1 okt. 1999Hamarsmenn frá Hveragerði eru fyrstu nýliðarnir í úrvalsdeild sem vinna sigur í sínum fyrsta leik síðan Keflavík vann KR í sínum fyrsta leik úrvalsdeildarinnar 1982. Þau lið sem hafa tapað opnunarleik sínum í úrvalsdeildinni frá þeim tíma eru Grindavík 1987, Breiðablik 1987, Tindastóll 1988, Reynir S. 1989, Snæfell 1990, Skallagrímur 1991, Akranes 1993, KFÍ 1996.