Næstu námskeið


Dómaranámskeið 2 á netinu er hafið!

Námskeið 2 - Framhaldsnámskeið er fyrir 16 ára eða eldri.
Námskeiðið fer fram á netinu.
Námskeið 2 veitir þátttakanda réttindi til þess að dæma hjá öllum yngri flokkum, unglingaflokkum og í neðrideildum í meistaraflokkum að 1. deild undanskilinni. 

Dómaranefnd KKÍ raðar dómurum á þessa leiki allt niður að drengjaflokki. Þar sem að þetta námskeið er í raun sjálfsnám þá getum við eingöngu ráðlagt þér að skipuleggja þig vel til klára kaflana og prófin sem fyrst því reynslan sýnir að þeir sem setja ekki upp tímaskipulag eiga erfiðara með að klára námsskeiðið.   

Allar upplýsingar má finna hér (.word skjal)
Skráning fer fram hérna


- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Námskeið 1 - Grunnnámskeið

Grunnnámskeið er ætlað 10. bekk og eldri. Þátttakendum er ætlað að öðlast grunnþekkingar á leikreglum og dómaratækni.
Námskeið 1 veitir þátttakenda réttindi til að dæma á fjölliðamótum hjá börnum á grunnskólaaldri. 
Námskeiðið fer þannig fram að dómarar koma í heimsókn til félaga og er fínt að nýta t.d. 10. flokks æfingtíma undir námskeiðið.
Námskeiðið fer fyrst fram í fyrirlestrarsal og er síðan fært inn í íþróttasal. Lengd námskeiðsins er 3 klst.

(ekkert grunnnámskeið skipulagt í bili)

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira