30 apr. 2001Sigurður Ingimundarson kvennalandsliðsþjálfari hefur valið landsliðið sem taka mun þátt í Spuerkeess-mótinu í Lúxemburg 4.-6. maí nk. Tveir nýliðar eru í hópnum, þær Svava Ósk Stefánsdóttir Keflavík og Tinna Björk Sigmundsdóttir KFÍ. Liðið er annars skipað eftir töldum leikmönnum: Nafn Félag Aldur Landsleikir Guðbjörg Norðfjörð KR 29 45 Hanna Björg Kjartansdóttir KR 26 30 Kristín Jónsdóttir KR 27 13 Helga Þorvaldsdóttir KR 24 31 Hildur Sigurðardóttir KR 19 8 Kristín Blöndal Keflavík 29 28 Marín Rós Karlsdóttir Keflavík 21 8 Birna Valgarðsdóttir Keflavík 25 28 Svava Ósk Stefánsdóttir Keflavík 17 0 Alda Leif Jónsdóttir Holbæk 22 23 Lovísa Guðmundsdóttir ÍS 25 4 Tinna Sigmundsdóttir KFÍ 20 0 Þjálfari: Sigurður Ingimundarson Sjúkraþjálfari: Björg Hafsteinsdóttir Fararstjóri: Guðni Hafsteinsson Farið verður áleiðis til Lúxemburgar 3. maí og leikið gegn Hollandi 4. maí, Lúxemburg 5. maí og Írlandi 6. maí. Komið verður heim 7. maí. mt: Svava Ósk Stefánsdóttir Keflavík, sem valin var nýliði ársins í 1. deild kvenna á liðnum vetri, er annar nýliðanna í kvennalandsliðinu.