsel í TM hellinn í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15, en þá á nýjum leikstað.Meira
Mynd með frétt

Skráningu í 1. umferð MB10 ára og 2. umferð 8. flokks lýkur í dag

27 sep. 2022Skráningu í 1. umferð MB10 ára og 2. umferð 8. flokks lýkur í dag. Fyrsta umferð MB10 ára fer fram helgina 8.-9. október nk. og skráning liða í mótið klárast á miðnætti í kvöld. Í 8. flokki er hægt að gera breytingar á skráningu frá fyrstu umferð fram að miðnætti í kvöld. Allar skráningar fara fram í gegnum FIBA Organizer, en óski lið eftir því að fækka liðum í keppni þarf að senda póst á kki@kki.is.Meira
Mynd með frétt

Þór Þorlákshöfn leikur í forkeppni FIBA EuroCup í dag

27 sep. 2022Þór Þorlákshöfn hefur í dag leik í átta-liða úrslitum forkeppni FIBA EuroCup sem fram fer í riðli í Mitrovica í Kosovó. Fyrsti leikur þeirra verður gegn AEK Larnaca frá Kýpur og hefst hann kl. 15:00 að íslenskum tíma. Sigurvegari leiksins mætir svo Antwerp Giants í undanúrslitunum en tapliðið verður úr leik. Það lið sem sigrar riðilinn fer síðan í sjálfa riðlakeppnina svo í vetur. Hægt er að fylgjast með lifandi tölfræði og beinu streymi á heimsíðu keppninnar hérna: fiba.basketball/europecup/22-23Meira
Mynd með frétt

1. deild karla hefst í kvöld

23 sep. 2022Keppni 1. deildar karla hefst í kvöld með fimm leikjum. Á Álftanesi taka heimamenn á móti Þórsurum frá Akureyri, en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Nýliðar Ármanns fá Skallagrím í heimsókn, Selfoss sækir Fjölni heim, ÍA tekur á móti Sindra og á Flúðum er Suðurlandsslagur þegar Hamar kemur í heimsókn og mætir Hrunamönnum.Meira
Mynd með frétt

VÍS BIKARINN 2023 · 32-liða og 16-liða úrslit karla og kvenna

22 sep. 2022Dregið var í dag í fyrstu umferðirnar í VÍS BIKARNUM sem hefst í október í höfuðstöðvum VÍS í Ármúlanum. Dregið var í 32-liða úrslit karla (9 viðureignir) en þar eru 25 lið skráð til leiks. Þegar þeim er lokið verða eftir 16 lið í keppninni. Hjá konunum eru 16 lið skráð og því var dregið beint í 8-liða úrslitin þar. Leikið verður á eftirtöldum dögum í fyrstu umferðunum: · 16.-17. okt. 32-liða karla · 30-31. okt 16 liða karla · 29.30 okt. 16 liða kvenna Eftirtalin lið drógust saman:Meira
Mynd með frétt

HM kvenna hófst í dag

22 sep. 2022Heimsmeistaramót kvenna hófst í dag í Ástralíu en þar fer keppninn fram að þessu sinni í Sydney. Keppnin stendur yfir dagana 22. september til 1. október þegar úrslitaleikurinn fer fram. Alls eru 12 lönd sem taka þátt og þar af eru fjögur lönd frá Evrópu, meðal annars Bosnía, sem lék nýlega með íslandi í riðli fyrir undankeppni EM. Bandaríska liðið er núverandi meistari og hefur unnið sl. fjögur heimsmeistaramót (2010, 2014, 2018 og 2022). Meira
Mynd með frétt

Dregið í VÍS bikarnum í dag

22 sep. 2022Dregið verður í 32 og 16 liða úrslit í VÍS bikar karla og 16 liða úrslit VÍS bikars kvenna eftir hádegi í dag, en alls eru 24 lið skráð í VÍS bikar karla og 16 í VÍS bikar kvenna.Meira
Mynd með frétt

1. deild kvenna hefst í kvöld

21 sep. 2022Keppni 1. deildar kvenna hefst í kvöld með tveimur leikjum. Á Akureyri taka Þór Ak. á móti Ármanni og í Stykkishólmi heimsækir KR lið Snæfells.Meira
Mynd með frétt

SUBWAY deild kvenna hefst í kvöld!

20 sep. 2022Keppni Subway deildar kvenna hefst í Origo-höll Vals í kvöld þegar Breiðablik heimsækir Val í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Annað kvöld verða leikir Grindavíkur og Fjölnis, og Keflavíkur og Njarðvíkur sýndir beint á Stöð 2 Sport. Fjórði leikur umferðarinnar milli Hauka og ÍR verður leikinn annað kvöld.Meira
Mynd með frétt

Njarðvík sigraði meistarakeppni kvenna

19 sep. 2022Subway Íslandsmeistarar Njarðvíkur unnu í gærkvöldi meistarakeppni kvenna í framlengdum leik gegn VÍS bikarmeisturum Hauka 94-87. Til hamingju Njarðvík!Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 14 SEPTEMBER 2022

15 sep. 2022Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í þremur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Subway deild kvenna | spá fyrir tímabilið 2022-2023

14 sep. 2022Kynningarfundur Subway deildar kvenna fór fram í dag, hvar spá komandi keppnistímabils í deildinni, ásamt spá fyrir 1. deild kvenna var kynnt. Keppni í Subway deild kvenna hefst þriðjudaginn 20. september og 1. deildar kvenna 21. september. Þetta árið var niðurstaðan eins og sést hér að neðan, en einnig er hægt að skoða glærukynninguna með spánni hérna.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 7 SEPTEMBER 2022

8 sep. 2022Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í tveimur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Þjálfaranámskeið KKÍ 1B og 2B hefjast í næstu viku

7 sep. 2022Framundan eru tvö fjarnámskeið í þjálfaranámi KKÍ, KKÍ 1B og KKÍ 2B. Gott er að hafa í huga að þeir þjálfarar sem hyggjast sækjast eftir því að fara í FECC þurfa hið minnsta að hafa klára þjálfarastig KKÍ 1 og 2 ásamt ÍSÍ 1 og 2. Opnað hefur verið fyrir skráningu á KKÍ 1B og KKÍ 2B, en vakin er athygli á því að aðeins þeir sem hafa greitt fyrir námskeið fá að taka þátt. Við bendum á að hægt er að sækja styrki fyrir þjálfaranámskeiðum, en oft veita stéttarfélög styrki fyrir þátttöku á námskeiðum. Upplýsingar um skráningu má sjá í fréttinni.Meira
Mynd með frétt

Skráningu í 2. deild kvenna og 3. deild karla lýkur í kvöld

4 sep. 2022Skráningu í Íslandsmót 2. deildar kvenna og 3. deildar karla lýkur á miðnætti.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira