1 maí 2001Stjarnan varð í kvöld Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögunni þegar 11. flokkur félagsins vann [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2001/00001373/13730201.htm[v-]77-73[slod-] sigur á Grindavík í úrslitaleik 11. flokks karla í Austurbergi en þetta var síðasti úrslitaleikur tímabilsins. Fyrr um daginn kórónaði 9. flokkur Njarðvíkur glæsilegt tímabil með því að verða Íslandsmeistari með [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2001/00001372/13720201.htm[v-]71-44[slod-] sigri á Þór frá Akureyri í úrslitaleik 9. flokks karla í á sama stað. Þessi sterki 1986-árangur Njarðvíkur varð þarna Íslandsmeistari þriðja árið í röð en Njarðvíkurstrákarnir unnu einnig bikarinn á dögunum og fagna því tvöföldum sigri í vetur. Jóhann Árni Ólafsson skoraði 43 stig og tók 25 fráköst fyrir Njarðvík í úrslitaleiknum. Það má finna tölfræði úrslitaleikjanna og úrslita allra leikjanna inn á nýjustu úrslit á KKÍ-síðunni eða að nýta sér tenglanna hér á undan með því að ýta á lokatölur leikjanna.